Blær og Úlfar Páll Monsi í Aftureldingu Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 19:00 Blær Hinriksson, til vinstri, og Úlfar Páll Monsi Þórðarson, til hægri, munu leika í Mosfellsbænum á næstu leiktíð. vísir/hk/vilhelm Afturelding ætlar að mæta með hörkulið til leiks í Olís-deild karla á næstu leiktíð en þeir hafa safnað mörgum mönnum að undanförnu. Nýjasti liðstyrkurinn eru þeir Blær Hinriksson og Úlfar Páll Monsi Þórðarson. Guðjón Guðmundsson sagði frá því í Sportpakkanum í kvöld að leikmennirnir höfðu skrifað undir samning við félagið og munu leika í Mosfellsbænum á næstu leiktíð. Stórskyttan Blær kemur til félagsins frá HK en hann er einungis fæddur árið 2001. Hann hefur skorað 61 mark í 12 leikjum fyrir félagið í vetur en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Blær var einn eftirsóttasti leikmaður markaðarins. Vinstri hornamaðurinn Úlfar Páll kemur til liðsins frá Val en hann hefur verið á láni hjá Stjörnunni í vetur. Hann hefur skorað fjórtán mörk í átján leikjum en fyrir í vinstra horninu hjá Val eru þeir Vignir Stefánsson og Stiven Tobar Valencia sem Valsmenn hafa ákveðið að veðja á. Júlíus Þórir Stefánsson, sem er nú einn af vinstri hornamönnum Aftureldingar, mun yfirgefa félagið í sumar. Fyrir höfðu Mosfellingar samið við Svein Andra Sveinsson, Bergvin Þór Gíslason og Þránd Gíslason Roth. Gunnar Magnússon tekur við liðinu af Einari Andra Einarssyni eftir leiktíðina sem enginn veit hvort klárist eður ei. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira
Afturelding ætlar að mæta með hörkulið til leiks í Olís-deild karla á næstu leiktíð en þeir hafa safnað mörgum mönnum að undanförnu. Nýjasti liðstyrkurinn eru þeir Blær Hinriksson og Úlfar Páll Monsi Þórðarson. Guðjón Guðmundsson sagði frá því í Sportpakkanum í kvöld að leikmennirnir höfðu skrifað undir samning við félagið og munu leika í Mosfellsbænum á næstu leiktíð. Stórskyttan Blær kemur til félagsins frá HK en hann er einungis fæddur árið 2001. Hann hefur skorað 61 mark í 12 leikjum fyrir félagið í vetur en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Blær var einn eftirsóttasti leikmaður markaðarins. Vinstri hornamaðurinn Úlfar Páll kemur til liðsins frá Val en hann hefur verið á láni hjá Stjörnunni í vetur. Hann hefur skorað fjórtán mörk í átján leikjum en fyrir í vinstra horninu hjá Val eru þeir Vignir Stefánsson og Stiven Tobar Valencia sem Valsmenn hafa ákveðið að veðja á. Júlíus Þórir Stefánsson, sem er nú einn af vinstri hornamönnum Aftureldingar, mun yfirgefa félagið í sumar. Fyrir höfðu Mosfellingar samið við Svein Andra Sveinsson, Bergvin Þór Gíslason og Þránd Gíslason Roth. Gunnar Magnússon tekur við liðinu af Einari Andra Einarssyni eftir leiktíðina sem enginn veit hvort klárist eður ei.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira