Hafa áhyggjur af fólkinu í neyðarskýlunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. mars 2020 21:00 Gistiskýlið á Lindargötu. Stöð 2 Deildarstjóri hjá veðferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af húsnæðislausu fólki sem nýtir neyðarskýli borgarinnar, vegna kórónuveirunnar. Sjö manns eru skilgreindir íáhættuhópi og er hluti hópsins langveikt fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Rúmlega þrjátíu manns, sem eru húsnæðislausir, nýta neyðarskýlin sem starfrækt eru í Reykjavík. Um er að ræða gistiskýlið á Lindargötu, Konukot og neyðarskýlið úti á Granda fyrir unga karlmenn. Vegna kórónuveirunnar verður opið allan sólarhringinn í Konukoti og gistiskýlinu á Lindargötu fyrir þá sem eru í áhættuhópi en venjulega er lokað á milli tíu og fimm á daginn. „Eins og staðan er núna erum við með sjö manns á Lindargötu sem eru í áhættuhóp og fjórir af þeim eru með miklar hjúkrunarþarfir og eru langveikir,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún segist hafa miklar áhyggjur af þessum hópi sem er einnig með alvarlegan vímuefnavanda. Þeir hafi hingað til ekki fengið húsnæði með hjúkrunarþjónustu sem hentar þeirra þörfum, en ef þeir sýkist af veirunni sé gríðarlega mikilvægt að þeir fái innlögn á sjúkrastofnun með skaðaminnkandi þjónustu. Þá séu einangrunarherbergi að verða klár fyrir aðra sem gætu smitast og hjúkrunarfræðingur í skýlinu meti aðstæður frá degi til dags. Enginn er skilgreindur í áhættuhópi í neyðarskýlinu úti á Granda þar sem tólf til fimmtán manns dvelja hverja nótt. Unnið er að því að finna nýtt húsnæði ef upp kemur smit. Í konukoti eru tvær til þrjár konur taldar vera í áhættuhópi en staðan er endurmetin daglega. „Við óskuðum efir aukafjármagni, þannig að þær gætu haft sólarhrings opnun líka," segir Hrafnhildur og bætir við að starfsmenn hvetji nú fólkið til að halda sig að mestu innandyra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Félagsmál Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Deildarstjóri hjá veðferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af húsnæðislausu fólki sem nýtir neyðarskýli borgarinnar, vegna kórónuveirunnar. Sjö manns eru skilgreindir íáhættuhópi og er hluti hópsins langveikt fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Rúmlega þrjátíu manns, sem eru húsnæðislausir, nýta neyðarskýlin sem starfrækt eru í Reykjavík. Um er að ræða gistiskýlið á Lindargötu, Konukot og neyðarskýlið úti á Granda fyrir unga karlmenn. Vegna kórónuveirunnar verður opið allan sólarhringinn í Konukoti og gistiskýlinu á Lindargötu fyrir þá sem eru í áhættuhópi en venjulega er lokað á milli tíu og fimm á daginn. „Eins og staðan er núna erum við með sjö manns á Lindargötu sem eru í áhættuhóp og fjórir af þeim eru með miklar hjúkrunarþarfir og eru langveikir,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún segist hafa miklar áhyggjur af þessum hópi sem er einnig með alvarlegan vímuefnavanda. Þeir hafi hingað til ekki fengið húsnæði með hjúkrunarþjónustu sem hentar þeirra þörfum, en ef þeir sýkist af veirunni sé gríðarlega mikilvægt að þeir fái innlögn á sjúkrastofnun með skaðaminnkandi þjónustu. Þá séu einangrunarherbergi að verða klár fyrir aðra sem gætu smitast og hjúkrunarfræðingur í skýlinu meti aðstæður frá degi til dags. Enginn er skilgreindur í áhættuhópi í neyðarskýlinu úti á Granda þar sem tólf til fimmtán manns dvelja hverja nótt. Unnið er að því að finna nýtt húsnæði ef upp kemur smit. Í konukoti eru tvær til þrjár konur taldar vera í áhættuhópi en staðan er endurmetin daglega. „Við óskuðum efir aukafjármagni, þannig að þær gætu haft sólarhrings opnun líka," segir Hrafnhildur og bætir við að starfsmenn hvetji nú fólkið til að halda sig að mestu innandyra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Félagsmál Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira