Brynjar Þór: Fannst þetta rétta ákvörðunin til að koma með smá sprengju Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 21:00 Brynjar Þór Björnsson hefur miklar áhyggjur af stöðu mála vegna útbreiðslu Kórónuveirunnar. Vísir/Bára Það vakti marga til umhugsunar þegar Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR í Dominos-deild karla, ákvað að afboða sig í stórleik KR gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla þann 5. mars vegna kórónuveirunnar. Hann stendur fast við ákvörðunina og sér ekki eftir henni. Átta dögum síðar var deildin sett á pásu og 18. mars var deildin svo algjörlega blásin af. Brynjar Þór var á Skype í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Kjartan Atla Kjartansson. „Þegar maður lítur til baka þá tók þetta aðeins lengri tíma en ég hafði vonast eftir. Fyrirtækin í landinu voru byrjuð að grípa til aðgerða með að fresta árshátíðum og mannamótum. Mér fannst íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað þetta varðar,“ sagði Brynjar í dag. „Almannavarnir voru að biðja almenning í landinu um að hugsa um það hvert þeir væru að fara og hvort að það væri nauðsynlegt að fara á viðburði þar sem væri mikið af fólki. Þar af leiðandi fannst mér íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað varðar fyrirtækinu í landinu. Þau brugðust við á meðan við sátum eftir.“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði í viðtali eftir ákvörðun Brynjars að hann væri ekki sáttur við hana og Brynjar segir eftir á að hyggja hefði hann átt að tjá leikmönnunum ákvörðun sína, áður en hún var sett á netið. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að tilkynna leikmönnum liðsins þetta áður en þetta færi opinberlega í fréttirnar. Ég var búinn að vera í sambandi við Inga þjálfara, Böðvar og Kristinn hjá KKÍ og var að spyrjast fyrir hvort að það væru einhver samtöl í gangi að fresta leikjum eða hvort bregðast ætti við. Miðað við samtölin þá var ekkert að fara gerast og mér fannst þar af leiðandi þetta rétta ákvörðunin til að koma með smá sprengju og umræðunni af stað í þjóðfélaginu að þetta væri ekkert grín þessi veira.“ „Við vorum frekar afslöppuð varðandi viðhorf gagnvart hversu hættulegt þetta er og mér fannst þetta vekja fólk í landinu til umhugsunar um hluti eins og Nettó-mótið í handbolta og bikarkeppnina í handbolta. Nettó-mótið tók rétta ákvörðun en bikarkeppnin hefði kannski ekki átt að fara fram.“ Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Brynjar um ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportið í dag Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira
Það vakti marga til umhugsunar þegar Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR í Dominos-deild karla, ákvað að afboða sig í stórleik KR gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla þann 5. mars vegna kórónuveirunnar. Hann stendur fast við ákvörðunina og sér ekki eftir henni. Átta dögum síðar var deildin sett á pásu og 18. mars var deildin svo algjörlega blásin af. Brynjar Þór var á Skype í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Kjartan Atla Kjartansson. „Þegar maður lítur til baka þá tók þetta aðeins lengri tíma en ég hafði vonast eftir. Fyrirtækin í landinu voru byrjuð að grípa til aðgerða með að fresta árshátíðum og mannamótum. Mér fannst íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað þetta varðar,“ sagði Brynjar í dag. „Almannavarnir voru að biðja almenning í landinu um að hugsa um það hvert þeir væru að fara og hvort að það væri nauðsynlegt að fara á viðburði þar sem væri mikið af fólki. Þar af leiðandi fannst mér íþróttahreyfingin sitja á eftir hvað varðar fyrirtækinu í landinu. Þau brugðust við á meðan við sátum eftir.“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði í viðtali eftir ákvörðun Brynjars að hann væri ekki sáttur við hana og Brynjar segir eftir á að hyggja hefði hann átt að tjá leikmönnunum ákvörðun sína, áður en hún var sett á netið. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að tilkynna leikmönnum liðsins þetta áður en þetta færi opinberlega í fréttirnar. Ég var búinn að vera í sambandi við Inga þjálfara, Böðvar og Kristinn hjá KKÍ og var að spyrjast fyrir hvort að það væru einhver samtöl í gangi að fresta leikjum eða hvort bregðast ætti við. Miðað við samtölin þá var ekkert að fara gerast og mér fannst þar af leiðandi þetta rétta ákvörðunin til að koma með smá sprengju og umræðunni af stað í þjóðfélaginu að þetta væri ekkert grín þessi veira.“ „Við vorum frekar afslöppuð varðandi viðhorf gagnvart hversu hættulegt þetta er og mér fannst þetta vekja fólk í landinu til umhugsunar um hluti eins og Nettó-mótið í handbolta og bikarkeppnina í handbolta. Nettó-mótið tók rétta ákvörðun en bikarkeppnin hefði kannski ekki átt að fara fram.“ Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Brynjar um ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportið í dag Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira