Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 10:37 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni með 21 árs landsliðinu. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú áðan þar sem kemur líka fram að Eiður Smári Guðjohnsen muni aðstoða Arnar alveg eins og hann gerði hjá 21 árs landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson mun hætta með 21 ára landsliðið en mun hins vegar starfa áfram sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ. Arnar tekur við starfi Svíans Erik Hamrén og mun stýra íslenska landsliðinu í undankeppni HM 2022 sem hefst strax í mars á næsta ári. Arnar er 42 ára gamall en hann er fæddur árið 1978. Hann er með UEFA Pro þjálfararéttindi frá belgíska knattspyrnusambandinu og er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, en hann á að baki 52 A-landsleiki, auk fjölmargra leikja fyrir yngri landslið Íslands. Hann lék sem atvinnumaður í Belgíu og Hollandi frá árinu 1997 til 2014 og starfaði frá því ári sem þjálfari hjá Cercle Brügge og Lokeren í Belgíu. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Í janúar 2019 var Arnar ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og lætur hann nú af því starfi, en mun starfa áfram tímabundið sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, eins og hann hefur gert síðan í apríl 2019, þar til ráðið verður í þá stöðu. Aðstoðarþjálfari Arnars verður Eiður Smári Guðjohnsen, en þeir Arnar og Eiður störfuðu einnig saman með U21 landsliðið. Eiður Smári, sem er fæddur 1978 og hefur lokið UEFA B þjálfaragráðu, lék með 15 félagsliðum í 9 löndum frá árinu 1994 til 2016. Hann hefur leikið 88 A-landsleiki og skorað í þeim 26 mörk, auk fjölmargra leikja og marka fyrir yngri landslið Íslands. Arnór Þór og Eiður Smári hafa spilað samtals 140 A-landsleiki og marga þeirra hlið við hlið. Samvinna þeirra hjá 21 árs landsliðinu var einnig mjög farsæl. U21 landslið karla leikur í úrslitakeppni EM á árinu 2021 og mun KSÍ tilkynna um ráðningu nýs þjálfarateymis liðsins innan skamms. Fyrstu leikir A landsliðs karla undir stjórn Arnars Þórs og Eiðs verða leikir í undankeppni HM 2022 – þrír útileikir í mars 2021. Þá hafa verið staðfestir tveir vináttuleikir í júní – útileikir gegn Færeyjum og Póllandi. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú áðan þar sem kemur líka fram að Eiður Smári Guðjohnsen muni aðstoða Arnar alveg eins og hann gerði hjá 21 árs landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson mun hætta með 21 ára landsliðið en mun hins vegar starfa áfram sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ. Arnar tekur við starfi Svíans Erik Hamrén og mun stýra íslenska landsliðinu í undankeppni HM 2022 sem hefst strax í mars á næsta ári. Arnar er 42 ára gamall en hann er fæddur árið 1978. Hann er með UEFA Pro þjálfararéttindi frá belgíska knattspyrnusambandinu og er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, en hann á að baki 52 A-landsleiki, auk fjölmargra leikja fyrir yngri landslið Íslands. Hann lék sem atvinnumaður í Belgíu og Hollandi frá árinu 1997 til 2014 og starfaði frá því ári sem þjálfari hjá Cercle Brügge og Lokeren í Belgíu. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Í janúar 2019 var Arnar ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og lætur hann nú af því starfi, en mun starfa áfram tímabundið sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, eins og hann hefur gert síðan í apríl 2019, þar til ráðið verður í þá stöðu. Aðstoðarþjálfari Arnars verður Eiður Smári Guðjohnsen, en þeir Arnar og Eiður störfuðu einnig saman með U21 landsliðið. Eiður Smári, sem er fæddur 1978 og hefur lokið UEFA B þjálfaragráðu, lék með 15 félagsliðum í 9 löndum frá árinu 1994 til 2016. Hann hefur leikið 88 A-landsleiki og skorað í þeim 26 mörk, auk fjölmargra leikja og marka fyrir yngri landslið Íslands. Arnór Þór og Eiður Smári hafa spilað samtals 140 A-landsleiki og marga þeirra hlið við hlið. Samvinna þeirra hjá 21 árs landsliðinu var einnig mjög farsæl. U21 landslið karla leikur í úrslitakeppni EM á árinu 2021 og mun KSÍ tilkynna um ráðningu nýs þjálfarateymis liðsins innan skamms. Fyrstu leikir A landsliðs karla undir stjórn Arnars Þórs og Eiðs verða leikir í undankeppni HM 2022 – þrír útileikir í mars 2021. Þá hafa verið staðfestir tveir vináttuleikir í júní – útileikir gegn Færeyjum og Póllandi.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira