Vonar að ekki komi til þess að almennir borgarar verði kvaddir til starfa sem hjálparliðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. mars 2020 19:24 Ríkislögreglustjóri vonar að ekki komi til þess að almennir borgarar verði kvaddir til starfa sem hjálparliðar í þágu almannavarna. Reglugerð um endurgjaldslausa starfsskyldu samkvæmt lögum um almannavarnir var uppfærð í vikunni. Fyrr í vikunni birtist í stjórnartíðindum reglugerð þar sem meðal annars segir að á neyðarstigi almannavarna sé það borgaraleg skylda manna á aldrinum átján til sextíu og fimm ára að gegna, án endurgjalds, starfi hjálparliða almannavarna, samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Sjá einnig: Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Enginn má, samkvæmt reglugerðinni, tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna. Reglugerðin er þó ekki ný af nálinni heldur hefur ákvæði af þessum toga verið í gildi hér á landi í um fimmtíu ár. Tímasetningin er þó engin tilviljun. „Það er verið að uppfæra orðalag. Til dæmis er talað um í gömlu reglugerðinni orðalag eins og á hættustundu sem er kannski ekki samræmdur skilningur um á meðan við erum að vinna eftir neyðarstigi. Þannig okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það hugtak færi inn í reglurnar. Þá eru allir viðbragðsaðilar og allir með það á hreinu nákvæmlega hvað það þýðir, vel skilgreint og lögbundið. Þannig þetta er í rauninni lagfæring og uppfærsla,“ segir Sigríður. En er útlit fyrir að það muni þurfa að nýta þetta ákvæði? „Við vonum bara innilega að það komi ekki til þess. Hins vegar vildum við hafa alla okkar reglu- og lagaumgjörð í lagi,“ svarar Sigríður. En ef til þessa kæmi, hvernig störf eru það sem fólk yrði fengið til þess að gegna? „Ég á kannski erfitt með að tjá mig um það á þessu stigi en þú sérð svo sem í hvað stefnir. Það er náttúrlega búið að búa til bakvarðasveit fyrir heilbrigðiskerfið og við höfum náttúrlega verið mjög lánsöm að hafa björgunarsveitir á Íslandi sem hafa verið að starfa við hlið lögreglu þétt árum saman. Þarna er kannski sambærilegur grunnur og það.“ Spurð út í líkindin við það þegar fólk er kvatt til herþjónustu, líkt og þekkist í öðrum löndum, svarar Sigríður Björk: „Þetta er búið að vera eins og ég segi, í fimmtíu ár, þetta er uppfærsla á reglugerð sem fyrir var. Enginn hernaðartilgangur, ekkert slíkt.“ Almannavarnir Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Ríkislögreglustjóri vonar að ekki komi til þess að almennir borgarar verði kvaddir til starfa sem hjálparliðar í þágu almannavarna. Reglugerð um endurgjaldslausa starfsskyldu samkvæmt lögum um almannavarnir var uppfærð í vikunni. Fyrr í vikunni birtist í stjórnartíðindum reglugerð þar sem meðal annars segir að á neyðarstigi almannavarna sé það borgaraleg skylda manna á aldrinum átján til sextíu og fimm ára að gegna, án endurgjalds, starfi hjálparliða almannavarna, samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Sjá einnig: Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Enginn má, samkvæmt reglugerðinni, tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna. Reglugerðin er þó ekki ný af nálinni heldur hefur ákvæði af þessum toga verið í gildi hér á landi í um fimmtíu ár. Tímasetningin er þó engin tilviljun. „Það er verið að uppfæra orðalag. Til dæmis er talað um í gömlu reglugerðinni orðalag eins og á hættustundu sem er kannski ekki samræmdur skilningur um á meðan við erum að vinna eftir neyðarstigi. Þannig okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það hugtak færi inn í reglurnar. Þá eru allir viðbragðsaðilar og allir með það á hreinu nákvæmlega hvað það þýðir, vel skilgreint og lögbundið. Þannig þetta er í rauninni lagfæring og uppfærsla,“ segir Sigríður. En er útlit fyrir að það muni þurfa að nýta þetta ákvæði? „Við vonum bara innilega að það komi ekki til þess. Hins vegar vildum við hafa alla okkar reglu- og lagaumgjörð í lagi,“ svarar Sigríður. En ef til þessa kæmi, hvernig störf eru það sem fólk yrði fengið til þess að gegna? „Ég á kannski erfitt með að tjá mig um það á þessu stigi en þú sérð svo sem í hvað stefnir. Það er náttúrlega búið að búa til bakvarðasveit fyrir heilbrigðiskerfið og við höfum náttúrlega verið mjög lánsöm að hafa björgunarsveitir á Íslandi sem hafa verið að starfa við hlið lögreglu þétt árum saman. Þarna er kannski sambærilegur grunnur og það.“ Spurð út í líkindin við það þegar fólk er kvatt til herþjónustu, líkt og þekkist í öðrum löndum, svarar Sigríður Björk: „Þetta er búið að vera eins og ég segi, í fimmtíu ár, þetta er uppfærsla á reglugerð sem fyrir var. Enginn hernaðartilgangur, ekkert slíkt.“
Almannavarnir Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira