Einstök atkvæðagreiðsla í 1.090 ára sögu Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2020 19:20 Efnahagsaðgerðir sem kostað gætu um eða yfir tuttugu milljarða voru samþykktar samhljóða í óvenjulegri atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Aðgerðirnar tryggja umfangsmiklar greiðslur bóta til fólks sem neyðist til að lækka starfshlutfall sitt og laun til fólks sem þarf að sæta sóttkví. Heildarpakki stjórnvalda verður kynntur á morgun. Atkvæðagreiðslurnar á Alþingi í dag eru þær sérkennilegustu sem þar hafa farið fram í tæplega ellefu hudruð ára sögu Alþingis. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis vék frá hefðbundinni framkvæmd atkvæðagreiðslna til að verða við kröfum Almannavarna og neyðaráætlun þingsins um bil á milli fólks og að sem fæstir komi saman í hóp. Fóru engar atkvæðagreiðslur fram um breytingartillögur samkvæmt heimild í þingsköpum sem sjaldan eða aldrei hefur verið notuð. „Þá er forseti hefur ástæðu til að ætla að allir séu á einu máli eða úrslit máls séu ljós fyrirfram má hann lýsa því yfir að gert sé út um atriði án atkvæðagreiðslu ef enginn þingmaður krefst þess að hún fari fram,“ sagði Steingrímur og vitnaði til 1. greinar þingskapa. Það voru ekki margir í salnum í einu við atkvæðagreiðslur á Alþingi í dag.Vísir-Frikki Þegar kom að því að greiða atkvæði um málin að svo breyttu gengu þingmenn í þingsal úr setustofu við hlið þingsalar og út aftur um aðaldyr salarins að atkvæðagreiðslu lokinni. Frumvörpin um bótagreiðslur á móti skeru starfshlutfalli og laun til fólks í sóttkví voru bæði samþykkt samhljóða af þingmönnum bæði stjórnar- og stjórnarandstöðu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nauðsynlegt að endurskoða málin í maí út frá stöðu atvinnu og efnahagslífs. „Það kann að vera að brýn þörf verði þá til að framlengja úrræðið. Ríkisstjórnin er mjög meðvituð um að þetta endurmat þarf að fara fram. Þetta mun verða eitt það mikilvægasta sem við gerum til að tryggja afkomu launafólks á Íslandi í gegnum þessar tímabundnu þrengingar,“ sagði forsætisráðherra. Frumvarpið um bótagreiðslur á móti skertu starfshlutfalli tók nokkrum breytingum í velferðarnefnd og samkvæmt tillögum frá Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra seinnipartinn í gær, hvað varðar lágmarks starfshlutfall og hámark samanlagðra launa og bóta. „Með þessari hugsun er ég sannfærður um að við komumst saman í gegnum þetta. Og ég vil hvetja bæði fyrirtæki og launafólk til að að nýta sér þetta úrræði,“ sagði félagsmálaráðherra. Þingmenn Miðflokksins studdu bæði frumvörpin en hefði viljað hafa tekjumörkin hærri. En 900 þúsund eins og þau eru í lögunum sem samþykkt voru í dag. „Við teljum að það hefði verið skynsamlegt að ganga hið minnsta upp að 950 þúsund krónunum, sem hefði verið vísitölubæting frá tölunni 2009,“ sagði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. En flestir mæltu eitthvað á þessa leið með áminningu um að kannski þyrfti að bæta lögin seinna meir þannig að enginn félli milli þilja með aðgerðunum. „Og ég trúi því að við séum að samþiggja hér mál sem geti komið að miklu gagni til að milda það högg sem hagkerfið er að ganga í gegnumá þessum erfiðu tímum,“ sagði Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar. Alþingi Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þingmenn hvetja allir til allsherjar samstöðu Mikil samstaða var meðal þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í morgun um að allir standi saman að því að grípa til nauðsynlegra aðgerða í efnahags- og heilbrigðismálum til að vinna gegn áhrifum kórónuveirunnar á samfélagið. 20. mars 2020 13:13 Algjör samstaða stjórnar- og stjórnarandstöðu um bótagreiðslur 20. mars 2020 11:07 Alþingi komið á neyðaráætlun Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. 19. mars 2020 20:49 Markmiðið að tryggja afkomu fólks á óvissutímum „Það er auðvitað verið að horfa til ýmissa þeirra athugasemda sem hafa komið fram, til dæmis varðandi starfshlutfall og annað slíkt og þetta þarf auðvitað allt að kostnaðarmeta og setja í samhengi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en þingfundi sem átti að vera á morgun var frestað til föstudags til að endurmeta frumvarp um atvinnuleysisbætur. 18. mars 2020 19:22 Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Efnahagsaðgerðir sem kostað gætu um eða yfir tuttugu milljarða voru samþykktar samhljóða í óvenjulegri atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Aðgerðirnar tryggja umfangsmiklar greiðslur bóta til fólks sem neyðist til að lækka starfshlutfall sitt og laun til fólks sem þarf að sæta sóttkví. Heildarpakki stjórnvalda verður kynntur á morgun. Atkvæðagreiðslurnar á Alþingi í dag eru þær sérkennilegustu sem þar hafa farið fram í tæplega ellefu hudruð ára sögu Alþingis. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis vék frá hefðbundinni framkvæmd atkvæðagreiðslna til að verða við kröfum Almannavarna og neyðaráætlun þingsins um bil á milli fólks og að sem fæstir komi saman í hóp. Fóru engar atkvæðagreiðslur fram um breytingartillögur samkvæmt heimild í þingsköpum sem sjaldan eða aldrei hefur verið notuð. „Þá er forseti hefur ástæðu til að ætla að allir séu á einu máli eða úrslit máls séu ljós fyrirfram má hann lýsa því yfir að gert sé út um atriði án atkvæðagreiðslu ef enginn þingmaður krefst þess að hún fari fram,“ sagði Steingrímur og vitnaði til 1. greinar þingskapa. Það voru ekki margir í salnum í einu við atkvæðagreiðslur á Alþingi í dag.Vísir-Frikki Þegar kom að því að greiða atkvæði um málin að svo breyttu gengu þingmenn í þingsal úr setustofu við hlið þingsalar og út aftur um aðaldyr salarins að atkvæðagreiðslu lokinni. Frumvörpin um bótagreiðslur á móti skeru starfshlutfalli og laun til fólks í sóttkví voru bæði samþykkt samhljóða af þingmönnum bæði stjórnar- og stjórnarandstöðu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nauðsynlegt að endurskoða málin í maí út frá stöðu atvinnu og efnahagslífs. „Það kann að vera að brýn þörf verði þá til að framlengja úrræðið. Ríkisstjórnin er mjög meðvituð um að þetta endurmat þarf að fara fram. Þetta mun verða eitt það mikilvægasta sem við gerum til að tryggja afkomu launafólks á Íslandi í gegnum þessar tímabundnu þrengingar,“ sagði forsætisráðherra. Frumvarpið um bótagreiðslur á móti skertu starfshlutfalli tók nokkrum breytingum í velferðarnefnd og samkvæmt tillögum frá Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra seinnipartinn í gær, hvað varðar lágmarks starfshlutfall og hámark samanlagðra launa og bóta. „Með þessari hugsun er ég sannfærður um að við komumst saman í gegnum þetta. Og ég vil hvetja bæði fyrirtæki og launafólk til að að nýta sér þetta úrræði,“ sagði félagsmálaráðherra. Þingmenn Miðflokksins studdu bæði frumvörpin en hefði viljað hafa tekjumörkin hærri. En 900 þúsund eins og þau eru í lögunum sem samþykkt voru í dag. „Við teljum að það hefði verið skynsamlegt að ganga hið minnsta upp að 950 þúsund krónunum, sem hefði verið vísitölubæting frá tölunni 2009,“ sagði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. En flestir mæltu eitthvað á þessa leið með áminningu um að kannski þyrfti að bæta lögin seinna meir þannig að enginn félli milli þilja með aðgerðunum. „Og ég trúi því að við séum að samþiggja hér mál sem geti komið að miklu gagni til að milda það högg sem hagkerfið er að ganga í gegnumá þessum erfiðu tímum,“ sagði Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar.
Alþingi Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þingmenn hvetja allir til allsherjar samstöðu Mikil samstaða var meðal þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í morgun um að allir standi saman að því að grípa til nauðsynlegra aðgerða í efnahags- og heilbrigðismálum til að vinna gegn áhrifum kórónuveirunnar á samfélagið. 20. mars 2020 13:13 Algjör samstaða stjórnar- og stjórnarandstöðu um bótagreiðslur 20. mars 2020 11:07 Alþingi komið á neyðaráætlun Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. 19. mars 2020 20:49 Markmiðið að tryggja afkomu fólks á óvissutímum „Það er auðvitað verið að horfa til ýmissa þeirra athugasemda sem hafa komið fram, til dæmis varðandi starfshlutfall og annað slíkt og þetta þarf auðvitað allt að kostnaðarmeta og setja í samhengi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en þingfundi sem átti að vera á morgun var frestað til föstudags til að endurmeta frumvarp um atvinnuleysisbætur. 18. mars 2020 19:22 Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þingmenn hvetja allir til allsherjar samstöðu Mikil samstaða var meðal þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í morgun um að allir standi saman að því að grípa til nauðsynlegra aðgerða í efnahags- og heilbrigðismálum til að vinna gegn áhrifum kórónuveirunnar á samfélagið. 20. mars 2020 13:13
Alþingi komið á neyðaráætlun Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. 19. mars 2020 20:49
Markmiðið að tryggja afkomu fólks á óvissutímum „Það er auðvitað verið að horfa til ýmissa þeirra athugasemda sem hafa komið fram, til dæmis varðandi starfshlutfall og annað slíkt og þetta þarf auðvitað allt að kostnaðarmeta og setja í samhengi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en þingfundi sem átti að vera á morgun var frestað til föstudags til að endurmeta frumvarp um atvinnuleysisbætur. 18. mars 2020 19:22
Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07