Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 21:06 Boris Johnson sagði það vera þungbært að tilkynna hertar aðgerðir. WPA Pool/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. Hertari samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti. „Allar þessar aðgerðir miða að því að bjarga lífum og vernda heilbrigðiskerfið. Af þeirri ástæðu verð ég að biðja ykkur um að fylgja þeim reglum sem eru í gildi á ykkar svæðum og fagna nýja árinu á öruggan hátt heima hjá ykkur,“ sagði Johnson á blaðamannafundi. Fleiri svæði landsins hafa verið færð á fjórða viðbúnaðarstig með hörðustu aðgerðum. Á þeim svæðum þar sem fjórða stigs takmarkanir eru í gildi er öllum ónauðsynlegum verslunum lokað og fólki aðeins heimilt að hitta eina manneskju frá öðru heimili utandyra. Rúmlega 50 þúsund ný smit voru staðfest í dag og hafði 981 látið lífið innan 28 daga frá greiningu undanfarnar vikur, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Nýja afbrigði kórónuveirunnar hefur reynst erfitt viðureignar, þar sem það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Þó bendir ekkert til þess að það leiði til alvarlegri veikinda. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagði á þinginu að það væri nauðsynlegt að færa fleiri svæði upp á þriðja stig í ljósi stöðunnar, en þar mega að hámarki sex koma saman utandyra. Á því stigi er líkamsræktarstöðvum og verslunum heimilt að hafa opið en veitingastöðum gert að loka, þó þeim sé heimilt að bjóða upp á mat til þess að taka með. Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í Bretlandi. epa/Andy Rain Mesta álag í sögu heilbrigðiskerfisins Sú hraða útbreiðsla sem hefur átt sér stað í Bretlandi hefur leitt til þess að álagið á heilbrigðiskerfið hefur aukist til muna. Óttast starfsmenn að kerfið standi ekki undir þeim fjölda sem þarf á aðstoð að halda, og gætu heilbrigðisstarfsmenn þannig þurft að ákveða hverjir lifa og hverjir deyja. „Ef eftirspurnin eftir öndunaraðstoð verður meiri en framboðið þá stöndum við frammi fyrir hryllilegum ákvörðunum um hverjir lifa og hverjir deyja,“ sagði Claudia Paoloni, forseti samtaka sjúkrahúslækna, í samtali við Guardian. Varaði hún við því að með þessu áframhaldandi gæti þurft að stöðva aðra þjónustu um tíma, en ástandið er hvað verst í suðausturhluta landsins þar sem gjörgæsludeildir eru yfirfullar að sögn læknasamtaka og skortur sé yfirvofandi, bæði á vélum og mögulega súrefni. Yfir 70 þúsund hafa látið lífið í Bretlandi frá því að faraldurinn hófst og hafa rúmlega 50 þúsund greinst daglega að meðaltali undanfarnar vikur. Þá deyja 414 daglega af völdum sjúkdómsins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Hertari samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti. „Allar þessar aðgerðir miða að því að bjarga lífum og vernda heilbrigðiskerfið. Af þeirri ástæðu verð ég að biðja ykkur um að fylgja þeim reglum sem eru í gildi á ykkar svæðum og fagna nýja árinu á öruggan hátt heima hjá ykkur,“ sagði Johnson á blaðamannafundi. Fleiri svæði landsins hafa verið færð á fjórða viðbúnaðarstig með hörðustu aðgerðum. Á þeim svæðum þar sem fjórða stigs takmarkanir eru í gildi er öllum ónauðsynlegum verslunum lokað og fólki aðeins heimilt að hitta eina manneskju frá öðru heimili utandyra. Rúmlega 50 þúsund ný smit voru staðfest í dag og hafði 981 látið lífið innan 28 daga frá greiningu undanfarnar vikur, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Nýja afbrigði kórónuveirunnar hefur reynst erfitt viðureignar, þar sem það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Þó bendir ekkert til þess að það leiði til alvarlegri veikinda. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagði á þinginu að það væri nauðsynlegt að færa fleiri svæði upp á þriðja stig í ljósi stöðunnar, en þar mega að hámarki sex koma saman utandyra. Á því stigi er líkamsræktarstöðvum og verslunum heimilt að hafa opið en veitingastöðum gert að loka, þó þeim sé heimilt að bjóða upp á mat til þess að taka með. Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í Bretlandi. epa/Andy Rain Mesta álag í sögu heilbrigðiskerfisins Sú hraða útbreiðsla sem hefur átt sér stað í Bretlandi hefur leitt til þess að álagið á heilbrigðiskerfið hefur aukist til muna. Óttast starfsmenn að kerfið standi ekki undir þeim fjölda sem þarf á aðstoð að halda, og gætu heilbrigðisstarfsmenn þannig þurft að ákveða hverjir lifa og hverjir deyja. „Ef eftirspurnin eftir öndunaraðstoð verður meiri en framboðið þá stöndum við frammi fyrir hryllilegum ákvörðunum um hverjir lifa og hverjir deyja,“ sagði Claudia Paoloni, forseti samtaka sjúkrahúslækna, í samtali við Guardian. Varaði hún við því að með þessu áframhaldandi gæti þurft að stöðva aðra þjónustu um tíma, en ástandið er hvað verst í suðausturhluta landsins þar sem gjörgæsludeildir eru yfirfullar að sögn læknasamtaka og skortur sé yfirvofandi, bæði á vélum og mögulega súrefni. Yfir 70 þúsund hafa látið lífið í Bretlandi frá því að faraldurinn hófst og hafa rúmlega 50 þúsund greinst daglega að meðaltali undanfarnar vikur. Þá deyja 414 daglega af völdum sjúkdómsins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent