Danska þjóðkirkjan leggur til að jólamessu verði aflýst Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. desember 2020 23:55 Kirkja heilags Knúts í Óðinsvéum. EPA/Mikkel Berg Pedersen Danska þjóðkirkjan hvatti til þess fyrr í kvöld, kvöldið fyrir aðfangadag, að öllum jólaguðsþjónustum fram til 3. janúar verði aflýst. Þetta þýðir að þjóðkirkjan mælist til þess að engar jólamessur fari fram á aðfangadag. Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur, styður þau tilmæli biskupsumdæma landsins, sem þjóðkirkjan tekur undir, um að rétt sé að aflýsa jólamessum. „Við teljum það ekki lengur vera forsvaranlegt,“ segir Marianne Gaarden, biskup í Lolland-Falster biskupsdæmi við TV 2 en hún fundaði í kvöld með öðrum biskupum landsins. Félög prófasta og presta auk landssambands sóknarráða styðja ákvörðunina og mæla með því að guðsþjónusta verði felld niður til 3. janúar, sem er sami dagur og tímabundnar ráðstafanir sem gripið var til fyrir jólin vegna kórónuveirufaraldursins, eiga að óbreyttu að renna úr gildi. Skömmu áður en gerð var grein fyrir tilmælunum um að aflýsa skyldi öllum jólamessum höfðu heilbrigðisyfirvöld gefið út strangar leiðbeiningar um skilyrði sem þyrfti að uppfylla til að halda mætti guðsþjónustu nú á tímum heimsfaraldurs. Nú mæla yfirvöld meðal annars með því að guðsþjónusta vari að hámarki í 30 mínútur og að enginn söngur fari fram að því er segir í tilkynningu á heimasíðu kirkjumálaráðuneytisins. Þetta eru að sögn Marianne Gaarden tilmæli sem erfitt er að fylgja. „Þess vegna leggjum við til að allri jólaguðsþjónustu verði aflýst. Við metum það sem svo að nú sé of seint að gera breytingar á öllu skipulagi guðsþjónustu,“ segir hún. Hún telur að leiðbeiningar ráðuneytisins hafi borist allt of seint til að unnt sé að bregðast við og því sé ekki forsvaranlegt að halda messur. „Það er með sorg í hjarta sem við mælum með þessu, vegna þess að við viljum dreifa ljósi á þessum dimmu tímum. En nú er mælikvarðinn hvað varðar leiðbeiningar svo hár að við erum hrædd um að við náum ekki að uppfylla þau skilyrði sem eru sett,“ segir Gaarden. Trúmál Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
„Við teljum það ekki lengur vera forsvaranlegt,“ segir Marianne Gaarden, biskup í Lolland-Falster biskupsdæmi við TV 2 en hún fundaði í kvöld með öðrum biskupum landsins. Félög prófasta og presta auk landssambands sóknarráða styðja ákvörðunina og mæla með því að guðsþjónusta verði felld niður til 3. janúar, sem er sami dagur og tímabundnar ráðstafanir sem gripið var til fyrir jólin vegna kórónuveirufaraldursins, eiga að óbreyttu að renna úr gildi. Skömmu áður en gerð var grein fyrir tilmælunum um að aflýsa skyldi öllum jólamessum höfðu heilbrigðisyfirvöld gefið út strangar leiðbeiningar um skilyrði sem þyrfti að uppfylla til að halda mætti guðsþjónustu nú á tímum heimsfaraldurs. Nú mæla yfirvöld meðal annars með því að guðsþjónusta vari að hámarki í 30 mínútur og að enginn söngur fari fram að því er segir í tilkynningu á heimasíðu kirkjumálaráðuneytisins. Þetta eru að sögn Marianne Gaarden tilmæli sem erfitt er að fylgja. „Þess vegna leggjum við til að allri jólaguðsþjónustu verði aflýst. Við metum það sem svo að nú sé of seint að gera breytingar á öllu skipulagi guðsþjónustu,“ segir hún. Hún telur að leiðbeiningar ráðuneytisins hafi borist allt of seint til að unnt sé að bregðast við og því sé ekki forsvaranlegt að halda messur. „Það er með sorg í hjarta sem við mælum með þessu, vegna þess að við viljum dreifa ljósi á þessum dimmu tímum. En nú er mælikvarðinn hvað varðar leiðbeiningar svo hár að við erum hrædd um að við náum ekki að uppfylla þau skilyrði sem eru sett,“ segir Gaarden.
Trúmál Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira