Lungnasjúklingar í margra mánaða félagslegri einangrun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2020 11:52 Aldís hefur áhyggjur af félagsmönnum, af félagslegri einangrun þeirra og heilsu. Yfir tvö þúsund astmasjúklingar eru á Íslandi og lungnasjúklingar, til dæmis með langvinna lungnateppu og aðra alvarlega lungnasjúkdóma, eru yfir þúsund talsins. Í Samtökum lungnasjúklinga er á sjötta hundrað manns. Aldís Jónsdóttir er formaður samtakanna og segir félagsmenn hafa verið í sjálfskipaðri sóttkví frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist með kórónuveiruna fyrir þremur vikum. Fólk hafi þurft að loka sig af, líka frá fjölskyldu, eða halda að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð. „Það er misjafnt hvað fólk er með gott stuðningsnet. Sumir hafa aðstöðu fyrir aðstandanda heima hjá sér sem aðstoðar það og aðrir fá heimsent. Sumir sem hafa heilsu komast einir út að ganga en fara ekki þar sem annað fólk er.“. Aldís segir þetta vissulega einangrun en hvetur fólk til að hafa samskipti í gegnum netmiðla eða síma. Hún segir að fólk sé vissulega kvíðið. „Já, hver er það ekki? Maður veit ekki hver er smitaður og hver er ekki.“ Ljóst er að félagsleg einangrun lungnasjúklinga getur staðið yfir í marga mánuði eða þar til veiran gengur yfir en Aldís bendir á að margir lungnasjúklingar hafi í raun verið í einangrun frá því í nóvember. „Færðin hefur verið að setja skoðrur, lungnasjúklingar fara ekki út í vindbyl og kafsnjó eins og hefur verið fyrir norðan, austan og vestan. Þetta er eiginlega búið að vera einangrun síðan í nóvember, meira eða minna,“ segir Aldís sem minnir á mikilvægi hreyfingar, heima í stofu eða í göngutúr fjarri öðrum og þá með buff eða grímu fyrir vitunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Yfir tvö þúsund astmasjúklingar eru á Íslandi og lungnasjúklingar, til dæmis með langvinna lungnateppu og aðra alvarlega lungnasjúkdóma, eru yfir þúsund talsins. Í Samtökum lungnasjúklinga er á sjötta hundrað manns. Aldís Jónsdóttir er formaður samtakanna og segir félagsmenn hafa verið í sjálfskipaðri sóttkví frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist með kórónuveiruna fyrir þremur vikum. Fólk hafi þurft að loka sig af, líka frá fjölskyldu, eða halda að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð. „Það er misjafnt hvað fólk er með gott stuðningsnet. Sumir hafa aðstöðu fyrir aðstandanda heima hjá sér sem aðstoðar það og aðrir fá heimsent. Sumir sem hafa heilsu komast einir út að ganga en fara ekki þar sem annað fólk er.“. Aldís segir þetta vissulega einangrun en hvetur fólk til að hafa samskipti í gegnum netmiðla eða síma. Hún segir að fólk sé vissulega kvíðið. „Já, hver er það ekki? Maður veit ekki hver er smitaður og hver er ekki.“ Ljóst er að félagsleg einangrun lungnasjúklinga getur staðið yfir í marga mánuði eða þar til veiran gengur yfir en Aldís bendir á að margir lungnasjúklingar hafi í raun verið í einangrun frá því í nóvember. „Færðin hefur verið að setja skoðrur, lungnasjúklingar fara ekki út í vindbyl og kafsnjó eins og hefur verið fyrir norðan, austan og vestan. Þetta er eiginlega búið að vera einangrun síðan í nóvember, meira eða minna,“ segir Aldís sem minnir á mikilvægi hreyfingar, heima í stofu eða í göngutúr fjarri öðrum og þá með buff eða grímu fyrir vitunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira