Enn eitt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum: Hefur stökkbreyst meira Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2020 15:41 Heilbrigðisráðherrann sagði málið áhyggjuefni þar sem nýja afbrigðið virtist dreifa sér hraðar og hafa stökkbreyst meira en önnur afbrigði SARS-CoV-2. epa/Will Oliver Tvö tilfelli nýs afbrigðis SARS-CoV-2 frá Suður-Afríku hafa greinst í Bretlandi. Heilbrigðisráðherra landsins hefur biðlað til þeirra sem hafa ferðast frá Suður-Afríku til Bretlands á síðustu tveimur vikum um að einangra sig. Matt Hancock sagðist á blaðamannafundi í dag hafa verulegar áhyggjur af þróun mála þar sem afbrigðið virtist meira smitandi og að það hefði stökkbreyst meira en önnur afbrigði. Lokað hefur verið fyrir komur frá Suður-Afríku og unnið er að smitrakningu og einangrun þeirra sem hafa átt í samskiptum við einstaklingana sem hafa greinst í Bretlandi. Hancock sagði um að ræða tímabundnar ráðstafanir þar til frekari rannsóknarniðustöður lægju fyrir. Um er að ræða annað nýja afbrigðið sem greinist á Bretlandseyjum á síðustu vikum en stjórnvöld hafa þegar gripið til hertra sóttvarnaaðgerða vegna afbrigðis sem uppgötvaðist á dögunum. Það hefur verið kallað B117. Það er sömuleiðis sagt vera meira smitandi en sérfræðingar segja ekkert benda til þess að það sé hættulegra eða ónæmt fyrir bóluefnum. Sama stökkbreytingin á B117 og suðurafríska afbrigðinu? Það hefur löngum verið vitað að allar veirur stökkbreytast og afbrigðið sem hefur haldið heimsbyggðinni í heljargreipum síðasta árið hefur verið að stökkbreytast einu sinni til tvisvar sinnum á mánuði, samkvæmt NPR. B117 virðist hins vegar búa yfir sautján stökkbreytingum og átta þeirra eru á svokölluðum bindiprótínum en það eru þau sem bindast frumum mannslíkamans. NPR segir eina stökkbreytinguna sérstaklega varhugaverða þar sem hún virðist binda veiruna „fastar“ við frumur líkamans. Þessi sama stökkbreyting hefur fundist í afbrigði sem breiðir nú hratt úr sér í Suður-Afríku, segir NPR, en ekki er ljóst hvort umrætt afbrigði er það sama og nú hefur greinst í Bretlandi. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar kallast stökkbreytingin N510Y. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. 19. desember 2020 19:15 Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. 15. desember 2020 17:44 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Matt Hancock sagðist á blaðamannafundi í dag hafa verulegar áhyggjur af þróun mála þar sem afbrigðið virtist meira smitandi og að það hefði stökkbreyst meira en önnur afbrigði. Lokað hefur verið fyrir komur frá Suður-Afríku og unnið er að smitrakningu og einangrun þeirra sem hafa átt í samskiptum við einstaklingana sem hafa greinst í Bretlandi. Hancock sagði um að ræða tímabundnar ráðstafanir þar til frekari rannsóknarniðustöður lægju fyrir. Um er að ræða annað nýja afbrigðið sem greinist á Bretlandseyjum á síðustu vikum en stjórnvöld hafa þegar gripið til hertra sóttvarnaaðgerða vegna afbrigðis sem uppgötvaðist á dögunum. Það hefur verið kallað B117. Það er sömuleiðis sagt vera meira smitandi en sérfræðingar segja ekkert benda til þess að það sé hættulegra eða ónæmt fyrir bóluefnum. Sama stökkbreytingin á B117 og suðurafríska afbrigðinu? Það hefur löngum verið vitað að allar veirur stökkbreytast og afbrigðið sem hefur haldið heimsbyggðinni í heljargreipum síðasta árið hefur verið að stökkbreytast einu sinni til tvisvar sinnum á mánuði, samkvæmt NPR. B117 virðist hins vegar búa yfir sautján stökkbreytingum og átta þeirra eru á svokölluðum bindiprótínum en það eru þau sem bindast frumum mannslíkamans. NPR segir eina stökkbreytinguna sérstaklega varhugaverða þar sem hún virðist binda veiruna „fastar“ við frumur líkamans. Þessi sama stökkbreyting hefur fundist í afbrigði sem breiðir nú hratt úr sér í Suður-Afríku, segir NPR, en ekki er ljóst hvort umrætt afbrigði er það sama og nú hefur greinst í Bretlandi. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar kallast stökkbreytingin N510Y.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. 19. desember 2020 19:15 Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. 15. desember 2020 17:44 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59
Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. 19. desember 2020 19:15
Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. 15. desember 2020 17:44