Viðbótarframlag vegna neyðarinnar í Jemen Heimsljós 31. desember 2020 09:49 Kona með skömmtunarseðil frá WFP í Sanaa, höfuðborg Jemens. WFP 40 milljónum verður veitt til neyðar- og matvælaaðstoðar í Jemen þar sem neyðarástand ríkir. Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) 40 milljón króna viðbótarframlag til neyðar- og matvælaaðstoðar í Jemen. Neyðarástand ríkir í Jemen, þar sem stríðsátök hafa haft gríðarleg neikvæð efnahags- og félagsleg áhrif og öll grunnþjónusta við almenning er í molum. Áætlað er að rúmlega 24 milljónir manna þarfnist mannúðaraðstoðar, eða um 80 prósent þjóðarinnar. „Vannæring er hrikalegt vandamál í Jemen, ekki síst á meðal ungra barna, og ástandið var orðið mjög slæmt í þeim efnum jafnvel áður en stríðið þar braust út. Ég held að fullyrða megi að hvergi í veröldinni er neyðar- og matvælaaðstoðar þörf en einmitt í Jemen,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra. Í hverjum mánuði veitir WFP nær 13 milljónum einstaklinga matvælaaðstoð í Jemen. Að auki styður stofnunin um eina milljón kvenna og tvær milljónir barna með meðferð gegn vannæringu. WFP er ein af lykilsamstarfsstofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar, en stofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels á þessu ári, sem staðfestir það mikilvæga starf sem hún gegnir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) 40 milljón króna viðbótarframlag til neyðar- og matvælaaðstoðar í Jemen. Neyðarástand ríkir í Jemen, þar sem stríðsátök hafa haft gríðarleg neikvæð efnahags- og félagsleg áhrif og öll grunnþjónusta við almenning er í molum. Áætlað er að rúmlega 24 milljónir manna þarfnist mannúðaraðstoðar, eða um 80 prósent þjóðarinnar. „Vannæring er hrikalegt vandamál í Jemen, ekki síst á meðal ungra barna, og ástandið var orðið mjög slæmt í þeim efnum jafnvel áður en stríðið þar braust út. Ég held að fullyrða megi að hvergi í veröldinni er neyðar- og matvælaaðstoðar þörf en einmitt í Jemen,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra. Í hverjum mánuði veitir WFP nær 13 milljónum einstaklinga matvælaaðstoð í Jemen. Að auki styður stofnunin um eina milljón kvenna og tvær milljónir barna með meðferð gegn vannæringu. WFP er ein af lykilsamstarfsstofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar, en stofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels á þessu ári, sem staðfestir það mikilvæga starf sem hún gegnir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent