Lögregla rannsakar hótanir í garð forsætisráðherra á Seyðisfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2020 12:34 Katrín Jakobsdóttir í fylgd lögreglumanna við bryggjuna á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bárust hótanir þar sem hún er stödd á Seyðisfirði í dag ásamt þremur ráðherrum úr ríkisstjórninni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Uppnám varð í Ferjuhúsinu, upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar, rétt fyrir tólf í dag. Katrín var á leið í viðtal í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tólf þegar Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður hennar, kom skyndilega til hennar og dró til hliðar. Var Katrín í framhaldinu flutt inn í starfsmannaaðstöðu í bakherbergi ásamt lögreglumönnum. Til stóð að fulltrúi lögreglu á svæðinu yrði einnig til viðtals í hádegisfréttum varðandi stöðu mála á Seyðisfirði en svo fór að lögregla gaf ekki kost á viðtali. Má segja að andrúmsloftið í Ferjuhúsinu hafi verið rafmagnað um þetta leyti og vissi fjölmiðlafólk á svæðinu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Engin svör var að fá. Katrín Jakobsdóttir ásamt Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni sínum. Sérsveitarmaður fylgir þeim hvert fótmál. Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn segir ráðherra hafa verið í fylgd frá komunni til Seyðisfjarðar.Vísir/Vilhelm Eftir því sem fréttastofa kemst næst bárust Katrínu hótanir frá aðila á svæðinu sem varð til þess að uppnáms sem varð í Ferjuhúsinu. Katrín vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann á staðnum þegar eftir því var leitað. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að hótanir hafi borist og verið sé að skoða alvarleika þeirra. Málið sé bara í rannsókn. Aðspurður hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins segir hann ekkert meira að segja um málið að svo stöddu. Varðandi lögreglufylgd forsætisráðherra segir Kristján Ólafur að ráðherrararnir hafi verið í lögreglufylgd frá því að þeir mættu til Seyðisfjarðar. Fréttin var uppfærð klukkan 12:54 með viðbrögðum lögreglu á svæðinu. Lögreglumál Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Katrín var á leið í viðtal í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tólf þegar Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður hennar, kom skyndilega til hennar og dró til hliðar. Var Katrín í framhaldinu flutt inn í starfsmannaaðstöðu í bakherbergi ásamt lögreglumönnum. Til stóð að fulltrúi lögreglu á svæðinu yrði einnig til viðtals í hádegisfréttum varðandi stöðu mála á Seyðisfirði en svo fór að lögregla gaf ekki kost á viðtali. Má segja að andrúmsloftið í Ferjuhúsinu hafi verið rafmagnað um þetta leyti og vissi fjölmiðlafólk á svæðinu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Engin svör var að fá. Katrín Jakobsdóttir ásamt Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni sínum. Sérsveitarmaður fylgir þeim hvert fótmál. Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn segir ráðherra hafa verið í fylgd frá komunni til Seyðisfjarðar.Vísir/Vilhelm Eftir því sem fréttastofa kemst næst bárust Katrínu hótanir frá aðila á svæðinu sem varð til þess að uppnáms sem varð í Ferjuhúsinu. Katrín vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann á staðnum þegar eftir því var leitað. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að hótanir hafi borist og verið sé að skoða alvarleika þeirra. Málið sé bara í rannsókn. Aðspurður hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins segir hann ekkert meira að segja um málið að svo stöddu. Varðandi lögreglufylgd forsætisráðherra segir Kristján Ólafur að ráðherrararnir hafi verið í lögreglufylgd frá því að þeir mættu til Seyðisfjarðar. Fréttin var uppfærð klukkan 12:54 með viðbrögðum lögreglu á svæðinu.
Lögreglumál Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira