Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2020 10:30 Garpur Elísabetarson ferðast einn um Ísland á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Dag tvö í ferðadagbók hans má finna hér fyrir neðan. Í dag má segja að hringferðin í kringum Ísland hafi tekið af stað. Ég gisti á Hótel Rangá þar sem var hugsað mjög vel um mig. Ég byrjaði á því að kíkja á Nauthúsagil, sem er staður, þokkalega falinn mörgum. Ég var reyndar mest forvitinn að finna gönguskó dóttur minnar sem gleymdust þarna fyrir nokkrum mánuðum. Ég fann þá ekki. En það var ófært að ganga gilið, þannig ég lét mér nægja að fylla flöskuna af fersku vatni og halda áfram. Klippa: Dagur 2 - Ferðalangur í eigin landi Ég stoppaði stutt við Seljalandsfoss, þar sem vegurinn fyrir aftan fossinn var lokaður vegna snjóþyngdar. Því næst fór ég að Skógafossi. Þar var ég aleinn í heiminum og fylgdist ég með snjókornunum blandast vatninu í máttugum fossinum. Snjókornin við Skógafoss fönguðu athyglina.Vísir/Garpur Það góða við að vera einn á Skógafossi er að þá eru tröppurnar sem leiða mann upp fyrir fossinn auðar. Eitthvað sem ég hef aldrei fengið út af fyrir mig áður. Ég nýtti því tækifærið og hljóp upp. Eða, ég hljóp þar til ég gat ekki hlaupið lengur og skreið svo restina af þessum rúmlega 400 tröppum. Það voru engir ferðamenn sjáanlegir í Reynisfjöru í gær.Vísir/Garpur Ég endaði svo daginn í Reynisfjöru þar sem ég fylgdist dáleiddur með ógnvæglegum öldunum berja svarta sandinn. Það er auðvelt að gleyma sér í Reynisfjöru og auðvitað um leið stórhættulegt. Ég gisti í Vík í kvöld, eða rétt fyrir utan á Hótel Kötlu, en á morgun bíða mín nokkur ævintýri í kringum bæinn áður en ég held ferð minni áfram austur. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Ferðalög Tengdar fréttir Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. 24. mars 2020 14:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Dag tvö í ferðadagbók hans má finna hér fyrir neðan. Í dag má segja að hringferðin í kringum Ísland hafi tekið af stað. Ég gisti á Hótel Rangá þar sem var hugsað mjög vel um mig. Ég byrjaði á því að kíkja á Nauthúsagil, sem er staður, þokkalega falinn mörgum. Ég var reyndar mest forvitinn að finna gönguskó dóttur minnar sem gleymdust þarna fyrir nokkrum mánuðum. Ég fann þá ekki. En það var ófært að ganga gilið, þannig ég lét mér nægja að fylla flöskuna af fersku vatni og halda áfram. Klippa: Dagur 2 - Ferðalangur í eigin landi Ég stoppaði stutt við Seljalandsfoss, þar sem vegurinn fyrir aftan fossinn var lokaður vegna snjóþyngdar. Því næst fór ég að Skógafossi. Þar var ég aleinn í heiminum og fylgdist ég með snjókornunum blandast vatninu í máttugum fossinum. Snjókornin við Skógafoss fönguðu athyglina.Vísir/Garpur Það góða við að vera einn á Skógafossi er að þá eru tröppurnar sem leiða mann upp fyrir fossinn auðar. Eitthvað sem ég hef aldrei fengið út af fyrir mig áður. Ég nýtti því tækifærið og hljóp upp. Eða, ég hljóp þar til ég gat ekki hlaupið lengur og skreið svo restina af þessum rúmlega 400 tröppum. Það voru engir ferðamenn sjáanlegir í Reynisfjöru í gær.Vísir/Garpur Ég endaði svo daginn í Reynisfjöru þar sem ég fylgdist dáleiddur með ógnvæglegum öldunum berja svarta sandinn. Það er auðvelt að gleyma sér í Reynisfjöru og auðvitað um leið stórhættulegt. Ég gisti í Vík í kvöld, eða rétt fyrir utan á Hótel Kötlu, en á morgun bíða mín nokkur ævintýri í kringum bæinn áður en ég held ferð minni áfram austur. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Ferðalög Tengdar fréttir Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. 24. mars 2020 14:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. 24. mars 2020 14:30
Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30