Emil var að klára sóttkvína í gær og hefði náð leiknum: Ætlar á EM 2021 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 10:00 Emil Hallfreðsson bregður á leik í myndatöku íslenska landsliðsins fyrir HM í Rússlandi 2018. Getty/Stuart Franklin Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var gestur Í Bítinu á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi í morgun en hann ræddi þá við Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason um það hvernig hefur gengið hjá honum síðustu vikur. Í dag átti að fara fram umspilsleikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum en honum var frestað vegna COVID-19 og fer ekki fram fyrr en í júní. Emil hafði drifið sig heim frá Ítalíu fyrir tveimur vikum til að komast út úr sóttkví fyrir leikinn. Klippa: Bítið - Emil Hallfreðsson Þetta veður hefði hentað okkur vel „Við vorum að klára sóttkvína í gær og ég hefði getað verið klár í leikinn ef hann hefði verið spilaður í dag,“ sagði Emil Hallfreðsson en hann var þá nýbúinn að kíkja út um gluggann. „Er ekki bara fallegt veður. Fallegur snjór og bara kósí,“ sagði Emil í léttum tón. Hann hefði verið til í að spila leikinn í þessu veðri á Laugardalsvelli í kvöld. Emil Hallfreðsson í baráttu við Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi 2018.Getty/Gabriel Rossi „Ég held að það hefði hentað okkur mjög vel. Við erum góðir í svona veðri. Ég hefði klárlega spilað og allir hefði verið til í að spila hérna. Miðað við aðstæður þá var það ekki hægt en við verðum bara að vera tilbúnir þegar leikdagurinn rennur upp,“ sagði Emil. Reyndi ekkert á hjónabandið Hvernig er búin að vera hjá Emil í sóttkví í hálfan mánuð? „Það er búið að vera mjög fínt ef ég segi alveg eins og er. Við erum vön að vera mikið fjögur saman þegar við erum úti. Þetta var bara gaman. Fjölskyldan var mikið saman og að gera hluti saman sem við höfum kannski ekki gefið okkur mikinn tíma í,“ sagði Emil. Gunnlaugur Helgason vildi vita hvort að þetta hafi reynt á hjónabandið. „Nei ekki neitt. Þetta var bara gæðatími fyrir okkur,“ sagði Emil en hann á marga vini og kunningja á Ítalíu þar sem ástandið er mjög slæmt. Hefur hann verið í sambandi við Ítalíu? Emil Hallfreðsson kyssir eiginkonu sína Ásu Maríu Reginsdóttur eftir einn leik íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi sumarið 2018.Getty/Maja Hitij Talar mikið við vini sína á Ítalíu „Já ég tala reglulega við vini mína á Ítalíu og þar er ástandið búið að vera mjög erfitt. Ég er bara að vonast til þess að hverjum degi að heyra einhverjar góðar fréttir. Það var aðeins um jákvæðar fréttir í gær, aðeins minna um smit og aðeins færri sem létust. Þeir eru að vonast til þess að vera búnir að toppa og ég vona það svo innilega því þetta er búið að vera hræðilegt fyrir þau,“ sagði Emil. Emil og fjölskylda hans flutti aftur til Ítalíu fyrir nokkrum mánuðum en voru þau búin að koma sér fyrir þegar þau ákváðu að flýja heim. „Við vorum nokkurn veginn búin að koma okkur fyrir. Þegar þetta kom upp og ég átti að koma heim í landsleikina þá ákváðum við að koma öll heim saman. Það var ekki búinn að vera skóli fyrir krakkana í mánuð og þegar það er uppi svona óvissuástand þá er best að vera heima hjá fjölskyldunni á Íslandi,“ sagði Emil. Emil Hallfreðsson ætlar að halda sér í landsliðsformi næsta árið og hefur sett stefnuna á EM 2021.Getty/Hector Vivas Hefur nú bara eitt ár í viðbót Nú er búið að fresta Evrópumótinu um eitt ár en breytir það einhverju fyrir Emil hvað varðar landsliðið? „Nei ég held ekki. Það breytir því bara að það er bara ár eftir. Ég hef bara eitt ár í viðbót til að undirbúa mig og vinna í því að vera í toppstandi þegar það er. Ég sé það bara svoleiðis,“ sagði Emil. „Verðum við ekki bara að líta á það þannig að við fáum eitt ár í viðbót til að undirbúa okkur en við eigum enn þá eftir að komast á EM. Við fáum núna aðeins lengri og betri tíma til að undirbúa okkur fyrir þessa úrslitaleiki til þess að komast á EM,“ sagði Emil. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Bítið Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var gestur Í Bítinu á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi í morgun en hann ræddi þá við Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason um það hvernig hefur gengið hjá honum síðustu vikur. Í dag átti að fara fram umspilsleikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum en honum var frestað vegna COVID-19 og fer ekki fram fyrr en í júní. Emil hafði drifið sig heim frá Ítalíu fyrir tveimur vikum til að komast út úr sóttkví fyrir leikinn. Klippa: Bítið - Emil Hallfreðsson Þetta veður hefði hentað okkur vel „Við vorum að klára sóttkvína í gær og ég hefði getað verið klár í leikinn ef hann hefði verið spilaður í dag,“ sagði Emil Hallfreðsson en hann var þá nýbúinn að kíkja út um gluggann. „Er ekki bara fallegt veður. Fallegur snjór og bara kósí,“ sagði Emil í léttum tón. Hann hefði verið til í að spila leikinn í þessu veðri á Laugardalsvelli í kvöld. Emil Hallfreðsson í baráttu við Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi 2018.Getty/Gabriel Rossi „Ég held að það hefði hentað okkur mjög vel. Við erum góðir í svona veðri. Ég hefði klárlega spilað og allir hefði verið til í að spila hérna. Miðað við aðstæður þá var það ekki hægt en við verðum bara að vera tilbúnir þegar leikdagurinn rennur upp,“ sagði Emil. Reyndi ekkert á hjónabandið Hvernig er búin að vera hjá Emil í sóttkví í hálfan mánuð? „Það er búið að vera mjög fínt ef ég segi alveg eins og er. Við erum vön að vera mikið fjögur saman þegar við erum úti. Þetta var bara gaman. Fjölskyldan var mikið saman og að gera hluti saman sem við höfum kannski ekki gefið okkur mikinn tíma í,“ sagði Emil. Gunnlaugur Helgason vildi vita hvort að þetta hafi reynt á hjónabandið. „Nei ekki neitt. Þetta var bara gæðatími fyrir okkur,“ sagði Emil en hann á marga vini og kunningja á Ítalíu þar sem ástandið er mjög slæmt. Hefur hann verið í sambandi við Ítalíu? Emil Hallfreðsson kyssir eiginkonu sína Ásu Maríu Reginsdóttur eftir einn leik íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi sumarið 2018.Getty/Maja Hitij Talar mikið við vini sína á Ítalíu „Já ég tala reglulega við vini mína á Ítalíu og þar er ástandið búið að vera mjög erfitt. Ég er bara að vonast til þess að hverjum degi að heyra einhverjar góðar fréttir. Það var aðeins um jákvæðar fréttir í gær, aðeins minna um smit og aðeins færri sem létust. Þeir eru að vonast til þess að vera búnir að toppa og ég vona það svo innilega því þetta er búið að vera hræðilegt fyrir þau,“ sagði Emil. Emil og fjölskylda hans flutti aftur til Ítalíu fyrir nokkrum mánuðum en voru þau búin að koma sér fyrir þegar þau ákváðu að flýja heim. „Við vorum nokkurn veginn búin að koma okkur fyrir. Þegar þetta kom upp og ég átti að koma heim í landsleikina þá ákváðum við að koma öll heim saman. Það var ekki búinn að vera skóli fyrir krakkana í mánuð og þegar það er uppi svona óvissuástand þá er best að vera heima hjá fjölskyldunni á Íslandi,“ sagði Emil. Emil Hallfreðsson ætlar að halda sér í landsliðsformi næsta árið og hefur sett stefnuna á EM 2021.Getty/Hector Vivas Hefur nú bara eitt ár í viðbót Nú er búið að fresta Evrópumótinu um eitt ár en breytir það einhverju fyrir Emil hvað varðar landsliðið? „Nei ég held ekki. Það breytir því bara að það er bara ár eftir. Ég hef bara eitt ár í viðbót til að undirbúa mig og vinna í því að vera í toppstandi þegar það er. Ég sé það bara svoleiðis,“ sagði Emil. „Verðum við ekki bara að líta á það þannig að við fáum eitt ár í viðbót til að undirbúa okkur en við eigum enn þá eftir að komast á EM. Við fáum núna aðeins lengri og betri tíma til að undirbúa okkur fyrir þessa úrslitaleiki til þess að komast á EM,“ sagði Emil.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Bítið Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira