Lögregla rannsakar hótanir í garð forsætisráðherra á Seyðisfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2020 12:34 Katrín Jakobsdóttir í fylgd lögreglumanna við bryggjuna á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bárust hótanir þar sem hún er stödd á Seyðisfirði í dag ásamt þremur ráðherrum úr ríkisstjórninni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Uppnám varð í Ferjuhúsinu, upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar, rétt fyrir tólf í dag. Katrín var á leið í viðtal í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tólf þegar Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður hennar, kom skyndilega til hennar og dró til hliðar. Var Katrín í framhaldinu flutt inn í starfsmannaaðstöðu í bakherbergi ásamt lögreglumönnum. Til stóð að fulltrúi lögreglu á svæðinu yrði einnig til viðtals í hádegisfréttum varðandi stöðu mála á Seyðisfirði en svo fór að lögregla gaf ekki kost á viðtali. Má segja að andrúmsloftið í Ferjuhúsinu hafi verið rafmagnað um þetta leyti og vissi fjölmiðlafólk á svæðinu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Engin svör var að fá. Katrín Jakobsdóttir ásamt Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni sínum. Sérsveitarmaður fylgir þeim hvert fótmál. Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn segir ráðherra hafa verið í fylgd frá komunni til Seyðisfjarðar.Vísir/Vilhelm Eftir því sem fréttastofa kemst næst bárust Katrínu hótanir frá aðila á svæðinu sem varð til þess að uppnáms sem varð í Ferjuhúsinu. Katrín vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann á staðnum þegar eftir því var leitað. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að hótanir hafi borist og verið sé að skoða alvarleika þeirra. Málið sé bara í rannsókn. Aðspurður hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins segir hann ekkert meira að segja um málið að svo stöddu. Varðandi lögreglufylgd forsætisráðherra segir Kristján Ólafur að ráðherrararnir hafi verið í lögreglufylgd frá því að þeir mættu til Seyðisfjarðar. Fréttin var uppfærð klukkan 12:54 með viðbrögðum lögreglu á svæðinu. Lögreglumál Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Katrín var á leið í viðtal í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tólf þegar Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður hennar, kom skyndilega til hennar og dró til hliðar. Var Katrín í framhaldinu flutt inn í starfsmannaaðstöðu í bakherbergi ásamt lögreglumönnum. Til stóð að fulltrúi lögreglu á svæðinu yrði einnig til viðtals í hádegisfréttum varðandi stöðu mála á Seyðisfirði en svo fór að lögregla gaf ekki kost á viðtali. Má segja að andrúmsloftið í Ferjuhúsinu hafi verið rafmagnað um þetta leyti og vissi fjölmiðlafólk á svæðinu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Engin svör var að fá. Katrín Jakobsdóttir ásamt Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni sínum. Sérsveitarmaður fylgir þeim hvert fótmál. Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn segir ráðherra hafa verið í fylgd frá komunni til Seyðisfjarðar.Vísir/Vilhelm Eftir því sem fréttastofa kemst næst bárust Katrínu hótanir frá aðila á svæðinu sem varð til þess að uppnáms sem varð í Ferjuhúsinu. Katrín vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann á staðnum þegar eftir því var leitað. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að hótanir hafi borist og verið sé að skoða alvarleika þeirra. Málið sé bara í rannsókn. Aðspurður hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins segir hann ekkert meira að segja um málið að svo stöddu. Varðandi lögreglufylgd forsætisráðherra segir Kristján Ólafur að ráðherrararnir hafi verið í lögreglufylgd frá því að þeir mættu til Seyðisfjarðar. Fréttin var uppfærð klukkan 12:54 með viðbrögðum lögreglu á svæðinu.
Lögreglumál Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira