Henry Birgir um Tom Brady: Þetta verður versta ákvörðun ferilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 10:45 Tom Brady skiptir yfir í rauðan búning á næstu leiktíð. vísir/getty Henry Birgir Gunnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports í NFL-deildinni, bauð upp á svokallað „hot take“ á vistaskiptum besta leikstjórnanda allra tíma. Tom Brady, sem verður 43 ára gamall í haust og hefur spilað í tuttugu ár með New England Patriots, tók þá ákvörðun að hætta hjá félaginu en ekki að hætta að spila. Brady er sagður ætla að skrifa undir samning við Tampa Bay Buccaneers. Margir sérfræðingar NFL-deildarinnar segja að þetta sé skynsamleg ákvörðun fyrir Tom Brady og fyrir Tampa Bay Buccaneers sem nú verði að liði sem geti farið alla leið. Það eru vissulega nóg af sóknarvopnum hjá Buccaneers sem Brady getur nýtt sér en Henry Birgir var ekki eins bjartsýnn þegar hann ræddi þessa ákvörðun Tom Brady í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. „Þetta eru einhverjar stærstu fréttir ársins og rúmlega það í Bandaríkjunum fyrir utan þessar veirufréttir. Þetta er það sem ég myndi kalla sjálfsmorðsverkefni hjá Brady ef hann ætlar sér að fara í Tampa sem virðist vera raunin,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Þarna er útherjadúóið stórkostlega í Tampa Bay sem eru Chris Godwin og Mike Evans en þeir hafa aðallega verið að kasta á þessa tvo. Ég held að vandamálið með það sé að Brady drífi ekki á þá því ég held að hann kasti ekki þetta langt,“ sagði Henry Birgir og hann var til í spá: „Mitt „hot take“ á þetta er að þetta er hræðileg ákvörðun hjá Brady, þetta er versta ákvörðun ferilsins hjá Brady og þegar vel er liðið á næsta tímabil þá mun hann óska þess að hafa frekar lagt skóna á hilluna,“ sagði Henry Birgir en það má sjá Kjartan Atla og Henry Birgi ræða ákvörðun Tom Brady hér fyrir neðan. Klippa: Henry Birgir um Tom Brady NFL Sportið í dag Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports í NFL-deildinni, bauð upp á svokallað „hot take“ á vistaskiptum besta leikstjórnanda allra tíma. Tom Brady, sem verður 43 ára gamall í haust og hefur spilað í tuttugu ár með New England Patriots, tók þá ákvörðun að hætta hjá félaginu en ekki að hætta að spila. Brady er sagður ætla að skrifa undir samning við Tampa Bay Buccaneers. Margir sérfræðingar NFL-deildarinnar segja að þetta sé skynsamleg ákvörðun fyrir Tom Brady og fyrir Tampa Bay Buccaneers sem nú verði að liði sem geti farið alla leið. Það eru vissulega nóg af sóknarvopnum hjá Buccaneers sem Brady getur nýtt sér en Henry Birgir var ekki eins bjartsýnn þegar hann ræddi þessa ákvörðun Tom Brady í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. „Þetta eru einhverjar stærstu fréttir ársins og rúmlega það í Bandaríkjunum fyrir utan þessar veirufréttir. Þetta er það sem ég myndi kalla sjálfsmorðsverkefni hjá Brady ef hann ætlar sér að fara í Tampa sem virðist vera raunin,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Þarna er útherjadúóið stórkostlega í Tampa Bay sem eru Chris Godwin og Mike Evans en þeir hafa aðallega verið að kasta á þessa tvo. Ég held að vandamálið með það sé að Brady drífi ekki á þá því ég held að hann kasti ekki þetta langt,“ sagði Henry Birgir og hann var til í spá: „Mitt „hot take“ á þetta er að þetta er hræðileg ákvörðun hjá Brady, þetta er versta ákvörðun ferilsins hjá Brady og þegar vel er liðið á næsta tímabil þá mun hann óska þess að hafa frekar lagt skóna á hilluna,“ sagði Henry Birgir en það má sjá Kjartan Atla og Henry Birgi ræða ákvörðun Tom Brady hér fyrir neðan. Klippa: Henry Birgir um Tom Brady
NFL Sportið í dag Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Sjá meira