Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. desember 2020 12:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman eigi síðar en mánudaginn 28. desember í ljósi óvissu sem flokkurinn segir ríkja um komu bóluefna vegna covid-19. Nauðsynlegt sé að þingheimur fái tækifæri til að ræða málið við ríkisstjórnina. Í samtali við fréttastofu segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis að fundum Alþingis hafi verið frestað með formlegum hætti hinn 18. desember fram til 18. janúar. Á þeim sama degi hafi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra flutt Alþingi ítarlega skýrslu um stöðu bóluefna. Þegar þingfundum hafi verið frestað með þessum hætti þurfi annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman eða að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Egill „Skil ekki hvað menn eru að tala um“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir óvissu eðlilega. „Auðvitað er óvissa í þessu sem mér finnst stjórnvöld hafa gert mjög góða grein fyrir. Í þessu eins og í faraldrinum, við erum búin að tala um það allan tímann að það er engin þjóð með samning við bóluefnaframleiðendur um nákvæma afhendingu og dreifingu, hvenær þau fá tiltekið magn og á hvaða tíma. Það er bara þannig. Og það eru ekki bara við Íslendingar, þetta er bara þannig að lyfjafyrirtækin geta ekki og vilja ekki gera þannig samning sem þau geta ekki staðið við,“ segir hann. „Við erum með upplýsingar núna um hvað við fáum mikið og hvenær út mars. Og allar Evrópuþjóðirnar eru í sömu sporum hvað það varðar. Þannig ég skil ekki hvað menn eru að tala um í þessu sambandi“ Píratar taka undir kröfu Miðflokksins.vísir/Vilhelm Píratar hafa tekið undir ósk Miðflokksins og segja aðhald með stjórnvöldum nauðsynlegt. Mikið sé um misvísandi upplýsingur um stöðu mála, það hafi valdið áhyggjum og óvissu sem þurfi að fá svör við. Svipað hljóð er í Loga Einarssyni, formanni Samfylkingar. Hann segir misvísandi fréttir um stöðuna og að óvissan sem því fylgi sé ólíðandi. Eðlilegt sé að ríkisstjórnin skýri þessi mál. Krafa Miðflokksins sé því ekki óeðlileg. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman eigi síðar en mánudaginn 28. desember í ljósi óvissu sem flokkurinn segir ríkja um komu bóluefna vegna covid-19. Nauðsynlegt sé að þingheimur fái tækifæri til að ræða málið við ríkisstjórnina. Í samtali við fréttastofu segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis að fundum Alþingis hafi verið frestað með formlegum hætti hinn 18. desember fram til 18. janúar. Á þeim sama degi hafi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra flutt Alþingi ítarlega skýrslu um stöðu bóluefna. Þegar þingfundum hafi verið frestað með þessum hætti þurfi annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman eða að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Egill „Skil ekki hvað menn eru að tala um“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir óvissu eðlilega. „Auðvitað er óvissa í þessu sem mér finnst stjórnvöld hafa gert mjög góða grein fyrir. Í þessu eins og í faraldrinum, við erum búin að tala um það allan tímann að það er engin þjóð með samning við bóluefnaframleiðendur um nákvæma afhendingu og dreifingu, hvenær þau fá tiltekið magn og á hvaða tíma. Það er bara þannig. Og það eru ekki bara við Íslendingar, þetta er bara þannig að lyfjafyrirtækin geta ekki og vilja ekki gera þannig samning sem þau geta ekki staðið við,“ segir hann. „Við erum með upplýsingar núna um hvað við fáum mikið og hvenær út mars. Og allar Evrópuþjóðirnar eru í sömu sporum hvað það varðar. Þannig ég skil ekki hvað menn eru að tala um í þessu sambandi“ Píratar taka undir kröfu Miðflokksins.vísir/Vilhelm Píratar hafa tekið undir ósk Miðflokksins og segja aðhald með stjórnvöldum nauðsynlegt. Mikið sé um misvísandi upplýsingur um stöðu mála, það hafi valdið áhyggjum og óvissu sem þurfi að fá svör við. Svipað hljóð er í Loga Einarssyni, formanni Samfylkingar. Hann segir misvísandi fréttir um stöðuna og að óvissan sem því fylgi sé ólíðandi. Eðlilegt sé að ríkisstjórnin skýri þessi mál. Krafa Miðflokksins sé því ekki óeðlileg.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira