Létu veiruna ekki stöðva drauminn um veitingastað Stefán Árni Pálsson skrifar 20. mars 2020 15:36 Arndís og Helgi létu draum sinn verða að veruleika. vísir/vilhelm „Við tökum svolítið einn dag í einu og deilum auðvitað áhyggjum allra af því ástandi sem nú ríkir. Um leið reynum við að halda í gleðina og vera bjartsýn – vitandi að þessu ástandi mun linna. Við erum bara rétt að byrja og ætlum okkur að gera marga góða hluti hér,“ segir Arndís Þorgeirsdóttir sem stofnaði veitingastaðinn 20&SJÖ mathús & bar, við Víkurhvarf 1 í Kópavogi, ásamt eiginmanni sínum Helga Sverrissyni og það fyrir viku í miðjum kórónufaraldri. Um er að ræða veitingahús þar sem kjöt er reykt og eldað í Tennesee-ofni til að ná fram góðu reykbragði og er notað íslenskt birki til þess, en kjötið er eldað við lágan hita í langan tíma. Á staðnum er einnig sérstakur vegan-matseðill og geta Kópavogsbúar notið þess að fara fínt út að borða í hverfinu. Arndís starfar sem útgáfustjóri Kennarasambandsins á daginn og hefur hún gert það í okkur ár síðan hún var fréttastjóri á Fréttablaðinu. „Við erum ánægð með útkomuna hér eftir margra mánaða vinnu og mikið puð á köflum. Fjölskylda og vinir hjálpuðu okkur mikið sem skipti miklu máli auðvitað. Húsnæðið var alveg hrátt þegar við byrjuðum og hér höfum við verið síðustu mánuði ásamt her iðnaðarmanna.“ Fjölskyldan stendur saman vaktina. vísir/vilhelm Það eru líklega ekki kjöraðstæður að opna veitingastað í miðjum kórónafaraldri en þau hjónin njóta góðs af því að staðurinn er stór og hægt er að hafa langt á milli borða. Einnig hafa þau ákveðið að bjóða viðskiptavinum að sækja matinn. „Við erum svo heppin að staðurinn er stór og við getum haft langt á milli borða þessar vikurnar. Við erum að gera okkur klár í að afgreiða „taka away“ mat enda var það planið. Reiknum með að byrja með það um helgina. Það er samt gaman að segja frá því að það hefur verið fínt að gera þessu fyrstu daga og gaman að sjá hvað fólkið hér í hverfinu tekur okkur vel.“ Arndís segir að þau hjónin hafi talað um að opna veitingastað í mörg ár. „Helgi er kokkurinn og hefur hann verið að elda mjög mikið síðustu ár, þar á meðal á hótelum á Suðurlandi og víða. Matseldin er hans ástríða.“ Amerískur reykofn og Miðjarðhafsmatur Eins og áður segir er Helgi Sverrisson kokkurinn á staðnum og er matseðillinn hans sköpun. „Þetta er það sem við köllum svona kasjúal úthverfafjölskyldustaður sem er svona í fínni kantinum. Fólk getur farið fínt út að borða í sínu hverfi í stað þess að eyða sjö þúsund krónum í leigubíl. Stefnan okkar er að vera svolítið stefnulaus varðandi matarþemu svo að allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Helgi. Það tók marga mánuði að breyta fokheldu húsnæði í þennan glæsilega veitingarstað. vísir/vilhelm „Við fluttum inn sérstakan ofn frá Tennesee í Bandaríkjunum sem reykir og hægeldar kjöt sem kemur einstaklega vel út þegar kemur að rifjum og öðru slíku. Svo erum við einnig mjög skotin í Miðjarðarhafsmat eins og frá Líbanon og Ísrael. Þá leggjum við áherslu á vegan-mat og bjóðum upp á sérmatseðil með slíkum mat. Við bjóðum til dæmis upp á vegan-lasagna sem við reykjum í ofninum og það fær viðarkeim sem kemur vel út. Við leggjum líka áherslu á að vera með góð vín og erum með stóran vínseðil.“ Helgi segist vona að sem fæstir fari illa út úr veirunni og því ástandi sem í samfélaginu í dag. „Þetta kemur illa við alla. Við erum kannski óheppin að vera opna á þessum tíma en við erum samt í stóru hverfi þar sem fólk hefur ekki getað farið svona fínt út á borða í hverfinu sjálfu. Fólk er búið að bíða eftir þessu og það sem af er hefur okkur verið vel tekið. Við vonum að það haldi áfram.“ Matur Veitingastaðir Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Við tökum svolítið einn dag í einu og deilum auðvitað áhyggjum allra af því ástandi sem nú ríkir. Um leið reynum við að halda í gleðina og vera bjartsýn – vitandi að þessu ástandi mun linna. Við erum bara rétt að byrja og ætlum okkur að gera marga góða hluti hér,“ segir Arndís Þorgeirsdóttir sem stofnaði veitingastaðinn 20&SJÖ mathús & bar, við Víkurhvarf 1 í Kópavogi, ásamt eiginmanni sínum Helga Sverrissyni og það fyrir viku í miðjum kórónufaraldri. Um er að ræða veitingahús þar sem kjöt er reykt og eldað í Tennesee-ofni til að ná fram góðu reykbragði og er notað íslenskt birki til þess, en kjötið er eldað við lágan hita í langan tíma. Á staðnum er einnig sérstakur vegan-matseðill og geta Kópavogsbúar notið þess að fara fínt út að borða í hverfinu. Arndís starfar sem útgáfustjóri Kennarasambandsins á daginn og hefur hún gert það í okkur ár síðan hún var fréttastjóri á Fréttablaðinu. „Við erum ánægð með útkomuna hér eftir margra mánaða vinnu og mikið puð á köflum. Fjölskylda og vinir hjálpuðu okkur mikið sem skipti miklu máli auðvitað. Húsnæðið var alveg hrátt þegar við byrjuðum og hér höfum við verið síðustu mánuði ásamt her iðnaðarmanna.“ Fjölskyldan stendur saman vaktina. vísir/vilhelm Það eru líklega ekki kjöraðstæður að opna veitingastað í miðjum kórónafaraldri en þau hjónin njóta góðs af því að staðurinn er stór og hægt er að hafa langt á milli borða. Einnig hafa þau ákveðið að bjóða viðskiptavinum að sækja matinn. „Við erum svo heppin að staðurinn er stór og við getum haft langt á milli borða þessar vikurnar. Við erum að gera okkur klár í að afgreiða „taka away“ mat enda var það planið. Reiknum með að byrja með það um helgina. Það er samt gaman að segja frá því að það hefur verið fínt að gera þessu fyrstu daga og gaman að sjá hvað fólkið hér í hverfinu tekur okkur vel.“ Arndís segir að þau hjónin hafi talað um að opna veitingastað í mörg ár. „Helgi er kokkurinn og hefur hann verið að elda mjög mikið síðustu ár, þar á meðal á hótelum á Suðurlandi og víða. Matseldin er hans ástríða.“ Amerískur reykofn og Miðjarðhafsmatur Eins og áður segir er Helgi Sverrisson kokkurinn á staðnum og er matseðillinn hans sköpun. „Þetta er það sem við köllum svona kasjúal úthverfafjölskyldustaður sem er svona í fínni kantinum. Fólk getur farið fínt út að borða í sínu hverfi í stað þess að eyða sjö þúsund krónum í leigubíl. Stefnan okkar er að vera svolítið stefnulaus varðandi matarþemu svo að allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Helgi. Það tók marga mánuði að breyta fokheldu húsnæði í þennan glæsilega veitingarstað. vísir/vilhelm „Við fluttum inn sérstakan ofn frá Tennesee í Bandaríkjunum sem reykir og hægeldar kjöt sem kemur einstaklega vel út þegar kemur að rifjum og öðru slíku. Svo erum við einnig mjög skotin í Miðjarðarhafsmat eins og frá Líbanon og Ísrael. Þá leggjum við áherslu á vegan-mat og bjóðum upp á sérmatseðil með slíkum mat. Við bjóðum til dæmis upp á vegan-lasagna sem við reykjum í ofninum og það fær viðarkeim sem kemur vel út. Við leggjum líka áherslu á að vera með góð vín og erum með stóran vínseðil.“ Helgi segist vona að sem fæstir fari illa út úr veirunni og því ástandi sem í samfélaginu í dag. „Þetta kemur illa við alla. Við erum kannski óheppin að vera opna á þessum tíma en við erum samt í stóru hverfi þar sem fólk hefur ekki getað farið svona fínt út á borða í hverfinu sjálfu. Fólk er búið að bíða eftir þessu og það sem af er hefur okkur verið vel tekið. Við vonum að það haldi áfram.“
Matur Veitingastaðir Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira