Halda kröfunni til streitu: „Feginn að hafa ekki verið í þessum hópi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 12:51 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, var í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. VSV/Vísir/Óskar P. Friðriksson Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka spurði Kristján hvert næsta skref Vinnslustöðvarinnar væri, en Sigurgeir Brynjar segir félagið ætla að halda skaðabótakröfu sinni til streitu. „Ég get nú bara sagt það að ég er afskaplega feginn að hafa ekki verið í þessum hópi. Því að það er engin launung á því að Ísfélagsmenn sögðu okkur ekki satt þegar þeir kynntu hvað þeir ætluðu að gera og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Ég hefði ekki viljað fylgja þeim í þeim sporum. Það er hins vegar þannig að við Vestmannaeyingar erum vanir stormi í óeiginlegri og eiginlegri merkingu og það að við séum með stjórn sem er róleg þó að það sé stormur, átök og spurningar þá erum við bara að velta málunum fyrir okkur. Menn hafa ró og yfirvegun að vopni. Þar sem ég er gamall sjóari þá hefði ég ekki viljað vera á skipi undir stjórn skipstjóra sem færi á taugum við minnsta blástur. Við þurfum að koma okkur í gegnum blásturinn, við þurfum að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þetta mál er búið að standa í tíu ár. Það að það dúkki núna upp er hrein tilviljun og ég skil angist þjóðarinnar og ég skil reiði mjög margra. Bæði Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir hafa látið hafa eftir sér að þau kvíði ekki niðurstöðunni enda krefst ríkið sýknu. Niðurstaðan verður aldrei fyrr en eftir þrjú til fimm ár,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. ,Þannig þú ferð ekki sömu leið? „Nei,“ sagði Sigurgeir. Hlusta má á viðtalið við Sigurgeir Brynjar í heild sinni í spilaranum að neðan. Sjávarútvegur Sprengisandur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52 Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka spurði Kristján hvert næsta skref Vinnslustöðvarinnar væri, en Sigurgeir Brynjar segir félagið ætla að halda skaðabótakröfu sinni til streitu. „Ég get nú bara sagt það að ég er afskaplega feginn að hafa ekki verið í þessum hópi. Því að það er engin launung á því að Ísfélagsmenn sögðu okkur ekki satt þegar þeir kynntu hvað þeir ætluðu að gera og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Ég hefði ekki viljað fylgja þeim í þeim sporum. Það er hins vegar þannig að við Vestmannaeyingar erum vanir stormi í óeiginlegri og eiginlegri merkingu og það að við séum með stjórn sem er róleg þó að það sé stormur, átök og spurningar þá erum við bara að velta málunum fyrir okkur. Menn hafa ró og yfirvegun að vopni. Þar sem ég er gamall sjóari þá hefði ég ekki viljað vera á skipi undir stjórn skipstjóra sem færi á taugum við minnsta blástur. Við þurfum að koma okkur í gegnum blásturinn, við þurfum að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þetta mál er búið að standa í tíu ár. Það að það dúkki núna upp er hrein tilviljun og ég skil angist þjóðarinnar og ég skil reiði mjög margra. Bæði Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir hafa látið hafa eftir sér að þau kvíði ekki niðurstöðunni enda krefst ríkið sýknu. Niðurstaðan verður aldrei fyrr en eftir þrjú til fimm ár,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. ,Þannig þú ferð ekki sömu leið? „Nei,“ sagði Sigurgeir. Hlusta má á viðtalið við Sigurgeir Brynjar í heild sinni í spilaranum að neðan.
Sjávarútvegur Sprengisandur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52 Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52
Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45