Í sterkri stöðu til að takast á við faraldurinn samanborið við margar aðrar þjóðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:29 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, á blaðamannafundi í liðinni viku þegar tilkynnt var um fjögurra vikna samkomubann. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að þrátt fyrir að þjóðin sé vissulega að sigla inn í erfiða tíma vegna útbreiðslu kórónuveiru þá sé margt sem vinni með Íslandi. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt. Það er auðvitað ekki ánægjulegt að við þurfum að fara inn í svona stöðu en núna er Vestur-Evrópa og öll ríki í nákvæmlega sömu stöðu en við erum þó þar að við erum með stóran forða eins og ég hef sagt. Við erum með sterkar grunnstoðir hagkerfisins. Við erum matvælaland. Við flytjum miklu meiri matvæli út en við neytum, sem er styrkleiki í þessari stöðu,“ segir Lilja sem bendir að landfræðileg lega landsins sé líka styrkleiki. „Við erum þó það gæfurík að þegar við förum inn í þessa stöðu þá er staða ríkissjóðs býsna sterk. Hreinar skuldir í kringum 20% og ef við berum saman við ítalíu þá eru þær 120%. Og þið getið ímyndað ykkur fyrir ríki eins og Ítalíu að fara inn í þetta ástand.“ Þetta sagði Lilja sem var gestur í sjónvarpsþættinum Bítið í morgun. Mikið hefur mætt á Lilju en undir hana heyra menningar- og menntamálin. Allt starfsfólk skóla á öllum stigum sem og menningarstofnana landsins hafa síðastliðna daga verið í óðaönn að útfæra sína starfsemi samkvæmt samkomubanninu sem tilkynnt var um fyrir helgi. Hún var spurð hvers vegna sú ákvörðun hefði verið tekin að loka mennta- og háskólum landsins en ekki leik- og grunnskólum. „Það er vegna þess að þetta er tillaga sem kemur frá sóttvarnalækni og hann metur stöðuna þannig að það sé hægt að halda leik- og grunnskólum gangandi með þessum takmörkunum en auðvitað er þetta allt sérstakt. En við fáum þetta, við vinnum með þetta og ég vil líka nefna það að ég hef verið í mjög góðu sambandi við sænska menntamálaráðherrann. Svíþjóð er að gera þetta nákvæmlega eins. En svo auðvitað vitum við ekki; við vitum ekki nákvæmlega hver staðan verður eftir tvær vikur, eftir þrjár vikur.“ Staðan breytist dag frá degi og enn séu margir óvissuþættir uppi. Fáir hefðu til dæmis séð fyrir ákvarðanir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins um lokun landamæra. Lilja var spurð hvort aðgerðirnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldurs muni bitna á menntun nemenda. „Við getum ekki sagt að skólahald raskast ekki. Það held ég að við sjáum öll og svona leiðarljósið í þessu samkomulagi sem við náðum í sameiginlegri yfirlýsingu á sunnudaginn er að það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem eru uppi. Við sjáum það. Sumir kennarar eru í sóttkví, sumir eru smitaðir og við verðum að vera auðmjúk gagnvart þeim aðstæðum en engu að síður að halda utan um börnin og halda þeim við efnið.“ Lilja segir að áhersla verði lögð á að halda vel utan um nemendur sem séu í mestri hættu að hverfa frá námi. Aðspurð hvort til greina kæmi að lengja skólatímabilið útilokaði Lilja það ekki. „Það kemur allt til greina. En það gerum við auðvitað, eins og við höfum gert þegar við förum inn í þessar aðstæður, auðvitað í samráði við þá sem bera uppi skólastarf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að þrátt fyrir að þjóðin sé vissulega að sigla inn í erfiða tíma vegna útbreiðslu kórónuveiru þá sé margt sem vinni með Íslandi. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt. Það er auðvitað ekki ánægjulegt að við þurfum að fara inn í svona stöðu en núna er Vestur-Evrópa og öll ríki í nákvæmlega sömu stöðu en við erum þó þar að við erum með stóran forða eins og ég hef sagt. Við erum með sterkar grunnstoðir hagkerfisins. Við erum matvælaland. Við flytjum miklu meiri matvæli út en við neytum, sem er styrkleiki í þessari stöðu,“ segir Lilja sem bendir að landfræðileg lega landsins sé líka styrkleiki. „Við erum þó það gæfurík að þegar við förum inn í þessa stöðu þá er staða ríkissjóðs býsna sterk. Hreinar skuldir í kringum 20% og ef við berum saman við ítalíu þá eru þær 120%. Og þið getið ímyndað ykkur fyrir ríki eins og Ítalíu að fara inn í þetta ástand.“ Þetta sagði Lilja sem var gestur í sjónvarpsþættinum Bítið í morgun. Mikið hefur mætt á Lilju en undir hana heyra menningar- og menntamálin. Allt starfsfólk skóla á öllum stigum sem og menningarstofnana landsins hafa síðastliðna daga verið í óðaönn að útfæra sína starfsemi samkvæmt samkomubanninu sem tilkynnt var um fyrir helgi. Hún var spurð hvers vegna sú ákvörðun hefði verið tekin að loka mennta- og háskólum landsins en ekki leik- og grunnskólum. „Það er vegna þess að þetta er tillaga sem kemur frá sóttvarnalækni og hann metur stöðuna þannig að það sé hægt að halda leik- og grunnskólum gangandi með þessum takmörkunum en auðvitað er þetta allt sérstakt. En við fáum þetta, við vinnum með þetta og ég vil líka nefna það að ég hef verið í mjög góðu sambandi við sænska menntamálaráðherrann. Svíþjóð er að gera þetta nákvæmlega eins. En svo auðvitað vitum við ekki; við vitum ekki nákvæmlega hver staðan verður eftir tvær vikur, eftir þrjár vikur.“ Staðan breytist dag frá degi og enn séu margir óvissuþættir uppi. Fáir hefðu til dæmis séð fyrir ákvarðanir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins um lokun landamæra. Lilja var spurð hvort aðgerðirnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldurs muni bitna á menntun nemenda. „Við getum ekki sagt að skólahald raskast ekki. Það held ég að við sjáum öll og svona leiðarljósið í þessu samkomulagi sem við náðum í sameiginlegri yfirlýsingu á sunnudaginn er að það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem eru uppi. Við sjáum það. Sumir kennarar eru í sóttkví, sumir eru smitaðir og við verðum að vera auðmjúk gagnvart þeim aðstæðum en engu að síður að halda utan um börnin og halda þeim við efnið.“ Lilja segir að áhersla verði lögð á að halda vel utan um nemendur sem séu í mestri hættu að hverfa frá námi. Aðspurð hvort til greina kæmi að lengja skólatímabilið útilokaði Lilja það ekki. „Það kemur allt til greina. En það gerum við auðvitað, eins og við höfum gert þegar við förum inn í þessar aðstæður, auðvitað í samráði við þá sem bera uppi skólastarf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu