„Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Sylvía Hall og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 25. desember 2020 16:11 Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Vísir Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. Jakob segir nauðsynlegt að skoða málið nánar, enda sé tæplega eðlilegt að yfir hundrað manns séu samankomnir þegar tíu manna samkomubann er í gildi. Það sé á ábyrgð prestsins að upplýsa söfnuðinn um slíkt. „Prestarnir hafa verið upplýstir af Biskupsstofu hvernig reglurnar eru í hvert skipti. Það er ábyrgð prestsins að upplýsa söfnuðinn og sjá til þess að reglunum sé fylgt.“ Vísir Veit ekki til þess að slíkt hafi gerst áður Aðspurður um hvort svo fjölmennar messur hafi átt sér stað á tímum samkomutakmarkana telur Jakob svo ekki vera. Þó hann sé ekki viss sé líklegt að hann hefði heyrt af slíkum samkomum í ljósi stöðu sinnar innan kirkjunnar. Hann segist áður hafa þurft að vísa fólki frá vegna þeirra reglna sem eru í gildi en undanfarnar vikur hafi ekki þurft að koma til þess. Kirkjan hafi gert sérstakar ráðstafanir. „Það hefur komið fyrir en svo hefur almennt verið mjög fámennt í messunum. Við höfum fjölgað messunum mikið til þess að hafa smáhópa í messunum. Ég var með messu í gær, jólamessu, og þá voru níu manns í kirkjunni og ég.“ Að mati Jakobs er líklegt að málið verði rætt nánar innan kirkjunnar. „Það verður að kanna þetta nánar, hvernig staðan er. Ég get ekki sagt meira í bili.“ Landakotskirkja.Vísir/Sigurjón „Faraldurinn er alvarlegt mál“ Jakob segist líta málið alvarlegum augum en hann telji kirkjuna öruggan stað. Þó sé ekki hægt að líta fram hjá því að reglurnar séu settar til þess að vernda líf og heilsu fólks og því verði að taka þessum málum alvarlega. Honum þykir þó skjóta skökku við að slíkar takmarkanir séu á helgihaldi þegar hundruð eru á sama tíma í verslunarmiðstöðvum og matvörubúðum. „Ég get allavega fullyrt að fram til þessa hefur aldrei nokkurn tímann verið hægt að rekja smit til kirkjuhalds, hvort sem það er hér eða í öðrum kirkjum. Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður. Ég hef upplifað aðra staði, til dæmis í Kringlunni, þar var vel talið hversu margir fóru inn í búðirnar en aftur á móti var fullt af fólki á almennu svæði – fleiri hundruð sem voru stundum þétt saman og það var ekkert talið. Ég veit ekki hvort er hættulegra.“ Hann segir skorta samræmi og Ísland sé ekki einsdæmi. Sjálfur hafi hann heyrt af sambærilegu í Frakklandi og Bandaríkjunum og yfir því hafi verið kvartað. Hann vilji áfram geta boðið upp á messur en býst ekki við því að þurfa að vísa fólki út í næstu messum, þrátt fyrir atvikið í gær. „Ég hef ekki þurft að gera það upp á síðkastið og fólk sem kemur passar mjög vel að halda mikilli fjarlægð. Maður talar ekki um tveggja metra fjarlægð heldur fimm, sex metra fjarlægð því kirkjan er stór og allir eru með grímur.“ Trúmál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Hugsanlegt brot á samkomubanni í kirkju á aðfangadagskvöld Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á ellefta tímanum í gærkvöldi um hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í kirkju í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði taldi hún um það bil fimmtíu manns ganga frá kirkjunni. 25. desember 2020 08:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Jakob segir nauðsynlegt að skoða málið nánar, enda sé tæplega eðlilegt að yfir hundrað manns séu samankomnir þegar tíu manna samkomubann er í gildi. Það sé á ábyrgð prestsins að upplýsa söfnuðinn um slíkt. „Prestarnir hafa verið upplýstir af Biskupsstofu hvernig reglurnar eru í hvert skipti. Það er ábyrgð prestsins að upplýsa söfnuðinn og sjá til þess að reglunum sé fylgt.“ Vísir Veit ekki til þess að slíkt hafi gerst áður Aðspurður um hvort svo fjölmennar messur hafi átt sér stað á tímum samkomutakmarkana telur Jakob svo ekki vera. Þó hann sé ekki viss sé líklegt að hann hefði heyrt af slíkum samkomum í ljósi stöðu sinnar innan kirkjunnar. Hann segist áður hafa þurft að vísa fólki frá vegna þeirra reglna sem eru í gildi en undanfarnar vikur hafi ekki þurft að koma til þess. Kirkjan hafi gert sérstakar ráðstafanir. „Það hefur komið fyrir en svo hefur almennt verið mjög fámennt í messunum. Við höfum fjölgað messunum mikið til þess að hafa smáhópa í messunum. Ég var með messu í gær, jólamessu, og þá voru níu manns í kirkjunni og ég.“ Að mati Jakobs er líklegt að málið verði rætt nánar innan kirkjunnar. „Það verður að kanna þetta nánar, hvernig staðan er. Ég get ekki sagt meira í bili.“ Landakotskirkja.Vísir/Sigurjón „Faraldurinn er alvarlegt mál“ Jakob segist líta málið alvarlegum augum en hann telji kirkjuna öruggan stað. Þó sé ekki hægt að líta fram hjá því að reglurnar séu settar til þess að vernda líf og heilsu fólks og því verði að taka þessum málum alvarlega. Honum þykir þó skjóta skökku við að slíkar takmarkanir séu á helgihaldi þegar hundruð eru á sama tíma í verslunarmiðstöðvum og matvörubúðum. „Ég get allavega fullyrt að fram til þessa hefur aldrei nokkurn tímann verið hægt að rekja smit til kirkjuhalds, hvort sem það er hér eða í öðrum kirkjum. Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður. Ég hef upplifað aðra staði, til dæmis í Kringlunni, þar var vel talið hversu margir fóru inn í búðirnar en aftur á móti var fullt af fólki á almennu svæði – fleiri hundruð sem voru stundum þétt saman og það var ekkert talið. Ég veit ekki hvort er hættulegra.“ Hann segir skorta samræmi og Ísland sé ekki einsdæmi. Sjálfur hafi hann heyrt af sambærilegu í Frakklandi og Bandaríkjunum og yfir því hafi verið kvartað. Hann vilji áfram geta boðið upp á messur en býst ekki við því að þurfa að vísa fólki út í næstu messum, þrátt fyrir atvikið í gær. „Ég hef ekki þurft að gera það upp á síðkastið og fólk sem kemur passar mjög vel að halda mikilli fjarlægð. Maður talar ekki um tveggja metra fjarlægð heldur fimm, sex metra fjarlægð því kirkjan er stór og allir eru með grímur.“
Trúmál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Hugsanlegt brot á samkomubanni í kirkju á aðfangadagskvöld Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á ellefta tímanum í gærkvöldi um hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í kirkju í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði taldi hún um það bil fimmtíu manns ganga frá kirkjunni. 25. desember 2020 08:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22
Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43
Hugsanlegt brot á samkomubanni í kirkju á aðfangadagskvöld Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á ellefta tímanum í gærkvöldi um hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í kirkju í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði taldi hún um það bil fimmtíu manns ganga frá kirkjunni. 25. desember 2020 08:15