Akstur í borginni minnkað um 685 hringferðir á dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2020 11:09 Það voru fáir á ferli á Suðurlandsbrautinni í mánudagsmorgun á fyrsta degi samkomubannsins. Vísir/Vilhelm Samkomubannið sem tók gildi í upphafi vikunnar hefur stórlega dregið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu. Mælingar úr umferðarteljurum víðsvegar um borgina bera með sér að í upphafi vikunnar hafi aksturinn dregist saman um næstum fjórðung, heil 23 prósent, sé tekið mið af umferðinni fyrir mánuði síðan. Verkfræðistofan Efla telur að bílstjórar höfuðborgarsvæðisins gætu þannig hafa minnkað akstur sinn um 900 þúsund kílómetra á dag - sem samsvarar því að aka hringveginn 685 sinnum. Mest virðist hafa dregið úr umferð á Kringlumýrarbraut/Hafnarfjarðarvegi og þar vestan af. Þannig hafi umferð í og við Bústaðaveg og Hringbraut dregist saman um þriðjung. Efla telur að þar geti stúdentar hafa spilað einhverja rullu. „Mögulega má rekja þessa miklu fækkun til þess að kennsla hefur ekki farið fram í háskólunum og búið er að fresta viðburðum sem margir hverjir fara fram í miðborg Reykjavíkur,“ eins og segir í úttekt Eflu. Umtalsverður ábati af minni umferð Verkfræðistofan tekur þó fram að mælingarnar nái aðeins til mánudags og þriðjudags í þessari viku og því ómögulegt að spá hvort þetta verði akstursmynstrið það sem eftir lifir samkomubanns. Engu að síður ber umferðin þessa tvo daga með sér „hver áhrifin eru á umferð ef markvisst er hægt að hvetja til annarra fararmáta en einkabílsins og aukinnar fjarvinnu,“ segir í úttektinni og vísað til fyrrnefndra 900 þúsund kílómetra. „Út frá sömu ályktun, þá sparast á hverjum degi 145 tonn CO₂ af útblæstri frá umferð sem samsvarar árslosun 70 meðal fólksbíla“ Úttekt Eflu má nálgast í heild hér. Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Samkomubannið sem tók gildi í upphafi vikunnar hefur stórlega dregið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu. Mælingar úr umferðarteljurum víðsvegar um borgina bera með sér að í upphafi vikunnar hafi aksturinn dregist saman um næstum fjórðung, heil 23 prósent, sé tekið mið af umferðinni fyrir mánuði síðan. Verkfræðistofan Efla telur að bílstjórar höfuðborgarsvæðisins gætu þannig hafa minnkað akstur sinn um 900 þúsund kílómetra á dag - sem samsvarar því að aka hringveginn 685 sinnum. Mest virðist hafa dregið úr umferð á Kringlumýrarbraut/Hafnarfjarðarvegi og þar vestan af. Þannig hafi umferð í og við Bústaðaveg og Hringbraut dregist saman um þriðjung. Efla telur að þar geti stúdentar hafa spilað einhverja rullu. „Mögulega má rekja þessa miklu fækkun til þess að kennsla hefur ekki farið fram í háskólunum og búið er að fresta viðburðum sem margir hverjir fara fram í miðborg Reykjavíkur,“ eins og segir í úttekt Eflu. Umtalsverður ábati af minni umferð Verkfræðistofan tekur þó fram að mælingarnar nái aðeins til mánudags og þriðjudags í þessari viku og því ómögulegt að spá hvort þetta verði akstursmynstrið það sem eftir lifir samkomubanns. Engu að síður ber umferðin þessa tvo daga með sér „hver áhrifin eru á umferð ef markvisst er hægt að hvetja til annarra fararmáta en einkabílsins og aukinnar fjarvinnu,“ segir í úttektinni og vísað til fyrrnefndra 900 þúsund kílómetra. „Út frá sömu ályktun, þá sparast á hverjum degi 145 tonn CO₂ af útblæstri frá umferð sem samsvarar árslosun 70 meðal fólksbíla“ Úttekt Eflu má nálgast í heild hér.
Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira