Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2020 20:28 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Við erum búin að ræða að við ýmsar starfsstéttir hérna í félaginu að við verðum í sameiningu að koma félaginu í gegn um þessar erfiðu aðstæður,“ sagði Bogi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú í kvöld. „Það ætlum við að gera með því að við verðum að lækka launakostnað á meðan við erum ekki að fljúga þá er það langstærsti kostnaðarliðurinn okkar.“ Þá segir hann að komi til ferðabanns muni það hafa veruleg áhrif á félagið en það sé í takt við þá þróun sem hafi verið undanfarna daga þar sem ferðabanni hefur verið komið á í mörgum löndum. Það hafi þegar haft mikil áhrif á félagið og áætlanir þess. „Við höfum verið að vinna þetta þannig undanfarna daga að taka upplýsingarnar og breyta okkar plönum miðað við það og við erum að taka þessar upplýsingar inn núna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á okkur. Það er að sjálfsögðu þannig að okkar leiðakerfi mun minnka og minnka þegar líður á þessa viku og við þurfum að bregðast við því í okkar rekstri og lækka okkar rekstrarkostnað því að tengiflug kemur ekki inn [til landsins] á meðan þetta ástand varir.“ Hann segir að félagið hafi verið að endurmeta leiðakerfi sitt dag frá degi og breyta flugáætlunum og fella þau niður eftir því sem lönd hafa verið að takmarka flug. „Núna í dag erum við að reka svona 60 prósent af leiðakerfinu eins og það var áætlað og það hefur verið að minnka dag frá degi og mun væntanlega halda áfram næstu daga.“ Beiðnin um ferðabann barst í dag frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, og sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að málið verði tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ekki liggur þó fyrir hvenær niðurstaða verður kynnt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. 15. mars 2020 20:50 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Við erum búin að ræða að við ýmsar starfsstéttir hérna í félaginu að við verðum í sameiningu að koma félaginu í gegn um þessar erfiðu aðstæður,“ sagði Bogi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú í kvöld. „Það ætlum við að gera með því að við verðum að lækka launakostnað á meðan við erum ekki að fljúga þá er það langstærsti kostnaðarliðurinn okkar.“ Þá segir hann að komi til ferðabanns muni það hafa veruleg áhrif á félagið en það sé í takt við þá þróun sem hafi verið undanfarna daga þar sem ferðabanni hefur verið komið á í mörgum löndum. Það hafi þegar haft mikil áhrif á félagið og áætlanir þess. „Við höfum verið að vinna þetta þannig undanfarna daga að taka upplýsingarnar og breyta okkar plönum miðað við það og við erum að taka þessar upplýsingar inn núna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á okkur. Það er að sjálfsögðu þannig að okkar leiðakerfi mun minnka og minnka þegar líður á þessa viku og við þurfum að bregðast við því í okkar rekstri og lækka okkar rekstrarkostnað því að tengiflug kemur ekki inn [til landsins] á meðan þetta ástand varir.“ Hann segir að félagið hafi verið að endurmeta leiðakerfi sitt dag frá degi og breyta flugáætlunum og fella þau niður eftir því sem lönd hafa verið að takmarka flug. „Núna í dag erum við að reka svona 60 prósent af leiðakerfinu eins og það var áætlað og það hefur verið að minnka dag frá degi og mun væntanlega halda áfram næstu daga.“ Beiðnin um ferðabann barst í dag frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, og sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að málið verði tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ekki liggur þó fyrir hvenær niðurstaða verður kynnt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. 15. mars 2020 20:50 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43
Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00
Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. 15. mars 2020 20:50