Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 13:31 Heilbrigðisstarfsmenn þrífa ingang sjúkrahúss í Wuhan í janúar. AP/Dake Kang Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. Um 34 þúsund íbúar borgarinnar fóru í mótefnaskimun og kom í ljós að af þeim höfðu 4,43 prósent þeirra smitast. Um ellefu milljónir manna búa í Wuhan en opinberar tölur þar segja að einungis 50.354 hafi í raun smitast. Séu niðurstöður mótefnaskimunarinnar færðar yfir á alla íbúa borgarinnar, áætla sérfræðingar Sóttvarnastofnunar Kína að nærri því hálf milljón hafi mögulega smitast. Sagt er frá þessari rannsókn í frétt CNN. Þar segir að sambærilegar skimanir í öðrum borgum Hubeihéraðs hafi sýnt fram á að mun færri hafi smitast þar. Í skjölum Sóttvarnastofnunar Kína sem hafði verið lekið til CNN kemur fram að raunverulegum fjölda smitaðra var í raun leynt. Lægri tölur hafi verið gefnar opinberlega en raunverulegar upplýsingar stofnunarinnar hafi sagt til um. Þá hefur verið gripið til harðra aðgerða gegn fólki sem reyndi að dreifa upplýsingum um hvað var að gerast í Wuhan þegar borginni var svo gott sem lokað á sínum tíma. Þann 23. janúar voru allar samgöngur til og frá Wuhan stöðvaðar auk þess sem almenningssamgöngum innan borgarinnar var lokað. Fyrirtækjum var lokað og íbúum borgarinnar gert að halda til á heimilum sínum. Þannig var ástandið í 76 daga. Sóttvarnastofnun Kína segir niðurstöður rannsóknarinnar sem sagt er frá hér að ofan til marks um að þessar aðgerðir hafi borið árangur. Veiran hafi að mestu verið einangruð í Wuhan og hafi náð lítilli dreifingu annarsstaðar í Kína. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41 Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að á tuttugu manns greindust með Covid-19 í þremur borgum á síðustu viku. 23. nóvember 2020 11:12 Borgin Wuhan opnuð á ný Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði. 8. apríl 2020 06:56 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Um 34 þúsund íbúar borgarinnar fóru í mótefnaskimun og kom í ljós að af þeim höfðu 4,43 prósent þeirra smitast. Um ellefu milljónir manna búa í Wuhan en opinberar tölur þar segja að einungis 50.354 hafi í raun smitast. Séu niðurstöður mótefnaskimunarinnar færðar yfir á alla íbúa borgarinnar, áætla sérfræðingar Sóttvarnastofnunar Kína að nærri því hálf milljón hafi mögulega smitast. Sagt er frá þessari rannsókn í frétt CNN. Þar segir að sambærilegar skimanir í öðrum borgum Hubeihéraðs hafi sýnt fram á að mun færri hafi smitast þar. Í skjölum Sóttvarnastofnunar Kína sem hafði verið lekið til CNN kemur fram að raunverulegum fjölda smitaðra var í raun leynt. Lægri tölur hafi verið gefnar opinberlega en raunverulegar upplýsingar stofnunarinnar hafi sagt til um. Þá hefur verið gripið til harðra aðgerða gegn fólki sem reyndi að dreifa upplýsingum um hvað var að gerast í Wuhan þegar borginni var svo gott sem lokað á sínum tíma. Þann 23. janúar voru allar samgöngur til og frá Wuhan stöðvaðar auk þess sem almenningssamgöngum innan borgarinnar var lokað. Fyrirtækjum var lokað og íbúum borgarinnar gert að halda til á heimilum sínum. Þannig var ástandið í 76 daga. Sóttvarnastofnun Kína segir niðurstöður rannsóknarinnar sem sagt er frá hér að ofan til marks um að þessar aðgerðir hafi borið árangur. Veiran hafi að mestu verið einangruð í Wuhan og hafi náð lítilli dreifingu annarsstaðar í Kína.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41 Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að á tuttugu manns greindust með Covid-19 í þremur borgum á síðustu viku. 23. nóvember 2020 11:12 Borgin Wuhan opnuð á ný Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði. 8. apríl 2020 06:56 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22
Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41
Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að á tuttugu manns greindust með Covid-19 í þremur borgum á síðustu viku. 23. nóvember 2020 11:12
Borgin Wuhan opnuð á ný Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði. 8. apríl 2020 06:56