Vonar að ekki komi til þess að almennir borgarar verði kvaddir til starfa sem hjálparliðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. mars 2020 19:24 Ríkislögreglustjóri vonar að ekki komi til þess að almennir borgarar verði kvaddir til starfa sem hjálparliðar í þágu almannavarna. Reglugerð um endurgjaldslausa starfsskyldu samkvæmt lögum um almannavarnir var uppfærð í vikunni. Fyrr í vikunni birtist í stjórnartíðindum reglugerð þar sem meðal annars segir að á neyðarstigi almannavarna sé það borgaraleg skylda manna á aldrinum átján til sextíu og fimm ára að gegna, án endurgjalds, starfi hjálparliða almannavarna, samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Sjá einnig: Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Enginn má, samkvæmt reglugerðinni, tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna. Reglugerðin er þó ekki ný af nálinni heldur hefur ákvæði af þessum toga verið í gildi hér á landi í um fimmtíu ár. Tímasetningin er þó engin tilviljun. „Það er verið að uppfæra orðalag. Til dæmis er talað um í gömlu reglugerðinni orðalag eins og á hættustundu sem er kannski ekki samræmdur skilningur um á meðan við erum að vinna eftir neyðarstigi. Þannig okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það hugtak færi inn í reglurnar. Þá eru allir viðbragðsaðilar og allir með það á hreinu nákvæmlega hvað það þýðir, vel skilgreint og lögbundið. Þannig þetta er í rauninni lagfæring og uppfærsla,“ segir Sigríður. En er útlit fyrir að það muni þurfa að nýta þetta ákvæði? „Við vonum bara innilega að það komi ekki til þess. Hins vegar vildum við hafa alla okkar reglu- og lagaumgjörð í lagi,“ svarar Sigríður. En ef til þessa kæmi, hvernig störf eru það sem fólk yrði fengið til þess að gegna? „Ég á kannski erfitt með að tjá mig um það á þessu stigi en þú sérð svo sem í hvað stefnir. Það er náttúrlega búið að búa til bakvarðasveit fyrir heilbrigðiskerfið og við höfum náttúrlega verið mjög lánsöm að hafa björgunarsveitir á Íslandi sem hafa verið að starfa við hlið lögreglu þétt árum saman. Þarna er kannski sambærilegur grunnur og það.“ Spurð út í líkindin við það þegar fólk er kvatt til herþjónustu, líkt og þekkist í öðrum löndum, svarar Sigríður Björk: „Þetta er búið að vera eins og ég segi, í fimmtíu ár, þetta er uppfærsla á reglugerð sem fyrir var. Enginn hernaðartilgangur, ekkert slíkt.“ Almannavarnir Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Ríkislögreglustjóri vonar að ekki komi til þess að almennir borgarar verði kvaddir til starfa sem hjálparliðar í þágu almannavarna. Reglugerð um endurgjaldslausa starfsskyldu samkvæmt lögum um almannavarnir var uppfærð í vikunni. Fyrr í vikunni birtist í stjórnartíðindum reglugerð þar sem meðal annars segir að á neyðarstigi almannavarna sé það borgaraleg skylda manna á aldrinum átján til sextíu og fimm ára að gegna, án endurgjalds, starfi hjálparliða almannavarna, samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Sjá einnig: Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Enginn má, samkvæmt reglugerðinni, tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna. Reglugerðin er þó ekki ný af nálinni heldur hefur ákvæði af þessum toga verið í gildi hér á landi í um fimmtíu ár. Tímasetningin er þó engin tilviljun. „Það er verið að uppfæra orðalag. Til dæmis er talað um í gömlu reglugerðinni orðalag eins og á hættustundu sem er kannski ekki samræmdur skilningur um á meðan við erum að vinna eftir neyðarstigi. Þannig okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það hugtak færi inn í reglurnar. Þá eru allir viðbragðsaðilar og allir með það á hreinu nákvæmlega hvað það þýðir, vel skilgreint og lögbundið. Þannig þetta er í rauninni lagfæring og uppfærsla,“ segir Sigríður. En er útlit fyrir að það muni þurfa að nýta þetta ákvæði? „Við vonum bara innilega að það komi ekki til þess. Hins vegar vildum við hafa alla okkar reglu- og lagaumgjörð í lagi,“ svarar Sigríður. En ef til þessa kæmi, hvernig störf eru það sem fólk yrði fengið til þess að gegna? „Ég á kannski erfitt með að tjá mig um það á þessu stigi en þú sérð svo sem í hvað stefnir. Það er náttúrlega búið að búa til bakvarðasveit fyrir heilbrigðiskerfið og við höfum náttúrlega verið mjög lánsöm að hafa björgunarsveitir á Íslandi sem hafa verið að starfa við hlið lögreglu þétt árum saman. Þarna er kannski sambærilegur grunnur og það.“ Spurð út í líkindin við það þegar fólk er kvatt til herþjónustu, líkt og þekkist í öðrum löndum, svarar Sigríður Björk: „Þetta er búið að vera eins og ég segi, í fimmtíu ár, þetta er uppfærsla á reglugerð sem fyrir var. Enginn hernaðartilgangur, ekkert slíkt.“
Almannavarnir Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira