Klár í sprautuna: „Það sögðu allir nei, nema ég“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2020 15:57 Frá starfinu í Seljahlíð. Reykjavíkurborg Þorleifur Hauksson verður fyrsti íbúi á hjúkrunarheimili til þess að fá bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Eins og fram hefur komið eru framlínustarfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilum í forgangi. Heilbrigðisstarfsmaður í framlínu verður sprautaður með bóluefni um klukkan 9 í fyrramálið. Bólusetningin mun fara fram á fjarfundi sem sendur verður út í beinni útsendingu, meðal annars á Vísi. Útsendingin verður í anda upplýsingafunda almannavarna sem verið hafa á árinu. Næsti hópur í röðinni er starfsfólk Landspítalans og fólk á hjúkunarheimilum. Í seinni hópnum er það Þorleifur, sem er 63 ára, sem fær fyrstu sprautuna. „Seljahlíð hafði verið valin. Það var talað við fjórar manneskjur og ég var ein af þeim. Það sögðu allir nei, nema ég,“ segir Þorleifur í samtali við Vísi. Og ástæðan? „Mér fannst þetta svolítið spennandi.“ Ekki vitund stressaður Þorleifur hefur verið íbúi í Seljahlíð í hálft annað ár. Tvö ár í júní. Hann segir Margréti Árdísi Ósvaldsdóttur, forstöðumann í Seljahlíð, hafa spurt hann á Þorláksmessu hvort hann hefði áhuga. Hann hafi beðið um umhugsunartíma á meðan hún spyrði aðra. „Svo kom hún og spurði mig þegar hún var búin að tala við þessa hina þrjá, þá sagði ég já.“ Þorleifur er ekki vitund stressaður fyrir Covid-19 sprautu frekar en öðrum sprautum. „Þetta er ekkert öðruvísi en að fá aðra sprautu,“ segir Þorleifur. Aðspurður hvort fjölmiðlafárið verði ekki kannski örlítið meira en við fyrri sprautur hans á lífsleiðinni játar hann að eiga von á því. Erfitt að neita því enda fárið í raun hafið með þessu viðtali. Raunar stefnir Vísir á að vera í beinni útsendingu úr Seljahlíð í fyrramálið klukkan tíu þegar Þorleifur verður sprautaður. Reiknar með að sofa vel í nótt „Þetta leggst bara vel í mig,“ segir Þorleifur. Hann lætur vel af veru sinni í Seljahlíð og minnir á að ekkert kórónuveirusmit hafi komið upp þar. Mjög vel sé passað upp á sóttvarnir og þar fari enginn inn án grímu. Þorleifur nefnir að hann eigi fjóra bræður sem geti aðeins heimsótt hann hver fyrir sig. Þá verði þeir að tilkynna um komu sína fyrir fram. Hann metur það þó þannig að meiri liðleiki sé í Seljahlíð en til dæmis á Droplaugastöðum þar sem faðir hans er. Enda sé fjöldinn töluvert meiri þar. Bólusetningin fer fram í matsalnum á fyrstu hæðinni í Seljahlíð í fyrramálið að sögn Þorleifs. Aðgangur fjölmiðla verður einhver en þó innan þess ramma sem reglur um sóttvarnir skapa. „Ég mun sofa vel, ég er vanur því,“ segir Þorleifur um komandi nótt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmaður í framlínu verður sprautaður með bóluefni um klukkan 9 í fyrramálið. Bólusetningin mun fara fram á fjarfundi sem sendur verður út í beinni útsendingu, meðal annars á Vísi. Útsendingin verður í anda upplýsingafunda almannavarna sem verið hafa á árinu. Næsti hópur í röðinni er starfsfólk Landspítalans og fólk á hjúkunarheimilum. Í seinni hópnum er það Þorleifur, sem er 63 ára, sem fær fyrstu sprautuna. „Seljahlíð hafði verið valin. Það var talað við fjórar manneskjur og ég var ein af þeim. Það sögðu allir nei, nema ég,“ segir Þorleifur í samtali við Vísi. Og ástæðan? „Mér fannst þetta svolítið spennandi.“ Ekki vitund stressaður Þorleifur hefur verið íbúi í Seljahlíð í hálft annað ár. Tvö ár í júní. Hann segir Margréti Árdísi Ósvaldsdóttur, forstöðumann í Seljahlíð, hafa spurt hann á Þorláksmessu hvort hann hefði áhuga. Hann hafi beðið um umhugsunartíma á meðan hún spyrði aðra. „Svo kom hún og spurði mig þegar hún var búin að tala við þessa hina þrjá, þá sagði ég já.“ Þorleifur er ekki vitund stressaður fyrir Covid-19 sprautu frekar en öðrum sprautum. „Þetta er ekkert öðruvísi en að fá aðra sprautu,“ segir Þorleifur. Aðspurður hvort fjölmiðlafárið verði ekki kannski örlítið meira en við fyrri sprautur hans á lífsleiðinni játar hann að eiga von á því. Erfitt að neita því enda fárið í raun hafið með þessu viðtali. Raunar stefnir Vísir á að vera í beinni útsendingu úr Seljahlíð í fyrramálið klukkan tíu þegar Þorleifur verður sprautaður. Reiknar með að sofa vel í nótt „Þetta leggst bara vel í mig,“ segir Þorleifur. Hann lætur vel af veru sinni í Seljahlíð og minnir á að ekkert kórónuveirusmit hafi komið upp þar. Mjög vel sé passað upp á sóttvarnir og þar fari enginn inn án grímu. Þorleifur nefnir að hann eigi fjóra bræður sem geti aðeins heimsótt hann hver fyrir sig. Þá verði þeir að tilkynna um komu sína fyrir fram. Hann metur það þó þannig að meiri liðleiki sé í Seljahlíð en til dæmis á Droplaugastöðum þar sem faðir hans er. Enda sé fjöldinn töluvert meiri þar. Bólusetningin fer fram í matsalnum á fyrstu hæðinni í Seljahlíð í fyrramálið að sögn Þorleifs. Aðgangur fjölmiðla verður einhver en þó innan þess ramma sem reglur um sóttvarnir skapa. „Ég mun sofa vel, ég er vanur því,“ segir Þorleifur um komandi nótt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira