Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 20:00 Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona, er ein þeirra sem lagt hafa mikið á sig til að komast á Ólympíuleikana en hún ætlaði sér að ná lágmarki í 50 metra skriðsundi á Evrópumótinu sem átti að fara fram í maí en hefur verið frestað fram yfir Ólympíuleikana vegna kórónuveirunnar. „Eins og staðan er í dag þá veit ég ekki hvort það verður neitt mót fyrir mig til að komast inn á Ólympíuleikana. Núna þurfum við bara að bíða og sjá. Það er búið að fresta Íslandsmótinu og við vitum ekki hvenær það verður eða hvort það verður. Ég vona að það verði í maí eða júní, og þá gæti ég reynt að ná inn á Ólympíuleikana þar,“ sagði Ingibjörg við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að ofan. „Ég reyni að vera jákvæð en það er rosalega erfitt eins og staðan er núna. Maður er bara að æfa einn, reynir að hlusta á allt og virða tveggja metra regluna. Ólympíuleikarnir eru ennþá settir á í júlí svo maður verður að halda áfram að æfa, og reyna að gera eins mikið og maður getur gert. Reyna að gera eitthvað hérna heima en ég þarf sundlaug. Ég á ekki 50 metra sundlaug hérna heima þannig að ég þarf að fara í sundlaugina að synda. Þetta er erfitt,“ sagði Ingibjörg. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. 21. mars 2020 18:31 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona, er ein þeirra sem lagt hafa mikið á sig til að komast á Ólympíuleikana en hún ætlaði sér að ná lágmarki í 50 metra skriðsundi á Evrópumótinu sem átti að fara fram í maí en hefur verið frestað fram yfir Ólympíuleikana vegna kórónuveirunnar. „Eins og staðan er í dag þá veit ég ekki hvort það verður neitt mót fyrir mig til að komast inn á Ólympíuleikana. Núna þurfum við bara að bíða og sjá. Það er búið að fresta Íslandsmótinu og við vitum ekki hvenær það verður eða hvort það verður. Ég vona að það verði í maí eða júní, og þá gæti ég reynt að ná inn á Ólympíuleikana þar,“ sagði Ingibjörg við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að ofan. „Ég reyni að vera jákvæð en það er rosalega erfitt eins og staðan er núna. Maður er bara að æfa einn, reynir að hlusta á allt og virða tveggja metra regluna. Ólympíuleikarnir eru ennþá settir á í júlí svo maður verður að halda áfram að æfa, og reyna að gera eins mikið og maður getur gert. Reyna að gera eitthvað hérna heima en ég þarf sundlaug. Ég á ekki 50 metra sundlaug hérna heima þannig að ég þarf að fara í sundlaugina að synda. Þetta er erfitt,“ sagði Ingibjörg.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. 21. mars 2020 18:31 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. 21. mars 2020 18:31
Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48