Feigðarflan FIDE? Teflt eins og enginn sé morgundagurinn í Rússlandi Hrafn Jökulsson skrifar 25. mars 2020 08:07 Nepo mætti hóstandi og ætlaði að gera jafntefli í hvelli, en vann flottan sigur að hætti hússins. Þetta er leikhús fáránleikans: Mannkynið er í sameiginlegri óvissuferð þar sem við þekkjum ekki áningarstaði morgundagsins og vitum ekki hvernig veröldin veltist í næstu viku – en austur í Úralfjöllum er bestu skákmönnum heims dröslað nauðugum dag eftir dag til að berjast, líktog hverjum öðrum skylmingaþrælum. Samtímis fer skákáhugamönnum mjög fjölgandi, nú þegar hálfur heimurinn er kominn í stofufangelsi og hangir á netinu. Þá er gaman að horfa á Nepo og Wang og Caruana leika listir sínar. Verst að skákmeistararnir virðast, sumir að minnsta kosti, á barmi taugaáfalls. Ekki samt Nepo – en hann er byrjaður að hósta… Áskorendamótið í Katrínarborg er eina keppnin sem eftir er í heiminum, ja, eða svona uppundir það; Hvítrússar halda áfram að ólmast í fótbolta enda hefur Lukasjenko eilífðarforseti sagt að landsmenn þurfi engu að kvíða, sönnum Hvítrússum sé nóg að anda að sér ilminum af liljum vallarins til að hrista af sér allar umgangspestir. Ding. Margir veðjuðu á hann fyrir mót en King Ding, eins og hann er stundum kallaður í skákheiminum, hefur ekki náð sér á strik í mótinu. Vill FIDE, alþjóða skáksambandið, vera í skemmtikraftafélagi með Lukasjenko, síðasta einræðisherra Evrópu? Þar er efinn. Alexander Grischuk, sem hefur ekki tapað skák eftir sex umferðir (reyndar ekki unnið neina heldur), var ekkert að skafa utan af hlutunum eftir sjöttu umferðina. Hann vildi að mótshaldi yrði hætt tafarlaust. Sama segir Wang Hao. Kínverska prúðmennið mótmælti reyndar fyrirfram en mætti engu að síður til Katrínarborgar með tveggja vikna fyrirvara til að dúsa í sóttkví. Fyrir bragðið hefur hann engan aðstoðarmann – trúlega fyrsti meistarinn í seinni tíma sögu áskorendamótanna sem hefur engan sér til halds og trausts. Þetta er svipað og Tiger Woods yrði að dröslast einn um með golfsettið sitt. Þreföld ógæfa meistarans hógværa frá Kína Áður en lengra er haldið – hvað er svo að frétta af taflinu? Hér eru úrslit 6. umferðar: Ian Nepomniachtchi (eruði ekki örugglega búin að læra framburðinn?) gengur bókstaflega berserksgang. Nú lá Ding Liren í blóði sínu. Aftur. Ding, sem tapaði ekki hundrað skákum í röð gegn heimsins fremstu görpum, hefur nú tapað þremur af sex á áskorendamótinu. Meistarinn hógværi er vel og rækilega úr leik í keppninni um efsta sætið. Hann er lítið annað en fangi í Katrínarborg meðan FIDE þóknast að láta sjóið halda áfram. Nepo tefldi vel gegn Ding, en rússneski bardagamaðurinn mætti hundslappur til leiks og ætlaði að sleppa sem fyrst með jafntefli svo hann gæti farið og hóstað í friði. Það var ekki í boði, svo Nepo einfaldlega vann skákina. Er kórónaveiran búin að læsa í hann klónum? Nei, segja embættismenn mótsins og staðhæfa að vandlega sé fylgst með heilsu keppenda. Ekki er hægt að véfengja það, en full ástæða er hinsvegar til að tortryggja niðurstöður úr skyndiprófum á vettvangi. Samkvæmt fréttum frá Rússlandi er svona allur gangur á því hvort prófin sýna rétta niðurstöðu. Aldursforsetinn Grischuk er alltaf á síðustu stundu. Hann telur fráleitt að mótið haldi áfram. Fleira vekur áhyggjur af velferð keppenda og starfsmanna í Katrínarborg. Ástandið í Rússlandi versnar dag frá degi. Þúsundir eru strandaglópar á flugvöllum. Fólki yfir 65 ára aldri er beinlínis bannað að fara út fyrir hússins dyr (nema Pútín, 67 ára, er undanskilinn skv. tilkynningu frá Kreml) og reikna má með að öllum landamærum verði lokað á næstu dögum, flug fellt niður, og samfélagið sett í allsherjar sóttkví. Og hvað gera okkar menn þá? Giri vann í tuttugustu tilraun! En aðeins meira um skákina – þetta er nú einu sinni sjálft áskorendamótið. Auðvitað ætti fyrirsögn dagsins að vera: Anish Giri vann! Það gerist svona álíka oft og hann heldur uppá afmælið sitt. Hann teymdi Alekseenko út á flughált einstigi, í lengstu skák mótsins, og þegar Rússinn ungi missteig sig var Giri fljótur að varpa honum niður í hyldýpið. Giri hefur lag á því að strjúka virkum í athugasemdum öfugt. Giri var meðal keppenda á áskorendamótinu í Moskvu 2016 og gerði þá jafntefli í öllum skákunum fjórtán. Hann hefur síðan verið skotspónn óbreyttra skákáhugamanna sem finnst lítið sport að gera eintóm jafntefli, þeim finnst hann þar að auki stertimenni og stór upp á sig. Virkir í athugasemdum skákmanna tóku sigri Giris með semingi, voru fljótir að benda á að það hefði tekið hann tuttugu tilraunir að vinna skák á áskorendamóti, og þá gegn stigalægsta keppandanum auðvitað – honum Alekseenko litla sem er ekki einu sinni orðinn alvöru ofurstórmeistari. En Giri er búinn að vinna skák, svo nú getur hann núið sér heilshugar aftur að jafnteflunum. Grischuk hélt áfram að gera jafntefli af einurð og festu, og Caruana hélt áfram að vera ósannfærandi. Það á sér sumpart augljósar skýringar. Bandaríski meistarinn sagði í fyrradag að hann væri ekki viss um að komast heim þegar mótinu lýkur. Bandaríkin eru að skella í lás, líkt og flest lönd heimsins, tja, nema auðvitað Hvítarússland. Hóstandi bragðarefur á sigurbraut Lítum nú sem snöggvast á mótstöfluna eftir sex umferðir af þeim fjórtán sem fram eiga að fara: Hér sjáum við að Nepo er efstur með 4,5 vinning. Hann hefur unnið þrjár skákir og gert þrjú jafntefli. Árangur hans jafngildir 2969 skákstigum, sem er stjarnfræðilegt. Bragðarefurinn frá Bryansk hefur unnið fleiri skákir á mótinu en Alekseenko, Ding, Wang, Giri og Grischuk – samanlagt! Vachier-Lagrave lúrir í öðru sæti, vinningi á eftir Nepo. Frakkinn hefur unnið eina skák og gert sex jafntefli. Stóra tækifærið hans er nú í 7. umferð. Hann getur rennt sér upp að hlið Nepos með sigri í innbyrðis viðureign þeirra. Fjórir skákmenn eru með 3 vinninga og 50 prósent vinningshlutfall. Þeir teljast allir eiga möguleika á sigri í mótinu, en fæstir veðja miklu á Giri, Wang eða Grischuk. Í eðlilegu árferði væri Caruana enn til alls líklegur, en árferðið er fráleitt eðlilegt og taugar hans þandar til hins ítrasta, skiljanlega. Kórónuvísus lokar nú landamærum. Omar Salama: FIDE sýni hugrekki og viðurkenni mistök Með 7. umferð lýkur fyrri hálfleik mótsins, en þessi sérkennilega veisla á að standa til 3. apríl. Enginn veit að vísu hvernig heimurinn lítur út þá, hvernig ástandið verður í Rússlandi eða hvort yfirhöfuð verður hægt að ferðast milli landa. Verða máske áskorendurnir átta fastir í Katrínarborg, svona rétt eins og rússnesku snillingarnir Alekhine, Bogoljubov og félagar sem staddir voru á skákmóti í Þýskalandi þegar fyrra stríð hófst og voru settir í varðhald þar sem þeir tefldu þúsundir blindskáka… Seinna valdi Alekhine sinn gamla klefafélaga sem mótherja í heimsmeistaraeinvígi. Já, og þegar seinni heimsstyrjöldin hófst stóð yfir ólympíuskákmót í Argentínu, margir kusu að vera um kyrrt frekar en fara á vit óvissunnar í Evrópu. Caruana langt frá sínu besta. Kemst hann heim til Bandaríkjanna ef mótið heldur áfram næstu 10 daga. Þar er efinn. Hér skal því ekki spáð að meistararnir verði innlyksa í Rússlandi, en það er auðvitað ekki útilokað fyrst FIDE ætlar að skikka meistarana til að tefla eins og enginn sé morgundagurinn. Þrjóska FIDE er mjög umhugsunarverð enda verið að spila rússneska rúllettu með velferð keppenda og starfsmanna, allt í þágu – ja, hvers? Á Facebook-síðu íslenskra skákmanna eru skiptar skoðanir um hvort hætta ætti leik í Katrínarborg eða tefla áfram meðan veiran stingur ekki upp kollinum. Afgerandi meirihluti vill að mótið haldi áfram, meðal annarra stórmeistararnir Hannes H. Stefánsson og Bragi Þorfinnsson. Tveir af virtustu skákdómurum okkar, Omar Salama og Ríkharður Sveinsson, telja hinsvegar að hætta eigi taflmennsku strax og fresta mótinu þangað til seinna. Omar, sem hefur verið aðaldómari á stórviðburðum á vegum FIDE, hvetur skáksambandið til að sýna hugrekki og viðurkenna mistök. Tjaldið – eða heldur leikhús fáránleikans áfram í Katrínarborg? Skákklukkurnar eiga að fara af stað klukkan 11 að íslenskum tíma á miðvikudag. Og þarna er alvöru toppslagur, eins og Bjarni Fel hefði sagt: Nepo og MVL – uppgjör efstu manna. Caruana verður að hætta að hugsa um hvort hann komist heim til sín á næstunni og reyna þess í stað að finna höggstað á Wang Hao, þeim geðþekka unga lögfræðingi sem vill ekki heldur sitja þarna við skákborðið. Hrafn Jökulsson. Vísir fékk hann til að fylgjast með Áskorendamótinu austur í Katrínarborg. Þetta er nánast eini íþróttaviðburðurinn sem nú fer fram og pressan eykst. Krafan um að mótinu verði frestað verður stöðugt háværari. Ding hefur hvítt gegn Alekseenko. Hvorugur lætur sig lengur dreyma um sigur á mótinu. Já, og svo eru það Giri og Grischuk – vilja lesendur veðja á úrslit í þeirri skák? Fyrir alla muni, smellið á linkinn og fylgist með beinu útsendingunni frá Katrínarborg. Ef þið eruð heppin sjáiði skylmingaþræla skákgyðjunnar fara á kostum. Ef meistararnir eru heppnir er búið að slaufa mótinu. Og þá getum við öll farið að fylgjast með fótboltanum í Hvítarússlandi. Skák Tengdar fréttir Áskorendamótið í skák: Bragðarefurinn frá Bryansk á toppnum Enn hefur veiran ekki náð að spilla skákveislunni í Katrínarborg. 23. mars 2020 09:07 Skákin á tímum Kóróna-veirunnar: Nær Giri að smita Ding? Áskorendamótið í skák fer nú fram í Katrínarborg. Hrafn Jökulsson fylgist grannt með gangi mála, mótið sjálft fer vel af stað en teflt er við sérstakar aðstæður. 21. mars 2020 09:47 Ósýnilegi óvinurinn í Katrínarborg – verður skák vinsælli en klósettpappír? Vísir fylgjast grannt með gangi mála á sterkasta skákmóti ársins. Áskorendamótið fer hressilega af stað. 19. mars 2020 09:32 Áskorendamótið í skák: Veiran stöðvar ekki sterkasta skákmót ársins Hver fær að skora Carlsen á hólm? Sú er spurningin sem skákheimurinn spyr sig nú. Hér eru vígamennirnir í Áskorendamótinu kynntir til leiks. 18. mars 2020 07:38 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þetta er leikhús fáránleikans: Mannkynið er í sameiginlegri óvissuferð þar sem við þekkjum ekki áningarstaði morgundagsins og vitum ekki hvernig veröldin veltist í næstu viku – en austur í Úralfjöllum er bestu skákmönnum heims dröslað nauðugum dag eftir dag til að berjast, líktog hverjum öðrum skylmingaþrælum. Samtímis fer skákáhugamönnum mjög fjölgandi, nú þegar hálfur heimurinn er kominn í stofufangelsi og hangir á netinu. Þá er gaman að horfa á Nepo og Wang og Caruana leika listir sínar. Verst að skákmeistararnir virðast, sumir að minnsta kosti, á barmi taugaáfalls. Ekki samt Nepo – en hann er byrjaður að hósta… Áskorendamótið í Katrínarborg er eina keppnin sem eftir er í heiminum, ja, eða svona uppundir það; Hvítrússar halda áfram að ólmast í fótbolta enda hefur Lukasjenko eilífðarforseti sagt að landsmenn þurfi engu að kvíða, sönnum Hvítrússum sé nóg að anda að sér ilminum af liljum vallarins til að hrista af sér allar umgangspestir. Ding. Margir veðjuðu á hann fyrir mót en King Ding, eins og hann er stundum kallaður í skákheiminum, hefur ekki náð sér á strik í mótinu. Vill FIDE, alþjóða skáksambandið, vera í skemmtikraftafélagi með Lukasjenko, síðasta einræðisherra Evrópu? Þar er efinn. Alexander Grischuk, sem hefur ekki tapað skák eftir sex umferðir (reyndar ekki unnið neina heldur), var ekkert að skafa utan af hlutunum eftir sjöttu umferðina. Hann vildi að mótshaldi yrði hætt tafarlaust. Sama segir Wang Hao. Kínverska prúðmennið mótmælti reyndar fyrirfram en mætti engu að síður til Katrínarborgar með tveggja vikna fyrirvara til að dúsa í sóttkví. Fyrir bragðið hefur hann engan aðstoðarmann – trúlega fyrsti meistarinn í seinni tíma sögu áskorendamótanna sem hefur engan sér til halds og trausts. Þetta er svipað og Tiger Woods yrði að dröslast einn um með golfsettið sitt. Þreföld ógæfa meistarans hógværa frá Kína Áður en lengra er haldið – hvað er svo að frétta af taflinu? Hér eru úrslit 6. umferðar: Ian Nepomniachtchi (eruði ekki örugglega búin að læra framburðinn?) gengur bókstaflega berserksgang. Nú lá Ding Liren í blóði sínu. Aftur. Ding, sem tapaði ekki hundrað skákum í röð gegn heimsins fremstu görpum, hefur nú tapað þremur af sex á áskorendamótinu. Meistarinn hógværi er vel og rækilega úr leik í keppninni um efsta sætið. Hann er lítið annað en fangi í Katrínarborg meðan FIDE þóknast að láta sjóið halda áfram. Nepo tefldi vel gegn Ding, en rússneski bardagamaðurinn mætti hundslappur til leiks og ætlaði að sleppa sem fyrst með jafntefli svo hann gæti farið og hóstað í friði. Það var ekki í boði, svo Nepo einfaldlega vann skákina. Er kórónaveiran búin að læsa í hann klónum? Nei, segja embættismenn mótsins og staðhæfa að vandlega sé fylgst með heilsu keppenda. Ekki er hægt að véfengja það, en full ástæða er hinsvegar til að tortryggja niðurstöður úr skyndiprófum á vettvangi. Samkvæmt fréttum frá Rússlandi er svona allur gangur á því hvort prófin sýna rétta niðurstöðu. Aldursforsetinn Grischuk er alltaf á síðustu stundu. Hann telur fráleitt að mótið haldi áfram. Fleira vekur áhyggjur af velferð keppenda og starfsmanna í Katrínarborg. Ástandið í Rússlandi versnar dag frá degi. Þúsundir eru strandaglópar á flugvöllum. Fólki yfir 65 ára aldri er beinlínis bannað að fara út fyrir hússins dyr (nema Pútín, 67 ára, er undanskilinn skv. tilkynningu frá Kreml) og reikna má með að öllum landamærum verði lokað á næstu dögum, flug fellt niður, og samfélagið sett í allsherjar sóttkví. Og hvað gera okkar menn þá? Giri vann í tuttugustu tilraun! En aðeins meira um skákina – þetta er nú einu sinni sjálft áskorendamótið. Auðvitað ætti fyrirsögn dagsins að vera: Anish Giri vann! Það gerist svona álíka oft og hann heldur uppá afmælið sitt. Hann teymdi Alekseenko út á flughált einstigi, í lengstu skák mótsins, og þegar Rússinn ungi missteig sig var Giri fljótur að varpa honum niður í hyldýpið. Giri hefur lag á því að strjúka virkum í athugasemdum öfugt. Giri var meðal keppenda á áskorendamótinu í Moskvu 2016 og gerði þá jafntefli í öllum skákunum fjórtán. Hann hefur síðan verið skotspónn óbreyttra skákáhugamanna sem finnst lítið sport að gera eintóm jafntefli, þeim finnst hann þar að auki stertimenni og stór upp á sig. Virkir í athugasemdum skákmanna tóku sigri Giris með semingi, voru fljótir að benda á að það hefði tekið hann tuttugu tilraunir að vinna skák á áskorendamóti, og þá gegn stigalægsta keppandanum auðvitað – honum Alekseenko litla sem er ekki einu sinni orðinn alvöru ofurstórmeistari. En Giri er búinn að vinna skák, svo nú getur hann núið sér heilshugar aftur að jafnteflunum. Grischuk hélt áfram að gera jafntefli af einurð og festu, og Caruana hélt áfram að vera ósannfærandi. Það á sér sumpart augljósar skýringar. Bandaríski meistarinn sagði í fyrradag að hann væri ekki viss um að komast heim þegar mótinu lýkur. Bandaríkin eru að skella í lás, líkt og flest lönd heimsins, tja, nema auðvitað Hvítarússland. Hóstandi bragðarefur á sigurbraut Lítum nú sem snöggvast á mótstöfluna eftir sex umferðir af þeim fjórtán sem fram eiga að fara: Hér sjáum við að Nepo er efstur með 4,5 vinning. Hann hefur unnið þrjár skákir og gert þrjú jafntefli. Árangur hans jafngildir 2969 skákstigum, sem er stjarnfræðilegt. Bragðarefurinn frá Bryansk hefur unnið fleiri skákir á mótinu en Alekseenko, Ding, Wang, Giri og Grischuk – samanlagt! Vachier-Lagrave lúrir í öðru sæti, vinningi á eftir Nepo. Frakkinn hefur unnið eina skák og gert sex jafntefli. Stóra tækifærið hans er nú í 7. umferð. Hann getur rennt sér upp að hlið Nepos með sigri í innbyrðis viðureign þeirra. Fjórir skákmenn eru með 3 vinninga og 50 prósent vinningshlutfall. Þeir teljast allir eiga möguleika á sigri í mótinu, en fæstir veðja miklu á Giri, Wang eða Grischuk. Í eðlilegu árferði væri Caruana enn til alls líklegur, en árferðið er fráleitt eðlilegt og taugar hans þandar til hins ítrasta, skiljanlega. Kórónuvísus lokar nú landamærum. Omar Salama: FIDE sýni hugrekki og viðurkenni mistök Með 7. umferð lýkur fyrri hálfleik mótsins, en þessi sérkennilega veisla á að standa til 3. apríl. Enginn veit að vísu hvernig heimurinn lítur út þá, hvernig ástandið verður í Rússlandi eða hvort yfirhöfuð verður hægt að ferðast milli landa. Verða máske áskorendurnir átta fastir í Katrínarborg, svona rétt eins og rússnesku snillingarnir Alekhine, Bogoljubov og félagar sem staddir voru á skákmóti í Þýskalandi þegar fyrra stríð hófst og voru settir í varðhald þar sem þeir tefldu þúsundir blindskáka… Seinna valdi Alekhine sinn gamla klefafélaga sem mótherja í heimsmeistaraeinvígi. Já, og þegar seinni heimsstyrjöldin hófst stóð yfir ólympíuskákmót í Argentínu, margir kusu að vera um kyrrt frekar en fara á vit óvissunnar í Evrópu. Caruana langt frá sínu besta. Kemst hann heim til Bandaríkjanna ef mótið heldur áfram næstu 10 daga. Þar er efinn. Hér skal því ekki spáð að meistararnir verði innlyksa í Rússlandi, en það er auðvitað ekki útilokað fyrst FIDE ætlar að skikka meistarana til að tefla eins og enginn sé morgundagurinn. Þrjóska FIDE er mjög umhugsunarverð enda verið að spila rússneska rúllettu með velferð keppenda og starfsmanna, allt í þágu – ja, hvers? Á Facebook-síðu íslenskra skákmanna eru skiptar skoðanir um hvort hætta ætti leik í Katrínarborg eða tefla áfram meðan veiran stingur ekki upp kollinum. Afgerandi meirihluti vill að mótið haldi áfram, meðal annarra stórmeistararnir Hannes H. Stefánsson og Bragi Þorfinnsson. Tveir af virtustu skákdómurum okkar, Omar Salama og Ríkharður Sveinsson, telja hinsvegar að hætta eigi taflmennsku strax og fresta mótinu þangað til seinna. Omar, sem hefur verið aðaldómari á stórviðburðum á vegum FIDE, hvetur skáksambandið til að sýna hugrekki og viðurkenna mistök. Tjaldið – eða heldur leikhús fáránleikans áfram í Katrínarborg? Skákklukkurnar eiga að fara af stað klukkan 11 að íslenskum tíma á miðvikudag. Og þarna er alvöru toppslagur, eins og Bjarni Fel hefði sagt: Nepo og MVL – uppgjör efstu manna. Caruana verður að hætta að hugsa um hvort hann komist heim til sín á næstunni og reyna þess í stað að finna höggstað á Wang Hao, þeim geðþekka unga lögfræðingi sem vill ekki heldur sitja þarna við skákborðið. Hrafn Jökulsson. Vísir fékk hann til að fylgjast með Áskorendamótinu austur í Katrínarborg. Þetta er nánast eini íþróttaviðburðurinn sem nú fer fram og pressan eykst. Krafan um að mótinu verði frestað verður stöðugt háværari. Ding hefur hvítt gegn Alekseenko. Hvorugur lætur sig lengur dreyma um sigur á mótinu. Já, og svo eru það Giri og Grischuk – vilja lesendur veðja á úrslit í þeirri skák? Fyrir alla muni, smellið á linkinn og fylgist með beinu útsendingunni frá Katrínarborg. Ef þið eruð heppin sjáiði skylmingaþræla skákgyðjunnar fara á kostum. Ef meistararnir eru heppnir er búið að slaufa mótinu. Og þá getum við öll farið að fylgjast með fótboltanum í Hvítarússlandi.
Skák Tengdar fréttir Áskorendamótið í skák: Bragðarefurinn frá Bryansk á toppnum Enn hefur veiran ekki náð að spilla skákveislunni í Katrínarborg. 23. mars 2020 09:07 Skákin á tímum Kóróna-veirunnar: Nær Giri að smita Ding? Áskorendamótið í skák fer nú fram í Katrínarborg. Hrafn Jökulsson fylgist grannt með gangi mála, mótið sjálft fer vel af stað en teflt er við sérstakar aðstæður. 21. mars 2020 09:47 Ósýnilegi óvinurinn í Katrínarborg – verður skák vinsælli en klósettpappír? Vísir fylgjast grannt með gangi mála á sterkasta skákmóti ársins. Áskorendamótið fer hressilega af stað. 19. mars 2020 09:32 Áskorendamótið í skák: Veiran stöðvar ekki sterkasta skákmót ársins Hver fær að skora Carlsen á hólm? Sú er spurningin sem skákheimurinn spyr sig nú. Hér eru vígamennirnir í Áskorendamótinu kynntir til leiks. 18. mars 2020 07:38 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Áskorendamótið í skák: Bragðarefurinn frá Bryansk á toppnum Enn hefur veiran ekki náð að spilla skákveislunni í Katrínarborg. 23. mars 2020 09:07
Skákin á tímum Kóróna-veirunnar: Nær Giri að smita Ding? Áskorendamótið í skák fer nú fram í Katrínarborg. Hrafn Jökulsson fylgist grannt með gangi mála, mótið sjálft fer vel af stað en teflt er við sérstakar aðstæður. 21. mars 2020 09:47
Ósýnilegi óvinurinn í Katrínarborg – verður skák vinsælli en klósettpappír? Vísir fylgjast grannt með gangi mála á sterkasta skákmóti ársins. Áskorendamótið fer hressilega af stað. 19. mars 2020 09:32
Áskorendamótið í skák: Veiran stöðvar ekki sterkasta skákmót ársins Hver fær að skora Carlsen á hólm? Sú er spurningin sem skákheimurinn spyr sig nú. Hér eru vígamennirnir í Áskorendamótinu kynntir til leiks. 18. mars 2020 07:38