50-60 milljónir í súginn verði frestað | KSÍ leitað til borgar og ríkis Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2020 23:00 Kjartan Atli Kjartansson, Guðni Bergsson og Henry Birgir Gunnarsson í þættinum í dag. vísir/skjáskot Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Guðni var meðal annars spurður út í kostnaðinn við að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu. Leikurinn er enn settur á 26. mars en allar líkur eru á að honum verði frestað. Guðni mun á morgun sitja fjarfund með öðrum formönnum knattspyrnusambanda í Evrópu þar sem þetta og fleiri mál verða rædd. Guðni segir að á bilinu 50-60 milljónir hafi farið í að gera Laugardalsvöll tilbúinn í þessum mánuði, sem segja má að fari í súginn vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn þótti réttlætanlegur í ljósi þess hve mikið var í húfi fyrir íslenska liðið, enda margfalt hærra verðlaunafé í boði fyrir að komast á EM. Þess vegna var allt lagt í sölurnar: „Völlurinn er í góðu ástandi miðað við að það skuli vera mars. Það er verst ef að öll þessi vinna Kidda vallarstjóra [Kristins V. Jóhannssonar] og okkar starfsmanna hefur þá farið fyrir bí. En við verðum líka að skoða það í samhengi við það sem er að gerast í samfélaginu og tökumst bara á við þetta,“ sagði Guðni. En mun kostnaðurinn einfaldlega falla á KSÍ eða fást bætur frá UEFA vegna fordæmalausra aðstæðna? „Að öllum líkindum fellur þetta bara á sambandið. Við höfum svo sem verið að ræða við UEFA um þessi mál, en ef maður á að vera algjörlega sanngjarn í þessum vangaveltum þá má spyrja; Hvar eru hitalagnir undir grasinu? Og svo framvegis. Það er ekki búið að klára þá umræðu en við höfum vissulega líka rætt við eiganda vallarins, Reykjavíkurborg, varðandi að styrkja okkur varðandi þennan kostnað, og líka ríkisstjórnina. Þennan kostnað sem kemur til út af leiktíma og ástandi Laugardalsvallar. En þetta er eitthvað sem að við verðum að taka, og þó að þessi leikur færi fram í júní eða síðar þá var þessi kostnaður alltaf að fara að falla á okkur. Það er mikilvægt líka á þessari stundu að sjá hlutina í samhengi. Auðvitað er þetta fjárhagslegur skaði og bit og allt þetta. Við þurfum að greiða fyrir þetta jafnvel þó að leikurinn verði ekki á endanum, en við verðum að sjá stóra samhengið sem er auðvitað ástandið, almannaheill og lýðheilsan. Það er það sem við beinum sjónum okkar að núna,“ sagði Guðni. Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem Guðni ræðir meðal annars um áhrif kórónuveirunnar á komandi Íslandsmót. Klippa: Guðni Bergsson sat fyrir svörum KSÍ EM 2020 í fótbolta Sportið í dag Tengdar fréttir Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Guðni var meðal annars spurður út í kostnaðinn við að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu. Leikurinn er enn settur á 26. mars en allar líkur eru á að honum verði frestað. Guðni mun á morgun sitja fjarfund með öðrum formönnum knattspyrnusambanda í Evrópu þar sem þetta og fleiri mál verða rædd. Guðni segir að á bilinu 50-60 milljónir hafi farið í að gera Laugardalsvöll tilbúinn í þessum mánuði, sem segja má að fari í súginn vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn þótti réttlætanlegur í ljósi þess hve mikið var í húfi fyrir íslenska liðið, enda margfalt hærra verðlaunafé í boði fyrir að komast á EM. Þess vegna var allt lagt í sölurnar: „Völlurinn er í góðu ástandi miðað við að það skuli vera mars. Það er verst ef að öll þessi vinna Kidda vallarstjóra [Kristins V. Jóhannssonar] og okkar starfsmanna hefur þá farið fyrir bí. En við verðum líka að skoða það í samhengi við það sem er að gerast í samfélaginu og tökumst bara á við þetta,“ sagði Guðni. En mun kostnaðurinn einfaldlega falla á KSÍ eða fást bætur frá UEFA vegna fordæmalausra aðstæðna? „Að öllum líkindum fellur þetta bara á sambandið. Við höfum svo sem verið að ræða við UEFA um þessi mál, en ef maður á að vera algjörlega sanngjarn í þessum vangaveltum þá má spyrja; Hvar eru hitalagnir undir grasinu? Og svo framvegis. Það er ekki búið að klára þá umræðu en við höfum vissulega líka rætt við eiganda vallarins, Reykjavíkurborg, varðandi að styrkja okkur varðandi þennan kostnað, og líka ríkisstjórnina. Þennan kostnað sem kemur til út af leiktíma og ástandi Laugardalsvallar. En þetta er eitthvað sem að við verðum að taka, og þó að þessi leikur færi fram í júní eða síðar þá var þessi kostnaður alltaf að fara að falla á okkur. Það er mikilvægt líka á þessari stundu að sjá hlutina í samhengi. Auðvitað er þetta fjárhagslegur skaði og bit og allt þetta. Við þurfum að greiða fyrir þetta jafnvel þó að leikurinn verði ekki á endanum, en við verðum að sjá stóra samhengið sem er auðvitað ástandið, almannaheill og lýðheilsan. Það er það sem við beinum sjónum okkar að núna,“ sagði Guðni. Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem Guðni ræðir meðal annars um áhrif kórónuveirunnar á komandi Íslandsmót. Klippa: Guðni Bergsson sat fyrir svörum
KSÍ EM 2020 í fótbolta Sportið í dag Tengdar fréttir Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10
Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51
Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35
Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56