Aðstandendur þurfa að velja hverjir fá að vera viðstaddir útför Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. mars 2020 19:19 Samkomubann þar sem að hámarki tuttugu manns mega koma saman gildir einnig um útfarir. Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarkirkju, segir að finna þurfi nýjar lausnir á þessum skrýtnu tímum. „Við reynum að hafa sem fæsta frá kirkjunni við útförina. Það þarf alla vega að vera presturinn og útfararstjórinn og þá getur fólk komið með átján af sínu fólki. Þannig að sumir sleppa því að hafa tónlistarmenn og organista, til að koma fleiri aðstandendum af,“ segir Þór. Átján er ekki há tala. Í mörgum fjölskyldum eru börn og barnabörn þeirra sem verið er að jarðsyngja mun fleiri en það. Þór Hauksson segir þetta ástand erfitt fyrir marga aðstandendur en að allir reyni að leita lausna.vísir/sigurjón „Þetta eru varla börn og barnabörn. Varla það. Maður finnur til með fólki sem er að kveðja, fólk er sett í þá stöðu hreinlega að þurfa að velja - þú mátt koma en ekki þú.“ Einhverjir kjósa að hafa sitthvorn hópinn í kistulagningu og útför og aðrir hafa beint streymi frá athöfninni á Facebook. En Þór bendir á að útfarir hafi mikið gildi í íslensku samfélagi og auðvitað sakni fólk þess að fá stuðning frá stórfjölskyldunni á erfiðum tímum. Einhverjir biðji um frestun en það sé erfitt þar sem takmarkað pláss sé í líkgeymslum. Aftur á móti sé hægt að koma saman að loknu samkomubanni. „Um daginn var ég með útför og erfidrykkjan verður í sumar. Þar sem fjölskyldan ætlar að fagna lífinu. Það er eitthvað sem við sannarlega getum gert - og munum gera, fagna lífinu,“ segir Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Samkomubann þar sem að hámarki tuttugu manns mega koma saman gildir einnig um útfarir. Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarkirkju, segir að finna þurfi nýjar lausnir á þessum skrýtnu tímum. „Við reynum að hafa sem fæsta frá kirkjunni við útförina. Það þarf alla vega að vera presturinn og útfararstjórinn og þá getur fólk komið með átján af sínu fólki. Þannig að sumir sleppa því að hafa tónlistarmenn og organista, til að koma fleiri aðstandendum af,“ segir Þór. Átján er ekki há tala. Í mörgum fjölskyldum eru börn og barnabörn þeirra sem verið er að jarðsyngja mun fleiri en það. Þór Hauksson segir þetta ástand erfitt fyrir marga aðstandendur en að allir reyni að leita lausna.vísir/sigurjón „Þetta eru varla börn og barnabörn. Varla það. Maður finnur til með fólki sem er að kveðja, fólk er sett í þá stöðu hreinlega að þurfa að velja - þú mátt koma en ekki þú.“ Einhverjir kjósa að hafa sitthvorn hópinn í kistulagningu og útför og aðrir hafa beint streymi frá athöfninni á Facebook. En Þór bendir á að útfarir hafi mikið gildi í íslensku samfélagi og auðvitað sakni fólk þess að fá stuðning frá stórfjölskyldunni á erfiðum tímum. Einhverjir biðji um frestun en það sé erfitt þar sem takmarkað pláss sé í líkgeymslum. Aftur á móti sé hægt að koma saman að loknu samkomubanni. „Um daginn var ég með útför og erfidrykkjan verður í sumar. Þar sem fjölskyldan ætlar að fagna lífinu. Það er eitthvað sem við sannarlega getum gert - og munum gera, fagna lífinu,“ segir Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira