Dagur þrjú: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. mars 2020 11:00 Garpur ferðast einn um Ísland á tímum kórónuveiru. Fallegt hrafnapar náði athygli hans á jökli. Vísir/Garpur Elísabetarson Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir þriðja dag ferðarinnar má finna hér fyrir neðan. Klippa: Dagur 3 - Ferðalangur í eigin landi Ég vaknaði þriðja daginn í ferðalaginu við fallegt útsýni frá Hótel Kötlu, austan við Vík. Veðrið var á báðum áttum, skin eða skúrir. Áður en ég yfirgaf svæðið fór ég í göngutúr fyrir ofan bæinn og renndi mér á línum þvers og kruss yfir gilið sem liggur fyrir ofan Vík. Vísir/Garpur Elísabetarson Framundan beið mín svo ferðalag yfir sandanna í austurátt að Vatnajökli. Þessi leið er ein af mínum uppáhaldsleiðum til að keyra og það er eiginlega synd að hafa ekki bílstjóra til að keyra fyrir sig, svo maður geti dáðst að útsýninu, af öllum jöklunum sem leka niður frá Vatnajökli. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég vissi svo sem ekkert hvað beið mín eða hvað ég myndi ná langt áður en ég myndi bregða á leik. Vinir mínir og ofurleiðsögumennirnir Íris og Árni búa undir Vatnajökli og renndi ég við hjá þeim og plataði þau til þess að koma með mér uppá Falljökul. Sá jökull hefur verið aðal áfangastaður jökulþyrsta ferðamanna síðan Svínafellsjökull lokaði fyrir nokkrum árum. Vísir/Garpur Elísabetarson Það fer enginn einn upp á jöklanna, sama hvað, en ég þurfti nú ekki mikið til að sannfæra vini mína að koma með mér í leiðangur. Jökullinn bauð okkur velkomin í allri sinni dýrð. Veðrið sem var búið að vera á báðum áttum um daginn róaði sig niður og gaf okkur fínasta ferðaveður á meðan við óðum snjóinn að jöklinum. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Í fyrsta nestisstoppi hlýtur að hafa skrjáfað hressilega í kexpakkanum sem við vorum með, því ofur fallegt hrafnspar ákvað að veita okkur félagsskap upp jökulinn. Þeir kunna sýna kúnst vel og voru aldrei langt undan þegar bakpokarnir sigu niður í jörðina, nestið er að koma. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Við fundum ísvegg sem upplagt var að príla aðeins í og við settum upp línu og klifruðum stundarkorn. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég endaði svo kvöldið í Öræfum, á Fosshótel Glacier Lagoon þar sem ég lagðist dauðþreyttur og sæll á koddann, spenntur fyrir morgundeginum og þeim ævintýrum sem hann hefur í för með sér. Vísir/Garpur Elísabetarson Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. 26. mars 2020 10:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir þriðja dag ferðarinnar má finna hér fyrir neðan. Klippa: Dagur 3 - Ferðalangur í eigin landi Ég vaknaði þriðja daginn í ferðalaginu við fallegt útsýni frá Hótel Kötlu, austan við Vík. Veðrið var á báðum áttum, skin eða skúrir. Áður en ég yfirgaf svæðið fór ég í göngutúr fyrir ofan bæinn og renndi mér á línum þvers og kruss yfir gilið sem liggur fyrir ofan Vík. Vísir/Garpur Elísabetarson Framundan beið mín svo ferðalag yfir sandanna í austurátt að Vatnajökli. Þessi leið er ein af mínum uppáhaldsleiðum til að keyra og það er eiginlega synd að hafa ekki bílstjóra til að keyra fyrir sig, svo maður geti dáðst að útsýninu, af öllum jöklunum sem leka niður frá Vatnajökli. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég vissi svo sem ekkert hvað beið mín eða hvað ég myndi ná langt áður en ég myndi bregða á leik. Vinir mínir og ofurleiðsögumennirnir Íris og Árni búa undir Vatnajökli og renndi ég við hjá þeim og plataði þau til þess að koma með mér uppá Falljökul. Sá jökull hefur verið aðal áfangastaður jökulþyrsta ferðamanna síðan Svínafellsjökull lokaði fyrir nokkrum árum. Vísir/Garpur Elísabetarson Það fer enginn einn upp á jöklanna, sama hvað, en ég þurfti nú ekki mikið til að sannfæra vini mína að koma með mér í leiðangur. Jökullinn bauð okkur velkomin í allri sinni dýrð. Veðrið sem var búið að vera á báðum áttum um daginn róaði sig niður og gaf okkur fínasta ferðaveður á meðan við óðum snjóinn að jöklinum. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Í fyrsta nestisstoppi hlýtur að hafa skrjáfað hressilega í kexpakkanum sem við vorum með, því ofur fallegt hrafnspar ákvað að veita okkur félagsskap upp jökulinn. Þeir kunna sýna kúnst vel og voru aldrei langt undan þegar bakpokarnir sigu niður í jörðina, nestið er að koma. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Við fundum ísvegg sem upplagt var að príla aðeins í og við settum upp línu og klifruðum stundarkorn. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég endaði svo kvöldið í Öræfum, á Fosshótel Glacier Lagoon þar sem ég lagðist dauðþreyttur og sæll á koddann, spenntur fyrir morgundeginum og þeim ævintýrum sem hann hefur í för með sér. Vísir/Garpur Elísabetarson Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. 26. mars 2020 10:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Sjá meira
Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. 26. mars 2020 10:30
Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30