Hefði lítið upp á sig að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 15:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segist telja að smithætta af Íslendingum sem koma hingað til lands sé mun meiri en af erlendum ferðamönnum með tilliti til kórónuveirunnar. Tölur yfir smitaða sýni fram á það. Þannig hefði það verið dýrt og hlotist af því lítill árangur að banna ferðamönnum að koma hingað til lands eða skikka þá í sóttkví, líkt og gilda mun um Íslendinga frá og með morgundeginum. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Tilkynnt var um það í morgun að frá og með morgundeginum, fimmtudaginum 19. mars, væri Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi og koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir þessu er flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Áður höfðu tilmæli um sóttkví við heimkomu aðeins gilt um nokkur lönd með mikla smithættu. Inntur eftir því af hverju þetta hefði verið ákveðið í morgun sagði Þórólfur að sýkingin væri í miklum vexti í flestum löndum. Rætt hefði verið hvort taka ætti eitt eða tvö lönd út fyrir sviga en á þessum tímapunkti væri skynsamlegt að líta svo á að veiran væri komin alls staðar. „Það er öryggisráðstöfun sem ég held að sé skynsamlegt að taka á þessum tíma.“ Ástralskur ferðamaður lést í fyrradag á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Hann reyndist smitaður af kórónuveirunni þótt að hann sýndi ekki einkenni Covid-19-sjúkdómsins.Vísir Eftir því sem áhættulöndum fjölgaði og fleiri Íslendingar skikkaðir í sóttkví var því ítrekað velt upp af hverju hið sama ætti ekki við um ferðamenn – og mjög hefur borið á þessum sömu vangaveltum nú. Þórólfur útskýrði enn einu sinni á upplýsingafundinum í dag af hverju ekki þætti skynsamlegt að setja erlenda ferðamenn í sóttkví við komuna hingað til lands. „Við teljum í fyrsta lagi að ferðamenn séu ekki eins smitandi fyrir Íslendinga eins og Íslendingarnir sjálfir, ástæðan er sú að ferðamenn koma hér og halda sig saman, kannski tveir eða þrír eða í minni hóp. Þeir blandast ekki Íslendingum mikið eins og Íslendingarnir sjálfir gera. Þannig að smithættan af þeim er að okkar mati miklu minni en af Íslendingum. Enda kemur það í ljós að það eru einungis tveir af þeim rúmlega tvö hundruð sem hafa greinst hér sem eru útlendingar og ferðamenn. Hitt voru allt Íslendingar sem komu til landsins og afleiddum sýkingum frá þeim,“ sagði Þórólfur. Þá kvað hann það ekki myndu skila neinum tilætluðum árangri að banna ferðamönnum að koma til landsins. „Þannig að ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur að vera ekki að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum. Það hefði sennilega verið mikill kostnaður við það en árangurinn mjög lítill.“ Upplýsingafundinn vegna kórónuveiru sem haldinn var í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Varar eindregið við heimaprófum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. mars 2020 15:09 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Svona var átjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til regulegs upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. mars 2020 13:31 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Sóttvarnalæknir segist telja að smithætta af Íslendingum sem koma hingað til lands sé mun meiri en af erlendum ferðamönnum með tilliti til kórónuveirunnar. Tölur yfir smitaða sýni fram á það. Þannig hefði það verið dýrt og hlotist af því lítill árangur að banna ferðamönnum að koma hingað til lands eða skikka þá í sóttkví, líkt og gilda mun um Íslendinga frá og með morgundeginum. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Tilkynnt var um það í morgun að frá og með morgundeginum, fimmtudaginum 19. mars, væri Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi og koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir þessu er flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Áður höfðu tilmæli um sóttkví við heimkomu aðeins gilt um nokkur lönd með mikla smithættu. Inntur eftir því af hverju þetta hefði verið ákveðið í morgun sagði Þórólfur að sýkingin væri í miklum vexti í flestum löndum. Rætt hefði verið hvort taka ætti eitt eða tvö lönd út fyrir sviga en á þessum tímapunkti væri skynsamlegt að líta svo á að veiran væri komin alls staðar. „Það er öryggisráðstöfun sem ég held að sé skynsamlegt að taka á þessum tíma.“ Ástralskur ferðamaður lést í fyrradag á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Hann reyndist smitaður af kórónuveirunni þótt að hann sýndi ekki einkenni Covid-19-sjúkdómsins.Vísir Eftir því sem áhættulöndum fjölgaði og fleiri Íslendingar skikkaðir í sóttkví var því ítrekað velt upp af hverju hið sama ætti ekki við um ferðamenn – og mjög hefur borið á þessum sömu vangaveltum nú. Þórólfur útskýrði enn einu sinni á upplýsingafundinum í dag af hverju ekki þætti skynsamlegt að setja erlenda ferðamenn í sóttkví við komuna hingað til lands. „Við teljum í fyrsta lagi að ferðamenn séu ekki eins smitandi fyrir Íslendinga eins og Íslendingarnir sjálfir, ástæðan er sú að ferðamenn koma hér og halda sig saman, kannski tveir eða þrír eða í minni hóp. Þeir blandast ekki Íslendingum mikið eins og Íslendingarnir sjálfir gera. Þannig að smithættan af þeim er að okkar mati miklu minni en af Íslendingum. Enda kemur það í ljós að það eru einungis tveir af þeim rúmlega tvö hundruð sem hafa greinst hér sem eru útlendingar og ferðamenn. Hitt voru allt Íslendingar sem komu til landsins og afleiddum sýkingum frá þeim,“ sagði Þórólfur. Þá kvað hann það ekki myndu skila neinum tilætluðum árangri að banna ferðamönnum að koma til landsins. „Þannig að ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur að vera ekki að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum. Það hefði sennilega verið mikill kostnaður við það en árangurinn mjög lítill.“ Upplýsingafundinn vegna kórónuveiru sem haldinn var í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Varar eindregið við heimaprófum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. mars 2020 15:09 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Svona var átjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til regulegs upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. mars 2020 13:31 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Varar eindregið við heimaprófum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. mars 2020 15:09
Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57
Svona var átjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til regulegs upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. mars 2020 13:31