Smituðum fjölgar um 89 á milli daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2020 12:54 Heilbrigðisstarfsmenn sjást hér taka sýni úr fólki úti í bíl svo hægt sé að kanna hvort viðkomandi sé smitaður af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Alls hafa nú 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Er þetta fjölgun um 89 smit frá því í gær þegar staðfest smit voru alls 648. Þetta kemur fram á upplýsingasíðunni covid.is. Þar segir jafnframt að nú séu um 9.000 manns í sóttkví en um 2.000 manns hafa lokið sóttkví. Þá hafa verið tekin um 11.700 sýni. Langflestir þeirra sem hafa smitast eru á höfuðborgarsvæðinu eða alls 578. Næstflest smit eru á Suðurlandi, 84, og þá koma Suðurnesin þar sem sem staðfest smit eru 34 talsins. Sextán manns hafa greinst með veiruna á Norðurlandi vestra, ellefu á Norðurlandi eystra, fimm á Vesturlandi, tveir á Austurlandi og einn á Vestfjörðum. Þá eru sex smit það sem kallað er óstaðsett samkvæmt covid.is. Flestir þeirra sem hafa smitast af kórónuveirunni eru á aldrinu 40 til 49 ára, eða alls 182. 136 einstaklingar á aldrinum 50 til 59 ára hafa smitast, 93 á aldrinum 60 til 69 ára, 23 sem eru 70 til 79 ára og tveir á aldrinum 80 til 99 ára. Í yngri aldurshópum hafa fimmtán börn yngri en 10 ára greinst með veiruna. Börn og ungmenni á aldrinum 10 til 19 sem hafa greinst með veiruna eru alls 46 og 112 einstaklingar á aldrinum 20 til 29 ára hafa smitast. Þá hafa 128 manns sem eru 30 til 39 greinst. Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar hefst klukkan 14 í dag og verður venju samkvæmt í beinni útsendingu hér á Vísi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála en gestur fundarins í dag er Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahússprestur á Landspítala. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Alls hafa nú 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Er þetta fjölgun um 89 smit frá því í gær þegar staðfest smit voru alls 648. Þetta kemur fram á upplýsingasíðunni covid.is. Þar segir jafnframt að nú séu um 9.000 manns í sóttkví en um 2.000 manns hafa lokið sóttkví. Þá hafa verið tekin um 11.700 sýni. Langflestir þeirra sem hafa smitast eru á höfuðborgarsvæðinu eða alls 578. Næstflest smit eru á Suðurlandi, 84, og þá koma Suðurnesin þar sem sem staðfest smit eru 34 talsins. Sextán manns hafa greinst með veiruna á Norðurlandi vestra, ellefu á Norðurlandi eystra, fimm á Vesturlandi, tveir á Austurlandi og einn á Vestfjörðum. Þá eru sex smit það sem kallað er óstaðsett samkvæmt covid.is. Flestir þeirra sem hafa smitast af kórónuveirunni eru á aldrinu 40 til 49 ára, eða alls 182. 136 einstaklingar á aldrinum 50 til 59 ára hafa smitast, 93 á aldrinum 60 til 69 ára, 23 sem eru 70 til 79 ára og tveir á aldrinum 80 til 99 ára. Í yngri aldurshópum hafa fimmtán börn yngri en 10 ára greinst með veiruna. Börn og ungmenni á aldrinum 10 til 19 sem hafa greinst með veiruna eru alls 46 og 112 einstaklingar á aldrinum 20 til 29 ára hafa smitast. Þá hafa 128 manns sem eru 30 til 39 greinst. Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar hefst klukkan 14 í dag og verður venju samkvæmt í beinni útsendingu hér á Vísi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála en gestur fundarins í dag er Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahússprestur á Landspítala. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira