Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2020 19:50 Á daglegum blaðamannafundi var spurt um réttindi þeirra sem tilheyra viðkvæmum hópum og eiga í aukinni hættu á að veikjast alvarlega vegna kórónuveirunnar. Ljósmynd/Lögreglan Í umræðum um réttindi fólks sem tilheyrir viðkvæmum hópum sagði sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi í dag að fólki með alvarlega sjúkdóma sé ráðlagt að fara í verndarsóttkví. Vísaði hann til alvarlegra lungnasjúkdóma en sagði þetta ekki eiga til dæmis við um hefðbundinn astma. „Við erum ekki að skipa fólki að fara í [verndarsóttkví], heldur erum við að biðla til fólks. Á því byggja allar okkar tillögur og ráðleggingar til fólks; að það finni það, skilji það og vilji gera þetta. Þannig erum við að gera þetta með alla viðkvæma hópa,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Þannig er fólk háð velvilja vinnuveitanda að halda launum í slíku verndarsóttkví, að því gefnu að það geti ekki unnið heima, enda er ekki hægt að fá veikindavottorð. Það staðfesti Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, á þessum sama fundi í dag. „Það er auðvitað hægt að skrifa vottorð þar sem staðfestist að einstaklingur sé með sjúkdóm en í sjálfu sér er fólk ekki veikt,“ sagði Óskar Reykdalsson. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Fréttastofu hefur borist bréf frá fólki sem tilheyrir þessum viðkvæmu hópum. Til dæmis frá fólki sem er á ónæmisbælandi lyfjum eða með öndunarfærasjúkdóma. Margir hverjir eru á atvinnumarkaði en vegna sjúkdóms síns vilja ekki vera meðal fólks. Einhverjir hafa bent á að það skjóti skökku við að þeir sem velji sjálfir að fara til útlanda í skíðaferð, jafnvel vitandi af hættunni og sóttkvískyldunni, fái laun í tvær vikur í sóttkví á meðan þeir sem eru í aukinni hættu vegna veirunnar fái ekki laun. Á upplýsingafundinum í dag sagði almannavarnateymið að málið væri í skoðun. Sömuleiðis sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ráðuneytið vera að skoða þessi mál. Fréttastofa mun fylgjast með framvindu mála næstu daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Í umræðum um réttindi fólks sem tilheyrir viðkvæmum hópum sagði sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi í dag að fólki með alvarlega sjúkdóma sé ráðlagt að fara í verndarsóttkví. Vísaði hann til alvarlegra lungnasjúkdóma en sagði þetta ekki eiga til dæmis við um hefðbundinn astma. „Við erum ekki að skipa fólki að fara í [verndarsóttkví], heldur erum við að biðla til fólks. Á því byggja allar okkar tillögur og ráðleggingar til fólks; að það finni það, skilji það og vilji gera þetta. Þannig erum við að gera þetta með alla viðkvæma hópa,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Þannig er fólk háð velvilja vinnuveitanda að halda launum í slíku verndarsóttkví, að því gefnu að það geti ekki unnið heima, enda er ekki hægt að fá veikindavottorð. Það staðfesti Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, á þessum sama fundi í dag. „Það er auðvitað hægt að skrifa vottorð þar sem staðfestist að einstaklingur sé með sjúkdóm en í sjálfu sér er fólk ekki veikt,“ sagði Óskar Reykdalsson. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Fréttastofu hefur borist bréf frá fólki sem tilheyrir þessum viðkvæmu hópum. Til dæmis frá fólki sem er á ónæmisbælandi lyfjum eða með öndunarfærasjúkdóma. Margir hverjir eru á atvinnumarkaði en vegna sjúkdóms síns vilja ekki vera meðal fólks. Einhverjir hafa bent á að það skjóti skökku við að þeir sem velji sjálfir að fara til útlanda í skíðaferð, jafnvel vitandi af hættunni og sóttkvískyldunni, fái laun í tvær vikur í sóttkví á meðan þeir sem eru í aukinni hættu vegna veirunnar fái ekki laun. Á upplýsingafundinum í dag sagði almannavarnateymið að málið væri í skoðun. Sömuleiðis sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ráðuneytið vera að skoða þessi mál. Fréttastofa mun fylgjast með framvindu mála næstu daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira