Stöðumælaverðir láta kórónuveiru ekki stoppa sig Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2020 15:31 Þó nú sé nóg af stæðum, Reykjavík er orðin hálfgerð draugaborg í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar, þá halda stöðumælaverðir ótrauðir sínu striki. visir/jakob Þjóðin er lögst í híði vegna kórónuveirunnar, varla er maður á stjái en ein er þó sú stétt sem lætur ástandið ekki trufla sig: Stöðumælaverðir. Margur maðurinn furðar sig á því hversu ötullega þeir ganga fram í ljósi aðstæðna. Einn viðmælandi Vísis sagðist hafa lagt bíl sínum við Skólavörðustíg milli klukkan fimm og sex í gær. Fyrir utan heimili sitt. Hann sagðist bara ekki hafa látið sér til hugar koma að stöðumælaverðir væru á vappi við þessar aðstæður, nóg af stæðum og varla kráka á kreiki. En, seinna um kvöldið, þegar hann þurfti að bregða sér af bæ var sektarmiði undir rúðuþurrkunni. Allt í fullum gangi hjá Bílastæðasjóði Albert Heimisson er deildarstjóri hjá Bílastæðasjóði. Hann segir starfsemina óbreytta frá því sem verið hefur og allt í fullum gangi. Enginn stöðumælavörður er í sóttkví en þeir eru alls 16. „Allt óbreytt hjá okkur. Það er náttúrlega minna um bíla þannig að ekki er eins mikið að gera eins og áður. En, við höldum okkar striki þar til annað verður ákveðið.“ Sölvi Snær hefur fylgst með stöðumælavörðum undanfarna daga og segir þá ekki slá slöku við. Nú er ekki mikill skortur á stæðum. Megintilgangurinn með rekstri sjóðsins er að stýra nýtingu bílastæða í því skyni að útvega gestum og viðskiptavinum vel staðsett skammtímastæði þar sem nauðsyn krefur, segir um tilgang sjóðsins á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sem fer jafnframt með eftirlit með bifreiðastöðum í því skyni að greiða fyrir umferð gangandi jafnt sem akandi vegfarenda. Hefur ekkert komið til tals að breyta um stefnu í ljósi aðstæðna? „Ekki okkar að ákveða það. Það eru væntanlega borgaryfirvöld sem ákveða hvaða starfsemi er lögð niður og þess háttar. Við tökum ekki ákvörðun um það einir og sér,“ segir Albert. Þar halda þeir sínu striki þar til annað kemur í ljós. Allir eiga að vera heima, líka stöðumælaverðir Ýmsir borgarbúar furða sig hins vegar á þessu. Sölvi Snær Magnússon sölustjóri er einn þeirra en hann hefur fylgst með vöskum stöðumælavörðum að undanförnu. Hann segir háðslega á Facebooksíðu sinni: „Það er trausvekjandi að sjá þegar barist er fyrir hverri krónu hjá smáum sem stórum fyrirtækjum í miðborginni að borgin standi vaktina af fullum þunga og bílastæðaverðir sekti eins og enginn sé morgundagurinn.“ Sigurveig Káradóttir Miðborgarbúi og matgæðingur með meiru spyr á sinni Facebook-síðu hvort ekki sé bara í lagi að gefa stöðumælavörðum frí? Nóg sé af lausum stæðum og varla ráðlegt að nota greiðsluvélar. „Fólk hefur um margt annað að hugsa á þessum tímum. Nú á þetta ekki að vera ætla sem tekjulind, stöðumælasektir heldur til að losa fyrr um stæði og slíkt.“ Petrína Sæunn Úlfarsdóttir leggur orð í belg á síðu Sigurveigar og segir: „Nú eiga bara ALLIR að vera heima, líka stöðumælaverðir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Stjórnsýsla Bílar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Þjóðin er lögst í híði vegna kórónuveirunnar, varla er maður á stjái en ein er þó sú stétt sem lætur ástandið ekki trufla sig: Stöðumælaverðir. Margur maðurinn furðar sig á því hversu ötullega þeir ganga fram í ljósi aðstæðna. Einn viðmælandi Vísis sagðist hafa lagt bíl sínum við Skólavörðustíg milli klukkan fimm og sex í gær. Fyrir utan heimili sitt. Hann sagðist bara ekki hafa látið sér til hugar koma að stöðumælaverðir væru á vappi við þessar aðstæður, nóg af stæðum og varla kráka á kreiki. En, seinna um kvöldið, þegar hann þurfti að bregða sér af bæ var sektarmiði undir rúðuþurrkunni. Allt í fullum gangi hjá Bílastæðasjóði Albert Heimisson er deildarstjóri hjá Bílastæðasjóði. Hann segir starfsemina óbreytta frá því sem verið hefur og allt í fullum gangi. Enginn stöðumælavörður er í sóttkví en þeir eru alls 16. „Allt óbreytt hjá okkur. Það er náttúrlega minna um bíla þannig að ekki er eins mikið að gera eins og áður. En, við höldum okkar striki þar til annað verður ákveðið.“ Sölvi Snær hefur fylgst með stöðumælavörðum undanfarna daga og segir þá ekki slá slöku við. Nú er ekki mikill skortur á stæðum. Megintilgangurinn með rekstri sjóðsins er að stýra nýtingu bílastæða í því skyni að útvega gestum og viðskiptavinum vel staðsett skammtímastæði þar sem nauðsyn krefur, segir um tilgang sjóðsins á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sem fer jafnframt með eftirlit með bifreiðastöðum í því skyni að greiða fyrir umferð gangandi jafnt sem akandi vegfarenda. Hefur ekkert komið til tals að breyta um stefnu í ljósi aðstæðna? „Ekki okkar að ákveða það. Það eru væntanlega borgaryfirvöld sem ákveða hvaða starfsemi er lögð niður og þess háttar. Við tökum ekki ákvörðun um það einir og sér,“ segir Albert. Þar halda þeir sínu striki þar til annað kemur í ljós. Allir eiga að vera heima, líka stöðumælaverðir Ýmsir borgarbúar furða sig hins vegar á þessu. Sölvi Snær Magnússon sölustjóri er einn þeirra en hann hefur fylgst með vöskum stöðumælavörðum að undanförnu. Hann segir háðslega á Facebooksíðu sinni: „Það er trausvekjandi að sjá þegar barist er fyrir hverri krónu hjá smáum sem stórum fyrirtækjum í miðborginni að borgin standi vaktina af fullum þunga og bílastæðaverðir sekti eins og enginn sé morgundagurinn.“ Sigurveig Káradóttir Miðborgarbúi og matgæðingur með meiru spyr á sinni Facebook-síðu hvort ekki sé bara í lagi að gefa stöðumælavörðum frí? Nóg sé af lausum stæðum og varla ráðlegt að nota greiðsluvélar. „Fólk hefur um margt annað að hugsa á þessum tímum. Nú á þetta ekki að vera ætla sem tekjulind, stöðumælasektir heldur til að losa fyrr um stæði og slíkt.“ Petrína Sæunn Úlfarsdóttir leggur orð í belg á síðu Sigurveigar og segir: „Nú eiga bara ALLIR að vera heima, líka stöðumælaverðir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Stjórnsýsla Bílar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira