„Þið eruð ekki ein“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 09:49 Elísabet Englandstrottning flutti sitt árlega jólaávarp í gær. AP/Victoria Jones Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ Drottningin sem er orðin 94 ára sagði heimsfaraldurinn hafa þjappað fólki saman, þrátt fyrir að hafa valdið miklum erfiðleikum. Líkt og svo margir aðrir varði drottningin jólunum án fjölskyldu sinnar. Hún og eiginmaður hennar Filippus vörðu jólunum í Windsor-kastala en ekki á Sandringham sveitasetrinu með fjölskyldunni líkt og venjulega. „Merkilega, þá hefur ár, þar sem fólki var að nauðsynju haldið í sundur, á margan hátt þjappað okkur betur saman,“ sagði drottningin í ávarpi sínu. Hún sagði konungsfjölskylduna hafa fengið innblástur frá því fólki sem hefur gegnt sjálfboðastarfi í samfélaginu. „Í Bretlandi og um heim allan hefur fólk með stórkostlegum hætti risið upp og mætt áskorunum þessa árs, og ég er svo stolt og hrærð yfir þessum hljóðláta og þrautseiga anda,“ sagði drottningin. „Auðvitað fyrir marga fylgir þessum tíma árs mikil sorg. Sumir syrgja missi ástvina og aðrir sakna vina og fjölskyldumeðlima sem eru fjarri af öryggisástæðum, þegar það sem þau virkilega vilja í jólagjöf er einfalt faðmlag eða þétt tak um höndina,“ bætti drottningin við. „Ef þið eruð meðal þeirra, þá eruð þið ekki ein,“ sagði drottningin sem þakkaði jafnframt sérstaklega ungu fólki, framlínustarfsfólki og miskunsömum samverjum sem hafi sýnt öllum umhyggju og virðingu. Jól Bretland Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Drottningin sem er orðin 94 ára sagði heimsfaraldurinn hafa þjappað fólki saman, þrátt fyrir að hafa valdið miklum erfiðleikum. Líkt og svo margir aðrir varði drottningin jólunum án fjölskyldu sinnar. Hún og eiginmaður hennar Filippus vörðu jólunum í Windsor-kastala en ekki á Sandringham sveitasetrinu með fjölskyldunni líkt og venjulega. „Merkilega, þá hefur ár, þar sem fólki var að nauðsynju haldið í sundur, á margan hátt þjappað okkur betur saman,“ sagði drottningin í ávarpi sínu. Hún sagði konungsfjölskylduna hafa fengið innblástur frá því fólki sem hefur gegnt sjálfboðastarfi í samfélaginu. „Í Bretlandi og um heim allan hefur fólk með stórkostlegum hætti risið upp og mætt áskorunum þessa árs, og ég er svo stolt og hrærð yfir þessum hljóðláta og þrautseiga anda,“ sagði drottningin. „Auðvitað fyrir marga fylgir þessum tíma árs mikil sorg. Sumir syrgja missi ástvina og aðrir sakna vina og fjölskyldumeðlima sem eru fjarri af öryggisástæðum, þegar það sem þau virkilega vilja í jólagjöf er einfalt faðmlag eða þétt tak um höndina,“ bætti drottningin við. „Ef þið eruð meðal þeirra, þá eruð þið ekki ein,“ sagði drottningin sem þakkaði jafnframt sérstaklega ungu fólki, framlínustarfsfólki og miskunsömum samverjum sem hafi sýnt öllum umhyggju og virðingu.
Jól Bretland Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira