Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2020 15:48 Mette Frederiksen, forsætisráðherra, biðlaði til landa sinna um að virða samkomubann yfir páskahátíðina og ýjaði að því að grípa þyrfti til ferðatakmarkana innanlands. Vísir/EPA Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt um tvær vikur fram yfir páska, til 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. Samkomur tíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar í Danmörku frá því á þriðjudag í síðustu viku og hefur skólum og veitingastöðum verið lokað vegna þess. Flestir opinberir starfsmenn vinna heima hjá sér. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að framlenging bannsins myndi fela í sér að skólar, barir, líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og fleira verið lokað í tvær vikur til viðbótar. Frederiksen lofaði árangur af aðgerðunum til þessa. Það sé vegna þeirra sem mikilvægt sé að halda áfram, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. „Það er mikilvægt að við sem land höldum áfram. Ég veit að þetta er virkilega erfitt fyrir marga en við trúum því að þetta virki,“ sagði forsætisráðherrann. Viðurkenndi hún að erfitt yrði að virða samkomubannið yfir páskana en hvatti fólk engu að síður til að hugsa sig um áður en það skipulegði mannfagnaði eða ferðalög. Ekki aðeins ættu Danir að forðast að fara til útlanda yfir páskana heldur einnig að ferðast innanlands. „Ég geri mér grein fyrir að fólk vill gjarnan fara í sumarbústað en við þurfum að draga úr ferðalögum. Ríkisstjórnin er að sjálfsögðu að skoða hvort grípa þurfi til frekari aðgerða í þessum efnum,“ sagði Frederiksen sem lokaði landamærum Danmerkur um þarsíðustu helgi. Alls hafa rúmlega 1.300 smit verið greind í Danmörku, sem dregið hafa þrettán manns til dauða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt um tvær vikur fram yfir páska, til 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. Samkomur tíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar í Danmörku frá því á þriðjudag í síðustu viku og hefur skólum og veitingastöðum verið lokað vegna þess. Flestir opinberir starfsmenn vinna heima hjá sér. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að framlenging bannsins myndi fela í sér að skólar, barir, líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og fleira verið lokað í tvær vikur til viðbótar. Frederiksen lofaði árangur af aðgerðunum til þessa. Það sé vegna þeirra sem mikilvægt sé að halda áfram, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. „Það er mikilvægt að við sem land höldum áfram. Ég veit að þetta er virkilega erfitt fyrir marga en við trúum því að þetta virki,“ sagði forsætisráðherrann. Viðurkenndi hún að erfitt yrði að virða samkomubannið yfir páskana en hvatti fólk engu að síður til að hugsa sig um áður en það skipulegði mannfagnaði eða ferðalög. Ekki aðeins ættu Danir að forðast að fara til útlanda yfir páskana heldur einnig að ferðast innanlands. „Ég geri mér grein fyrir að fólk vill gjarnan fara í sumarbústað en við þurfum að draga úr ferðalögum. Ríkisstjórnin er að sjálfsögðu að skoða hvort grípa þurfi til frekari aðgerða í þessum efnum,“ sagði Frederiksen sem lokaði landamærum Danmerkur um þarsíðustu helgi. Alls hafa rúmlega 1.300 smit verið greind í Danmörku, sem dregið hafa þrettán manns til dauða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50
Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31