Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Sylvía Hall skrifar 27. desember 2020 09:00 Hertar aðgerðir tóku gildi víða í Bretlandi í gær. Jason Alden/Getty Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. Telja þeir nauðsynlegt að öll svæði landsins verða færð á fjórða stig, sem er hæsta stig viðbúnaðar vegna kórónuveirunnar, vegna nýja afbrigðisins sem hefur verið í mikilli útbreiðslu í landinu. Frá þessu er greint á vef Guardian. Landinu hefur verið skipt upp í svæði og þau flokkuð eftir því hversu hröð útbreiðslan er og hversu mikið álag er á sjúkrahúsum á svæðinu. Fjórða stig er efsta stig, og felur það í sér að öllum ónauðsynlegum verslunum er lokað og fólki gert að halda sig heima nema það hafi ástæðu til þess að ferðast á milli staða vegna vinnu eða skóla. Afbrigðið sem um ræðir hefur verið mikið til umfjöllunar, en það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó er ekkert sem bendir til þess að það valdi verri veikindum en önnur afbrigði þó það nái að dreifa sér hraðar. Kennarasambönd í landinu hafa tekið undir hugmyndir vísindamannanna og sagt mikilvægt að skólar verði lokaðir til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. Vísbendingar séu um að það sé sérstaklega smitandi í börnum. Nýja afbrigðið er í mikilli útbreiðslu í Bretlandi.Getty Ferðast með ferðalöngum frá Bretlandi Undanfarna daga hefur verið greint frá því í fjölmiðlum að afbrigðið hafi greinst á fleiri stöðum og tengjast öll tilfellin fólki sem nýlega hefur komið frá Bretlandi. Í gær var greint frá því að það hefði fundist í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð en áður hafði það verið staðfest í Danmörku, Hollandi, Ástralíu og Japan. Þá hefur afbrigðið tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, síðast þann 20. desember síðastliðinn. Bólusetningar hófust fyrr í mánuðinum í Bretlandi og munu þær hefjast í aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag. Á þriðjudag mun Ísland byrja að bólusetja fyrstu forgangshópa með þeim skömmtum sem væntanlegir á mánudag. Smitum hefur þrátt fyrir það farið ört fjölgandi í Bretlandi og fjölgaði þeim um 25 prósent milli vikna. Hertar aðgerðir tóku gildi víða í gær á þeim svæðum sem eru á fjórða stigi viðbúnaðar og munu þær vera í gildi yfir hátíðirnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Nýja afbrigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur. 26. desember 2020 13:48 Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur. 26. desember 2020 11:31 Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Telja þeir nauðsynlegt að öll svæði landsins verða færð á fjórða stig, sem er hæsta stig viðbúnaðar vegna kórónuveirunnar, vegna nýja afbrigðisins sem hefur verið í mikilli útbreiðslu í landinu. Frá þessu er greint á vef Guardian. Landinu hefur verið skipt upp í svæði og þau flokkuð eftir því hversu hröð útbreiðslan er og hversu mikið álag er á sjúkrahúsum á svæðinu. Fjórða stig er efsta stig, og felur það í sér að öllum ónauðsynlegum verslunum er lokað og fólki gert að halda sig heima nema það hafi ástæðu til þess að ferðast á milli staða vegna vinnu eða skóla. Afbrigðið sem um ræðir hefur verið mikið til umfjöllunar, en það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó er ekkert sem bendir til þess að það valdi verri veikindum en önnur afbrigði þó það nái að dreifa sér hraðar. Kennarasambönd í landinu hafa tekið undir hugmyndir vísindamannanna og sagt mikilvægt að skólar verði lokaðir til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. Vísbendingar séu um að það sé sérstaklega smitandi í börnum. Nýja afbrigðið er í mikilli útbreiðslu í Bretlandi.Getty Ferðast með ferðalöngum frá Bretlandi Undanfarna daga hefur verið greint frá því í fjölmiðlum að afbrigðið hafi greinst á fleiri stöðum og tengjast öll tilfellin fólki sem nýlega hefur komið frá Bretlandi. Í gær var greint frá því að það hefði fundist í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð en áður hafði það verið staðfest í Danmörku, Hollandi, Ástralíu og Japan. Þá hefur afbrigðið tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, síðast þann 20. desember síðastliðinn. Bólusetningar hófust fyrr í mánuðinum í Bretlandi og munu þær hefjast í aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag. Á þriðjudag mun Ísland byrja að bólusetja fyrstu forgangshópa með þeim skömmtum sem væntanlegir á mánudag. Smitum hefur þrátt fyrir það farið ört fjölgandi í Bretlandi og fjölgaði þeim um 25 prósent milli vikna. Hertar aðgerðir tóku gildi víða í gær á þeim svæðum sem eru á fjórða stigi viðbúnaðar og munu þær vera í gildi yfir hátíðirnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Nýja afbrigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur. 26. desember 2020 13:48 Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur. 26. desember 2020 11:31 Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Nýja afbrigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur. 26. desember 2020 13:48
Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur. 26. desember 2020 11:31
Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00