Veigar Páll um rauða spjaldið gegn FH: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2020 12:30 Veigar Páll í leik Stjörnunnar og Inter á San Siro sumarið 2014. vísir/getty Veigar Páll Gunnarsson segir að rauða spjaldið sem hann fékk í frægum leik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn haustið 2014 hafi verið versta augnablikið á ferlinum og það sem hann skammast sín mest fyrir. Veigar Páll var fyrirliði Stjörnunnar í leiknum í Kaplakrika sem var í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Bæði lið voru ósigruð fyrir leikinn en FH-ingum dugði jafntefli til að verða Íslandsmeistarar á meðan Stjörnumenn þurftu að vinna. Á 59. mínútu sló Veigar Páll til Hólmars Arnar Rúnarssonar og Kristinn Jakobsson, sem dæmdi þarna sinn síðasta leik á ferlinum, rak hann af velli. Fimm mínútum síðar jafnaði Steven Lennon fyrir FH í 1-1. „Hólmar sagði fullt af ljótum hlutum við mig og hann náði að komast í mínar fínustu. Vel gert hjá honum. En þetta er augnablik sem ég skammast mín fyrir,“ sagði Veigar Páll í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. „Ef þetta hefði farið á hinn veginn og FH hefði unnið hefði ég pottþétt flutt rakleiðis aftur til Noregs. Ef þú sérð myndina af mér í göngunum, mér hefur aldrei liðið jafn illa á ævinni. Ég tala nú ekki um þegar FH jafnaði og við vorum ekki búnir að geta mikið í leiknum.“ Veigar Páll beið með að standa upp eftir að hafa slegið til Hólmars. Hann vissi þó hvaða refsing beið hans. „Ég vissi nákvæmlega hvað ég hafði gert af mér. Ég vissi að ég myndi fá rautt spjald. Ég lá í grasinu og var að drepast í löppinni eftir að Kassim [Doumbia] tók eina hressilega beint í legginn á mér. Ég lá í grasinu og var að reyna að átta mig á þessu og hvernig ég ætti að snúa mér í þessu,“ sagði Veigar Páll. Innslagið úr Sportinu í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Þar er einnig rætt við Kristinn um rauða spjaldið sem hann gaf Veigari Páli. Klippa: Sportið í kvöld: Veigar Páll um rauða spjaldið gegn FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson segir að rauða spjaldið sem hann fékk í frægum leik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn haustið 2014 hafi verið versta augnablikið á ferlinum og það sem hann skammast sín mest fyrir. Veigar Páll var fyrirliði Stjörnunnar í leiknum í Kaplakrika sem var í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Bæði lið voru ósigruð fyrir leikinn en FH-ingum dugði jafntefli til að verða Íslandsmeistarar á meðan Stjörnumenn þurftu að vinna. Á 59. mínútu sló Veigar Páll til Hólmars Arnar Rúnarssonar og Kristinn Jakobsson, sem dæmdi þarna sinn síðasta leik á ferlinum, rak hann af velli. Fimm mínútum síðar jafnaði Steven Lennon fyrir FH í 1-1. „Hólmar sagði fullt af ljótum hlutum við mig og hann náði að komast í mínar fínustu. Vel gert hjá honum. En þetta er augnablik sem ég skammast mín fyrir,“ sagði Veigar Páll í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. „Ef þetta hefði farið á hinn veginn og FH hefði unnið hefði ég pottþétt flutt rakleiðis aftur til Noregs. Ef þú sérð myndina af mér í göngunum, mér hefur aldrei liðið jafn illa á ævinni. Ég tala nú ekki um þegar FH jafnaði og við vorum ekki búnir að geta mikið í leiknum.“ Veigar Páll beið með að standa upp eftir að hafa slegið til Hólmars. Hann vissi þó hvaða refsing beið hans. „Ég vissi nákvæmlega hvað ég hafði gert af mér. Ég vissi að ég myndi fá rautt spjald. Ég lá í grasinu og var að drepast í löppinni eftir að Kassim [Doumbia] tók eina hressilega beint í legginn á mér. Ég lá í grasinu og var að reyna að átta mig á þessu og hvernig ég ætti að snúa mér í þessu,“ sagði Veigar Páll. Innslagið úr Sportinu í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Þar er einnig rætt við Kristinn um rauða spjaldið sem hann gaf Veigari Páli. Klippa: Sportið í kvöld: Veigar Páll um rauða spjaldið gegn FH
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira