Telur að samstarf við Pfizer geti svarað mikilvægum spurningum fyrir heimsbyggðina Tryggvi Páll Tryggvason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. desember 2020 11:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er hóflega bjartsýnn á að það takist að koma á samstarfi við Pfizer um bólusetningu þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason telur að mögulegt rannsóknarsamstarf við bandaríska lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sem fyrst, geti svarað mikilvægum spurningum um bóluefnið fyrir heimsbyggðina alla. Greint var frá því yfir hátíðisdagana að Þórólfur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafi báðir rætt það við Pfizer að fá hingað til lands fleiri skammta af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 fyrr en reiknað er með. Sagðist Þórólfur hafa viðrað þá hugmynd að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári og Þórólfur munu á næstunni funda með Pfizer til þess að athuga hvort grundvöllur sé fyrir slíku samstarfi. Vilja svara ósvöruðum spurningum Fyrstu tíu þúsund skammtar bóluefnis Pfizer bárust hingað til lands í dag. Eftir afhendingu bóluefnisins var Þórólfur spurður út í þetta mögulega samstarf. „Við erum að skoða alla möguleika og reyna þannig að efla rannsóknir og svara mörgum spurningum sem eru ósvarað með bólusetningar,“ svaraði Þórólfur en viðtal fréttastofu við hann má sjá hér í spilaranum að neðan. „Hvernig verður virknin á bóluefninu á hina mismunandi stofna veirunnar, hvernig náum við hjarðónæmi, hvað gerist ef við slökum vel á eftir að hafa bólusett marga og svo framvegis. Þetta eru mjög mikilvægar spurningum fyrir okkur og mjög mikilvægar spurningar og svör fyrir aðrar þjóðir líka,“ sagði Þórólfur. Hóflega bjartsýnn Viðræðurnar eru skammt á veg komnnar. „Við höldum að við getum svarað þessum spurningum hér á Íslandi og þess vegna höfum við fært þetta í tal við Pfizer en þetta er á algjörum byrjunarreit,“ sagði Þórólfur. Sagði Þórólfur að á dagskrá í vikunni væru fundir með Pfizer til þess að svara fyrstu spurningunum sem upp koma varðandi mögulegt samstarf. Ertu bjartsýnn? „Bara hóflega eins og ég er búinn að vera allan tímann. Við tökum bara eitt skref í einu og sjáum hverju það skilar. Svo tökum við annað skref.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Þrír greindust með kórónuveiruna í gær Þrír greindust með kórónuveiruna í gær. Tveir voru í sóttkví við greiningu, en einn ekki. 28. desember 2020 10:51 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Greint var frá því yfir hátíðisdagana að Þórólfur og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafi báðir rætt það við Pfizer að fá hingað til lands fleiri skammta af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 fyrr en reiknað er með. Sagðist Þórólfur hafa viðrað þá hugmynd að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári og Þórólfur munu á næstunni funda með Pfizer til þess að athuga hvort grundvöllur sé fyrir slíku samstarfi. Vilja svara ósvöruðum spurningum Fyrstu tíu þúsund skammtar bóluefnis Pfizer bárust hingað til lands í dag. Eftir afhendingu bóluefnisins var Þórólfur spurður út í þetta mögulega samstarf. „Við erum að skoða alla möguleika og reyna þannig að efla rannsóknir og svara mörgum spurningum sem eru ósvarað með bólusetningar,“ svaraði Þórólfur en viðtal fréttastofu við hann má sjá hér í spilaranum að neðan. „Hvernig verður virknin á bóluefninu á hina mismunandi stofna veirunnar, hvernig náum við hjarðónæmi, hvað gerist ef við slökum vel á eftir að hafa bólusett marga og svo framvegis. Þetta eru mjög mikilvægar spurningum fyrir okkur og mjög mikilvægar spurningar og svör fyrir aðrar þjóðir líka,“ sagði Þórólfur. Hóflega bjartsýnn Viðræðurnar eru skammt á veg komnnar. „Við höldum að við getum svarað þessum spurningum hér á Íslandi og þess vegna höfum við fært þetta í tal við Pfizer en þetta er á algjörum byrjunarreit,“ sagði Þórólfur. Sagði Þórólfur að á dagskrá í vikunni væru fundir með Pfizer til þess að svara fyrstu spurningunum sem upp koma varðandi mögulegt samstarf. Ertu bjartsýnn? „Bara hóflega eins og ég er búinn að vera allan tímann. Við tökum bara eitt skref í einu og sjáum hverju það skilar. Svo tökum við annað skref.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Þrír greindust með kórónuveiruna í gær Þrír greindust með kórónuveiruna í gær. Tveir voru í sóttkví við greiningu, en einn ekki. 28. desember 2020 10:51 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19
Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57
Þrír greindust með kórónuveiruna í gær Þrír greindust með kórónuveiruna í gær. Tveir voru í sóttkví við greiningu, en einn ekki. 28. desember 2020 10:51