Sérfræðingar vanmátu aðstæður á Seyðisfirði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2020 17:41 Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem skriðan olli. Vísir/Egill Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar er fjallað um skriðuna og þá vinnu sem fer nú í hönd vegna hennar. Þar kemur meðal annars fram að vinna við að koma upp mælitækjum í hlíðum Seyðisfjarðar sé hafin, þannig að hægt verði að fylgjast með stöðu mála í rauntíma. Þá er því lýst, eins og hefur áður komið fram, að úrkoma á Seyðisfirði, dagana áður en stóra skriðan féll, hafi verið gríðarleg. Uppsöfnuð úrkoma dagana 14. til 18. desember var 569 millimetrar, en til samanburðar er bent á að rigning í Reykjavík á meðalári nemur um 860 millimetrum. Sérstakt veður áður en skriðan féll Þá er haft eftir Hörpu að veðrið hafi verið nokkuð sérstakt, þar sem úrkoma féll sem snjókoma til fjalla en rigning í neðri hluta hlíðanna. „Af þeim sökum töldum við ekki mikla hættu á skriðuföllum ofarlega úr fjöllum. Þá hafi ekki verið talið að mikið vatn streymdi á stallana í Strandartindi, sem gnæfir yfir skriðusvæðið,“ er haft eftir Hörpu, sem bætir við að ofanflóðasérfræðingar hafi búist við jarðvegsskriðum á borð við þær sem fallið höfðu dagana á undan. Gert hafi verið ráð fyrir því að skriðurnar gætu farið stækkandi og því hafi viðbúnaður og tilmæli um rýmingar miðast við það. Þegar stóra skriðan féll, rétt fyrir klukkan þrjú á föstudag, var búið að rýma hluta Seyðisfjarðar. Þó hafði það svæði sem skriðan féll á þó ekki allt verið rýmt. Viðbragðsaðilar og nokkrir íbúar bæjarins voru á svæðinu, en sumir sluppu afar naumlega frá skriðunni. „Við bjuggumst ekki við skriðu af þessari stærðargráðu og vanmátum aðstæður utan Búðarár þar sem skriðan féll. Við bjuggumst við skriðum, til dæmis í Búðará, en túlkun jarðfræðilegra greininga höfðu ekki gefið til kynna ummerki um stórar forsögulegar skriður þessum stað,“ segir Harpa. Veðurstofan fylgist grannt með Þá segir á vef Veðurstofunnar að nokkrar sprungur gangi út frá skriðusárum í hlíðunum ofan Seyðisfjarðar. Veðurstofan fylgist vel með aðstæðum til að meta hættuna á frekari skriðuföllum. Eftir að skriður falli geti áfram hrunið úr skriðusárinu, en slíkar skriður eru í flestum tilfellum mun minni. „Mælingar milli daga sýna að hreyfingin hefur hægt á sér, sem eru góðar fréttir. Þá sýna mælingar úr borholum og vatnsritamælum að vatnsþrýstingur fer minnkandi. Tíminn vinnur með okkur meðan ekki rignir og svæðið verður smá saman stöðugra,“ segir Harpa, en snjóað hefur í bænum síðustu daga. Hér má nálgast umfjöllun Veðurstofunnar um skriðuna og hættu á fleiri skriðum á svæðinu. Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 16:13 Ljóst að sumir Seyðfirðingar fá ekki að snúa heim fyrir jól Þrátt fyrir að aðstæður á Seyðisfirði hafi farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólna tók í veðri er gert ráð fyrir að hlýni að nýju, í skamman tíma þó, á aðfanga-og jóladag. Þá mun hlána en ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á svæðinu. 22. desember 2020 13:34 Vonast til að geta hafið vinnslu aftur 6. janúar Síldarvinnslan vonast til að fara að vinna fisk í frystihúsinu á Seyðisfirði þann 6. janúar næstkomandi. Svæðið sé nú lokað vegna aurskriðanna á svæðinu og mikið hreinsunarstarf framundan. 22. desember 2020 12:40 „Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“ Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn. 21. desember 2020 19:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar er fjallað um skriðuna og þá vinnu sem fer nú í hönd vegna hennar. Þar kemur meðal annars fram að vinna við að koma upp mælitækjum í hlíðum Seyðisfjarðar sé hafin, þannig að hægt verði að fylgjast með stöðu mála í rauntíma. Þá er því lýst, eins og hefur áður komið fram, að úrkoma á Seyðisfirði, dagana áður en stóra skriðan féll, hafi verið gríðarleg. Uppsöfnuð úrkoma dagana 14. til 18. desember var 569 millimetrar, en til samanburðar er bent á að rigning í Reykjavík á meðalári nemur um 860 millimetrum. Sérstakt veður áður en skriðan féll Þá er haft eftir Hörpu að veðrið hafi verið nokkuð sérstakt, þar sem úrkoma féll sem snjókoma til fjalla en rigning í neðri hluta hlíðanna. „Af þeim sökum töldum við ekki mikla hættu á skriðuföllum ofarlega úr fjöllum. Þá hafi ekki verið talið að mikið vatn streymdi á stallana í Strandartindi, sem gnæfir yfir skriðusvæðið,“ er haft eftir Hörpu, sem bætir við að ofanflóðasérfræðingar hafi búist við jarðvegsskriðum á borð við þær sem fallið höfðu dagana á undan. Gert hafi verið ráð fyrir því að skriðurnar gætu farið stækkandi og því hafi viðbúnaður og tilmæli um rýmingar miðast við það. Þegar stóra skriðan féll, rétt fyrir klukkan þrjú á föstudag, var búið að rýma hluta Seyðisfjarðar. Þó hafði það svæði sem skriðan féll á þó ekki allt verið rýmt. Viðbragðsaðilar og nokkrir íbúar bæjarins voru á svæðinu, en sumir sluppu afar naumlega frá skriðunni. „Við bjuggumst ekki við skriðu af þessari stærðargráðu og vanmátum aðstæður utan Búðarár þar sem skriðan féll. Við bjuggumst við skriðum, til dæmis í Búðará, en túlkun jarðfræðilegra greininga höfðu ekki gefið til kynna ummerki um stórar forsögulegar skriður þessum stað,“ segir Harpa. Veðurstofan fylgist grannt með Þá segir á vef Veðurstofunnar að nokkrar sprungur gangi út frá skriðusárum í hlíðunum ofan Seyðisfjarðar. Veðurstofan fylgist vel með aðstæðum til að meta hættuna á frekari skriðuföllum. Eftir að skriður falli geti áfram hrunið úr skriðusárinu, en slíkar skriður eru í flestum tilfellum mun minni. „Mælingar milli daga sýna að hreyfingin hefur hægt á sér, sem eru góðar fréttir. Þá sýna mælingar úr borholum og vatnsritamælum að vatnsþrýstingur fer minnkandi. Tíminn vinnur með okkur meðan ekki rignir og svæðið verður smá saman stöðugra,“ segir Harpa, en snjóað hefur í bænum síðustu daga. Hér má nálgast umfjöllun Veðurstofunnar um skriðuna og hættu á fleiri skriðum á svæðinu.
Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Múlaþing Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 16:13 Ljóst að sumir Seyðfirðingar fá ekki að snúa heim fyrir jól Þrátt fyrir að aðstæður á Seyðisfirði hafi farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólna tók í veðri er gert ráð fyrir að hlýni að nýju, í skamman tíma þó, á aðfanga-og jóladag. Þá mun hlána en ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á svæðinu. 22. desember 2020 13:34 Vonast til að geta hafið vinnslu aftur 6. janúar Síldarvinnslan vonast til að fara að vinna fisk í frystihúsinu á Seyðisfirði þann 6. janúar næstkomandi. Svæðið sé nú lokað vegna aurskriðanna á svæðinu og mikið hreinsunarstarf framundan. 22. desember 2020 12:40 „Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“ Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn. 21. desember 2020 19:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 16:13
Ljóst að sumir Seyðfirðingar fá ekki að snúa heim fyrir jól Þrátt fyrir að aðstæður á Seyðisfirði hafi farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólna tók í veðri er gert ráð fyrir að hlýni að nýju, í skamman tíma þó, á aðfanga-og jóladag. Þá mun hlána en ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á svæðinu. 22. desember 2020 13:34
Vonast til að geta hafið vinnslu aftur 6. janúar Síldarvinnslan vonast til að fara að vinna fisk í frystihúsinu á Seyðisfirði þann 6. janúar næstkomandi. Svæðið sé nú lokað vegna aurskriðanna á svæðinu og mikið hreinsunarstarf framundan. 22. desember 2020 12:40
„Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“ Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn. 21. desember 2020 19:00