Körfubolti

NBA: Harden og McCollum með 44 stig á mann í framlengdum leik

Ísak Hallmundarson skrifar
CJ McCollum skoraði sigurkörfu Portland í nótt og setti niður níu þriggja stiga körfur í leiknum.
CJ McCollum skoraði sigurkörfu Portland í nótt og setti niður níu þriggja stiga körfur í leiknum. getty/Steph Chambers

Það fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í gær.

Sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport var spennandi viðureign Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies þar sem ungstirnin bráðskemmtilegu Trae Young og Ja Morant mættust.

Það var Atlanta sem hafði betur að lokum í jöfnum leik, 122-112. Trae Young var stigahæstur með 36 stig auk þess að gefa níu stoðsendingar. Ja Morant var stigahæstur í tapliðinu með 28 stig auk þess að gefa sjö stoðsendingar.

Leikur kvöldsins var líklega leikur Houston Rockets og Portland Trail Blazers. James Harden og CJ McCollum skoruðu báðir 44 stig og var Harden fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora yfir 40 stig og gefa yfir 15 stoðsendingar í fyrsta leik sínum á tímabili, en hann var með 17 stoðsendingar. 

Lið hans mátti þó þola tveggja stiga tap, 126-128 fyrir Portland í framlengdum leik þar sem McCollum skoraði sigurkörfuna af þriggja stiga línunni þegar um sjö sekúndur voru eftir.

Öll úrslit næturinnar:

Memphis Grizzlies 112-122 Atalanta Hawks

Charlotte Hornets 107-109 Oklahoma City Thunder

Detroit Pistons 119-128 Cleveland Cavaliers

Washington Wizards 120-130 Orlando Magic

New York Knicks 89-109 Philadelphia 76ers

Chicago Bulls 106-125 Indiana Pacers

San Antonio Spurs 119-114 Toronto Raptors

Utah Jazz 111-116 Minnesota Timberwolves

Portland Trailblazers 128-126 Houston Rockets

Sacramento Kings 106-103 Phoenix Suns

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×