Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 10:57 „Ég er með fiðrildi í maganum, ég er svo spennt,“ sagði ráðherrann þegar bóluefnið kom í hús. Vísir/Vilhelm „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. Svandís sagði samstöðu þjóðarinnar, Norðurlandanna og Evrópuþjóðanna að þakka að bólusetning væri í þann mund að hefjast hér á landi. Íslendingar væru lánsamir að hafa átt í breiðu og góðu samstarfi við aðrar þjóðir og þannig tryggt sér fleiri skammta en þörf væri á. Umframskammtar færu til þurfandi þjóða ef til þess kæmi. Svandís benti á að bóluefnið frá Pfizer væri það eina sem hefði fengið leyfi í Evrópu, enn sem komið er, en margt myndi skýrast á næstu dögum og vikum. 50 þúsund skammtar væru væntanlegir fram í mars. Þá greindi hún frá því að samningur við Moderna yrði undirritaður 30. desember og leyfi væri væntanlegt í janúar. Þá væri leyfi fyrir bóluefnið frá AstraZeneca einnig handan við hornið. „Ég legg til að við höldum brosinu á andlitinu sem allra lengst og munum hverju er um að þakka; það er samstöðunni, samstarfinu og alveg ótrúlegu úthaldi, þolgæði og bjarsýni sem við höfum búið að allan þennan faraldur og allt þetta ár. Og megi þessi bólusetning sem er að hefjast á morgun vera fyrirboði um árið 2021; árið sem við náum undirtökunum í baráttunni við Covid-19.“ Eftir athöfnina í húsakynnum Distica sagði Svandís í samtali við Vísi að þótt kassarnir væru ekki stórir væru þeir sögulegir. Stutt væri í að upplýsingar fengjust um hversu mikið af bóluefnum Moderna og AstraZeneca Íslendingar fengju. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00 Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Svandís sagði samstöðu þjóðarinnar, Norðurlandanna og Evrópuþjóðanna að þakka að bólusetning væri í þann mund að hefjast hér á landi. Íslendingar væru lánsamir að hafa átt í breiðu og góðu samstarfi við aðrar þjóðir og þannig tryggt sér fleiri skammta en þörf væri á. Umframskammtar færu til þurfandi þjóða ef til þess kæmi. Svandís benti á að bóluefnið frá Pfizer væri það eina sem hefði fengið leyfi í Evrópu, enn sem komið er, en margt myndi skýrast á næstu dögum og vikum. 50 þúsund skammtar væru væntanlegir fram í mars. Þá greindi hún frá því að samningur við Moderna yrði undirritaður 30. desember og leyfi væri væntanlegt í janúar. Þá væri leyfi fyrir bóluefnið frá AstraZeneca einnig handan við hornið. „Ég legg til að við höldum brosinu á andlitinu sem allra lengst og munum hverju er um að þakka; það er samstöðunni, samstarfinu og alveg ótrúlegu úthaldi, þolgæði og bjarsýni sem við höfum búið að allan þennan faraldur og allt þetta ár. Og megi þessi bólusetning sem er að hefjast á morgun vera fyrirboði um árið 2021; árið sem við náum undirtökunum í baráttunni við Covid-19.“ Eftir athöfnina í húsakynnum Distica sagði Svandís í samtali við Vísi að þótt kassarnir væru ekki stórir væru þeir sögulegir. Stutt væri í að upplýsingar fengjust um hversu mikið af bóluefnum Moderna og AstraZeneca Íslendingar fengju.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00 Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Bein útsending: Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00
Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19