Svíkur bandamenn sína og myndar ríkisstjórn með Netanyahu Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2020 23:14 Benny Gantz. AP/Sebastian Scheiner Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins og pólitískur andstæðingur Benjamin Netanyahu, þar til í dag, hefur samþykkt að mynda þjóðstjórn í Ísrael með forsætisráðherranum. Þannig er útlit fyrir að endir verði buninn á árslangt óvissutímabil þar sem þrjár kosningar hafa farið fram án þess að skila afgerandi sigurvegara. Kjósendur í Ísrael gengu fyrr í mánuðinum að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Engum hefur tekist að mynda ríkisstjórn hingað til, þrátt fyrir margar tilraunir. Um miðjan mars hét Gantz því að mynda eigin ríkisstjórn, eftir að hann neitaði boði um þjóðstjórn. Sjá einnig: Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Gantz var í dag kjörinn forseti þings Ísrael og tók hann tilboði um þjóðstjórn í kjölfar þess. Hann mun vera þingforseti um skeið og svo utanríkisráðherra. Þá mun Gantz verða forsætisráðherra í september á næsta ári. Þar til mun Netanyahu væntanlega vera forsætisráðherra en það liggur ekki fyrir. Gantz tilkynnti ákvörðun sína eftir að hann var kjörinn forseti þingsins og sagði hann þjóðina þurfa á ríkisstjórn að halda. Ríkisstjórnin mun væntanlega vera með 78 til 79 þingmenn af 120. Bandamenn Gantz í Bláhvíta bandalaginu segja ann hafa svikið þá og kjósendur þeirra. Netanyahu hefur verið ákærður fyri spillingu, mútuþægni og svik og Gantz hafði heitið því að starfa ekki með honum. Netanyahu átti að mæta fyrir dómara í síðustu viku vegna ákæranna gegn honum, í þremur mismunandi málum, en réttarhöldunum var frestað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hann hefur að undanförnu verið sakaður um að grafa undan dómskerfinu til að verja sjálfan sig. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Kórónuveiran veitir okkur ekki rétt til að hverfa frá gildum okkar,“ hefur Times of Israel eftir Yair Lapid leiðtoga flokksins Yesh Atid. „Við lofuðum því að við myndum ekki sitja undir forsætisráðherra sem hefur verið ákærður. Við lofuðum að mynda ekki ríkisstjórn með öfgamönnum og kúgurum. Við sögðumst ekki ætla að leyfa nokkrum manni að grafa undan lýðræði Ísrael.“ Hann sagði einnig að árásir Netanyahu gegn dómskerfi Ísrael hafi aldrei verið umfangsmeiri en nú og Gantz ætli að verðlauna forsætisráðherrann fyrir það. „Þú getur ekki skriðið inn í ríkisstjórn með þessum hætti og sagst hafa gert það með hag þjóðarinnar í huga.“ Ísrael Tengdar fréttir Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. 16. mars 2020 14:44 Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins og pólitískur andstæðingur Benjamin Netanyahu, þar til í dag, hefur samþykkt að mynda þjóðstjórn í Ísrael með forsætisráðherranum. Þannig er útlit fyrir að endir verði buninn á árslangt óvissutímabil þar sem þrjár kosningar hafa farið fram án þess að skila afgerandi sigurvegara. Kjósendur í Ísrael gengu fyrr í mánuðinum að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Engum hefur tekist að mynda ríkisstjórn hingað til, þrátt fyrir margar tilraunir. Um miðjan mars hét Gantz því að mynda eigin ríkisstjórn, eftir að hann neitaði boði um þjóðstjórn. Sjá einnig: Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Gantz var í dag kjörinn forseti þings Ísrael og tók hann tilboði um þjóðstjórn í kjölfar þess. Hann mun vera þingforseti um skeið og svo utanríkisráðherra. Þá mun Gantz verða forsætisráðherra í september á næsta ári. Þar til mun Netanyahu væntanlega vera forsætisráðherra en það liggur ekki fyrir. Gantz tilkynnti ákvörðun sína eftir að hann var kjörinn forseti þingsins og sagði hann þjóðina þurfa á ríkisstjórn að halda. Ríkisstjórnin mun væntanlega vera með 78 til 79 þingmenn af 120. Bandamenn Gantz í Bláhvíta bandalaginu segja ann hafa svikið þá og kjósendur þeirra. Netanyahu hefur verið ákærður fyri spillingu, mútuþægni og svik og Gantz hafði heitið því að starfa ekki með honum. Netanyahu átti að mæta fyrir dómara í síðustu viku vegna ákæranna gegn honum, í þremur mismunandi málum, en réttarhöldunum var frestað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hann hefur að undanförnu verið sakaður um að grafa undan dómskerfinu til að verja sjálfan sig. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Kórónuveiran veitir okkur ekki rétt til að hverfa frá gildum okkar,“ hefur Times of Israel eftir Yair Lapid leiðtoga flokksins Yesh Atid. „Við lofuðum því að við myndum ekki sitja undir forsætisráðherra sem hefur verið ákærður. Við lofuðum að mynda ekki ríkisstjórn með öfgamönnum og kúgurum. Við sögðumst ekki ætla að leyfa nokkrum manni að grafa undan lýðræði Ísrael.“ Hann sagði einnig að árásir Netanyahu gegn dómskerfi Ísrael hafi aldrei verið umfangsmeiri en nú og Gantz ætli að verðlauna forsætisráðherrann fyrir það. „Þú getur ekki skriðið inn í ríkisstjórn með þessum hætti og sagst hafa gert það með hag þjóðarinnar í huga.“
Ísrael Tengdar fréttir Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. 16. mars 2020 14:44 Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Ætlar sér að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael Benny Gantz, andstæðingur Benjamin Netanyahu, heitir því að mynda breiða ríkisstjórn í Ísrael. 16. mars 2020 14:44
Ræða um myndun þjóðstjórnar vegna kórónuveirunnar Forseti Ísraels fundaði í gær með þeim Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins. 16. mars 2020 08:29