Hefur fulla trú á að Ólympíuleikunum verði frestað innan fárra daga Anton Ingi Leifsson skrifar 23. mars 2020 19:00 Lárus Blöndað fór yfir stöðua í Sportið í dag. vísir/skjáskot Lárus Blöndal, forseti íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, segir að allt bendi til þess að Ólympíuleikarnir sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verði frestað. Lárus var gestur Sportið í dag þar sem hann, Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir stöðuna. Ólympíuleikarnir voru til umræða en þeir eiga að fara fram í Tókýó í júlí en enn hefur þeim ekki verið frestað. „Ég held að líkurnar á að leikarnir fari fram séu mjög dvínandi. Sú staða hefur verið uppi um nokkurt skeið. Þetta hefur þróast síðasta hálfan mánuðinn með mun agressífari hætti en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Lárus í þættinum í dag. „Staðan er sú að Bandaríkin er í uppaldi þessa faraldrar og Evrópa er í honum miðjum. Það er alveg ljóst að það mun líða langur tími þangað til að íþróttamennirnir á þessum svæðum geta farið að stunda sínar íþróttir af fullum krafti.“ Hann segir að það sé erfitt að halda jafn stórt mót og Ólympíuleikarnir eru þegar keppendurnir fá ekki einu sinni að æfa í margar vikur eða mánuði fyrir mót. „Það er útgöngubann víða. Þú stundar ekki íþróttir ef þú getur ekki farið út úr húsinu. Þetta snýst ekki bara um hvernig ástandið verður þegar leikarnir eiga að fara fram heldur menn þurfa að hafa haft tækifæri til þess að tryggja að þeir nái sem bestum árangri með æfingu og undirbúningi.“ Klippa: Sportið í dag: Lárus Blöndal um Ólympíuleikana „Við áttum fund með forseta Ólympíusambandsins fyrir nokkrum dögum síðan þar sem fulltrúar allra Evrópuríkjanna tóku þátt. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta mál er í skoðun og menn eru að vinna í þessu frá degi til dags. Ég hef fulla trú á því að þessu verði frestað innan fárra daga.“ Kanada tilkynnti í dag að þau myndu ekki senda sitt íþróttafólk á mótið fari það fram en Lárus segir að það gæti vel verið að Ísland geri slíkt við sama. „Það kann vel að vera að við gerum það. Við ætlum að ræða þessi mál á stjórnarfundi í vikunni, fjarfundi, og ég geri ráð fyrir að þetta verði tekið fyrir það. Þetta er stór ákvörðun og forsetinn er að nálgast þennan stað mjög hratt,“ sagði Lárus. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Lárus Blöndal, forseti íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, segir að allt bendi til þess að Ólympíuleikarnir sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verði frestað. Lárus var gestur Sportið í dag þar sem hann, Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir stöðuna. Ólympíuleikarnir voru til umræða en þeir eiga að fara fram í Tókýó í júlí en enn hefur þeim ekki verið frestað. „Ég held að líkurnar á að leikarnir fari fram séu mjög dvínandi. Sú staða hefur verið uppi um nokkurt skeið. Þetta hefur þróast síðasta hálfan mánuðinn með mun agressífari hætti en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Lárus í þættinum í dag. „Staðan er sú að Bandaríkin er í uppaldi þessa faraldrar og Evrópa er í honum miðjum. Það er alveg ljóst að það mun líða langur tími þangað til að íþróttamennirnir á þessum svæðum geta farið að stunda sínar íþróttir af fullum krafti.“ Hann segir að það sé erfitt að halda jafn stórt mót og Ólympíuleikarnir eru þegar keppendurnir fá ekki einu sinni að æfa í margar vikur eða mánuði fyrir mót. „Það er útgöngubann víða. Þú stundar ekki íþróttir ef þú getur ekki farið út úr húsinu. Þetta snýst ekki bara um hvernig ástandið verður þegar leikarnir eiga að fara fram heldur menn þurfa að hafa haft tækifæri til þess að tryggja að þeir nái sem bestum árangri með æfingu og undirbúningi.“ Klippa: Sportið í dag: Lárus Blöndal um Ólympíuleikana „Við áttum fund með forseta Ólympíusambandsins fyrir nokkrum dögum síðan þar sem fulltrúar allra Evrópuríkjanna tóku þátt. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta mál er í skoðun og menn eru að vinna í þessu frá degi til dags. Ég hef fulla trú á því að þessu verði frestað innan fárra daga.“ Kanada tilkynnti í dag að þau myndu ekki senda sitt íþróttafólk á mótið fari það fram en Lárus segir að það gæti vel verið að Ísland geri slíkt við sama. „Það kann vel að vera að við gerum það. Við ætlum að ræða þessi mál á stjórnarfundi í vikunni, fjarfundi, og ég geri ráð fyrir að þetta verði tekið fyrir það. Þetta er stór ákvörðun og forsetinn er að nálgast þennan stað mjög hratt,“ sagði Lárus.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira