„Íslenska landsliðið er ekki þjálfarabúðir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2020 09:01 Arnar Þór Viðarsson var þjálfari U-21 árs landsliðsins áður en hann tók við karlalandsliðinu. vísir/bára Henry Birgir Gunnarsson er ekki viss um að Arnar Þór Viðarsson búi yfir nógu mikilli reynslu til að vera þjálfari íslenska karlalandsliðsins og segir að hann sé að taka of stórt stökk á þjálfaraferlinum. Tveimur dögum fyrir jól var Arnar kynntur sem nýr landsliðsþjálfari. Hann gerði tveggja ára samning við KSÍ. Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen. Ráðning Arnars var til umræðu í Sportinu í dag. Henry Birgir setur spurningarmerki við hana og er ekki viss hvort Arnar hafi lagt nógu mikið inn í reynslubankann fyrir landsliðsþjálfarastarfið. „Ég hef trú á Arnari sem þjálfara en að því sögðu er íslenska landsliðið er ekki þjálfarabúðir. Sá sem á að stýra íslenska landsliðinu í fótbolta finnst mér að eigi að hafa mikla reynslu og hafa verið í þessu í langan tíma. Mér finnst að landsliðsþjálfari eigi ekki að sleppa svona mörgum tröppum á leiðinni og þurfi svo að læra sem landsliðsþjálfari,“ sagði Henry Birgir. „Þetta er of stórt starf og mér finnst stökkið of stórt. Ég er ekki sammála þessari ráðningu þótt ég hafi trú á Arnari og held hann eigi eftir að spjara sig. Þú átt að gera mistökin og læra annars staðar en með karlalandsliðið. Ég vona að Arnari gangi frábærlega og held hann eigi eftir að verða aðsópsmikill þjálfari í framtíðinni en ég get ekki alveg kvittað upp á þetta.“ Kjartan Atli Kjartansson spurði Henry Birgi hvort Heimir Hallgrímsson hefði búið yfir meiri reynslu þegar hann tók við íslenska landsliðinu en Arnar núna. „Heimir Hallgrímsson var útskrifaður úr landsliðsþjálfaraskóla Lars Lagerbäck,“ svaraði Henry Birgir. „Lars bjó til þetta umhverfi sem hefur verið hérna og Heimir var hans hægri hönd og með honum og kunni þetta upp á tíu. Það var fullkomlega rökrétt framhald. Mér finnst vera stór munur á því.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Tveimur dögum fyrir jól var Arnar kynntur sem nýr landsliðsþjálfari. Hann gerði tveggja ára samning við KSÍ. Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen. Ráðning Arnars var til umræðu í Sportinu í dag. Henry Birgir setur spurningarmerki við hana og er ekki viss hvort Arnar hafi lagt nógu mikið inn í reynslubankann fyrir landsliðsþjálfarastarfið. „Ég hef trú á Arnari sem þjálfara en að því sögðu er íslenska landsliðið er ekki þjálfarabúðir. Sá sem á að stýra íslenska landsliðinu í fótbolta finnst mér að eigi að hafa mikla reynslu og hafa verið í þessu í langan tíma. Mér finnst að landsliðsþjálfari eigi ekki að sleppa svona mörgum tröppum á leiðinni og þurfi svo að læra sem landsliðsþjálfari,“ sagði Henry Birgir. „Þetta er of stórt starf og mér finnst stökkið of stórt. Ég er ekki sammála þessari ráðningu þótt ég hafi trú á Arnari og held hann eigi eftir að spjara sig. Þú átt að gera mistökin og læra annars staðar en með karlalandsliðið. Ég vona að Arnari gangi frábærlega og held hann eigi eftir að verða aðsópsmikill þjálfari í framtíðinni en ég get ekki alveg kvittað upp á þetta.“ Kjartan Atli Kjartansson spurði Henry Birgi hvort Heimir Hallgrímsson hefði búið yfir meiri reynslu þegar hann tók við íslenska landsliðinu en Arnar núna. „Heimir Hallgrímsson var útskrifaður úr landsliðsþjálfaraskóla Lars Lagerbäck,“ svaraði Henry Birgir. „Lars bjó til þetta umhverfi sem hefur verið hérna og Heimir var hans hægri hönd og með honum og kunni þetta upp á tíu. Það var fullkomlega rökrétt framhald. Mér finnst vera stór munur á því.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti