„Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum“ Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 17:54 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að margir sem starfa í heilbrigðisþjónustu og telja sig útsetta fyrir kórónuveirusmiti munu þurfa að bíða í einhvern tíma eftir bóluefni þar sem þeir eru ekki fremstir í forgangsröðuninni. Sjúkraflutningamenn hafa gagnrýnt mjög að vera í fjórða forgangshópi samkvæmt reglugerð á meðan annað heilbrigðisstarfsfólk er í fyrstu hópum. Vísir greindi frá því í gær að kurr væri í félagsmönnum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna forgangsröðunar. Í „fullkomnum heimi“ ættu þeir að vera í fyrsta eða öðrum forgangshópi að mati formannsins. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu í dag að forgangsröðunin tæki mið af fyrirliggjandi reglugerð, og við gerð hennar hafi verið metið hvaða hópar þyrftu fyrst að fá bólusetningu. Þeir heilbrigðisstarfsmenn sem störfuðu mest með sjúklingum væru hvað útsettir og því væru þeir, ásamt öldruðum, í fyrsta forgangshópi. „Við settum í forgang heilbrigðisstarfsmenn sem eru hvað mest útsettir fyrir veirunni og þannig líklegastir til að sýkjast. Það eru þeir sem eru yfir sjúklingum, það þarf að soga, það getur komið mikið úðasmit frá þessum einstaklingum. Þess vegna eru þeir í forgangi. Svo náttúrulega aldraðir, þar sem dánartalan er hæst. Þetta eru þeir hópar, sérstaklega aldraðir, sem við viljum einbeita okkur að núna til þess að forða frá sýkingunni.“ Aðrir myndu færast aftar Bólusetningar með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer hófust á Íslandi í gær með fyrstu skömmtunum sem komu hingað til lands. Starfsmenn á gjörgæsludeild og bráðamóttöku fengu fyrstu sprauturnar og því næst var hafist handa við að bólusetja heimilismenn á hjúkrunarheimilum, auk annarra heilbrigðisstarfsmanna í framlínu. Með þessari fyrstu sendingu komu tíu þúsund skammtar sem duga til þess að bólusetja fimm þúsund manns. Þórólfur segir ljóst að á meðan bóluefni er af skornum skammti mun koma upp ákveðin tregða í hópum sem langar í bóluefnið. Það sé þó jákvætt að fólk sé jafn tilbúið að láta bólusetja sig og raun ber vitni. „Það eru margir sem vilja vera framarlega og fremst í röðinni en það geta ekki allir verið fremstir. Ef einhver hópur fer fram fyrir þá eru aðrir sem fara aftur og fá ekki bóluefni. Það eru margir sem eru óánægðir með að vera ekki framarlega en það sýnir bara áhugann á bólusetningunni,“ segir Þórólfur. „Á meðan við fáum ekki meira bóluefni þá verður svona kraumandi óánægja að fá ekki bóluefni, en það er lítið við því að gera. Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. 28. desember 2020 19:20 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að kurr væri í félagsmönnum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna forgangsröðunar. Í „fullkomnum heimi“ ættu þeir að vera í fyrsta eða öðrum forgangshópi að mati formannsins. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu í dag að forgangsröðunin tæki mið af fyrirliggjandi reglugerð, og við gerð hennar hafi verið metið hvaða hópar þyrftu fyrst að fá bólusetningu. Þeir heilbrigðisstarfsmenn sem störfuðu mest með sjúklingum væru hvað útsettir og því væru þeir, ásamt öldruðum, í fyrsta forgangshópi. „Við settum í forgang heilbrigðisstarfsmenn sem eru hvað mest útsettir fyrir veirunni og þannig líklegastir til að sýkjast. Það eru þeir sem eru yfir sjúklingum, það þarf að soga, það getur komið mikið úðasmit frá þessum einstaklingum. Þess vegna eru þeir í forgangi. Svo náttúrulega aldraðir, þar sem dánartalan er hæst. Þetta eru þeir hópar, sérstaklega aldraðir, sem við viljum einbeita okkur að núna til þess að forða frá sýkingunni.“ Aðrir myndu færast aftar Bólusetningar með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer hófust á Íslandi í gær með fyrstu skömmtunum sem komu hingað til lands. Starfsmenn á gjörgæsludeild og bráðamóttöku fengu fyrstu sprauturnar og því næst var hafist handa við að bólusetja heimilismenn á hjúkrunarheimilum, auk annarra heilbrigðisstarfsmanna í framlínu. Með þessari fyrstu sendingu komu tíu þúsund skammtar sem duga til þess að bólusetja fimm þúsund manns. Þórólfur segir ljóst að á meðan bóluefni er af skornum skammti mun koma upp ákveðin tregða í hópum sem langar í bóluefnið. Það sé þó jákvætt að fólk sé jafn tilbúið að láta bólusetja sig og raun ber vitni. „Það eru margir sem vilja vera framarlega og fremst í röðinni en það geta ekki allir verið fremstir. Ef einhver hópur fer fram fyrir þá eru aðrir sem fara aftur og fá ekki bóluefni. Það eru margir sem eru óánægðir með að vera ekki framarlega en það sýnir bara áhugann á bólusetningunni,“ segir Þórólfur. „Á meðan við fáum ekki meira bóluefni þá verður svona kraumandi óánægja að fá ekki bóluefni, en það er lítið við því að gera. Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. 28. desember 2020 19:20 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Sjá meira
Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40
Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. 28. desember 2020 19:20