Bruno Fernandes var farinn að ógna meti Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Swansea City vorið 2012 en til hægri er Bruno Fernandes að fagna marki með Manchester United. Samsett/Getty Bruno Fernandes hefur byrjað frábærlega með liði Manchester United eftir að enska félagið keypti hann í janúar frá Sporting Lissabon. Svo vel að hann var farinn að ógna athyglisverðu meti sem Gylfi Þór Sigurðsson deilir. Innkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildina tímabilið 2011 til 2012 var nefnilega söguleg. Hann eignaðist þá metið yfir að eiga þátt í flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á einu tímabili þegar leikmaðurinn kemur ekki til liðsins fyrr en í janúar. Swansea fékk Gylfa að láni í janúar 2012 frá þýska félaginu Hoffenheim og Gylfi kláraði tímabilið með velska félaginu. Gylfi átti þátt í tíu mörkum í átján leikjum fram á vor. Gylfi skoraði sjö mörk og fékk skráðar þrjár stoðsendingar. Most direct goal involvements from midfield January signings in the PL: Gylfi Sigurdsson (10 in 18 games) Juan Mata (10 in 15 games)Bruno Fernandes is on 5 in 5. pic.twitter.com/MaoZy6tBC1— Statman Dave (@StatmanDave) March 14, 2020 Gylfi lagði upp mark í fyrsta leik og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á West Brom. Gylfi var síðan með tvö mörk í leikjum á móti Wigan og Fulham í marsmánuði og var á endanum kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í mars 2012. Gylfi átti þetta met einn þar til að Juan Mata kom til Manchester United frá Chelsea á miðju 2013-14 tímabilinu. Mata átti þá þátt í tíu mörkum í fimmtán leikjum með United, skoraði sex mörk sjálfur en gaf einnig fjórar stoðsendingar. Bruno Fernandes var á góðri leið með að ná þeim félögum því hann var búinn að koma að fimm mörkum í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Manchester United og liðið á enn níu leiki eftir. Bruno var síðan valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í febrúar og er orðinn algjör hetja á Old Trafford. Nú er að sjá hvort að enska úrvalsdeildin verði kláruð í sumar og hvort að Portúgalinn verði þá áfram í sama formi. Bruno Fernandes hefur i það minnsta möguleika á að jafna eða bæta met Gylfa og Mata haldi hann áfram á sömu braut. Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Bruno Fernandes hefur byrjað frábærlega með liði Manchester United eftir að enska félagið keypti hann í janúar frá Sporting Lissabon. Svo vel að hann var farinn að ógna athyglisverðu meti sem Gylfi Þór Sigurðsson deilir. Innkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildina tímabilið 2011 til 2012 var nefnilega söguleg. Hann eignaðist þá metið yfir að eiga þátt í flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á einu tímabili þegar leikmaðurinn kemur ekki til liðsins fyrr en í janúar. Swansea fékk Gylfa að láni í janúar 2012 frá þýska félaginu Hoffenheim og Gylfi kláraði tímabilið með velska félaginu. Gylfi átti þátt í tíu mörkum í átján leikjum fram á vor. Gylfi skoraði sjö mörk og fékk skráðar þrjár stoðsendingar. Most direct goal involvements from midfield January signings in the PL: Gylfi Sigurdsson (10 in 18 games) Juan Mata (10 in 15 games)Bruno Fernandes is on 5 in 5. pic.twitter.com/MaoZy6tBC1— Statman Dave (@StatmanDave) March 14, 2020 Gylfi lagði upp mark í fyrsta leik og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á West Brom. Gylfi var síðan með tvö mörk í leikjum á móti Wigan og Fulham í marsmánuði og var á endanum kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í mars 2012. Gylfi átti þetta met einn þar til að Juan Mata kom til Manchester United frá Chelsea á miðju 2013-14 tímabilinu. Mata átti þá þátt í tíu mörkum í fimmtán leikjum með United, skoraði sex mörk sjálfur en gaf einnig fjórar stoðsendingar. Bruno Fernandes var á góðri leið með að ná þeim félögum því hann var búinn að koma að fimm mörkum í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Manchester United og liðið á enn níu leiki eftir. Bruno var síðan valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í febrúar og er orðinn algjör hetja á Old Trafford. Nú er að sjá hvort að enska úrvalsdeildin verði kláruð í sumar og hvort að Portúgalinn verði þá áfram í sama formi. Bruno Fernandes hefur i það minnsta möguleika á að jafna eða bæta met Gylfa og Mata haldi hann áfram á sömu braut.
Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira