Dagur þrjú: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. mars 2020 11:00 Garpur ferðast einn um Ísland á tímum kórónuveiru. Fallegt hrafnapar náði athygli hans á jökli. Vísir/Garpur Elísabetarson Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir þriðja dag ferðarinnar má finna hér fyrir neðan. Klippa: Dagur 3 - Ferðalangur í eigin landi Ég vaknaði þriðja daginn í ferðalaginu við fallegt útsýni frá Hótel Kötlu, austan við Vík. Veðrið var á báðum áttum, skin eða skúrir. Áður en ég yfirgaf svæðið fór ég í göngutúr fyrir ofan bæinn og renndi mér á línum þvers og kruss yfir gilið sem liggur fyrir ofan Vík. Vísir/Garpur Elísabetarson Framundan beið mín svo ferðalag yfir sandanna í austurátt að Vatnajökli. Þessi leið er ein af mínum uppáhaldsleiðum til að keyra og það er eiginlega synd að hafa ekki bílstjóra til að keyra fyrir sig, svo maður geti dáðst að útsýninu, af öllum jöklunum sem leka niður frá Vatnajökli. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég vissi svo sem ekkert hvað beið mín eða hvað ég myndi ná langt áður en ég myndi bregða á leik. Vinir mínir og ofurleiðsögumennirnir Íris og Árni búa undir Vatnajökli og renndi ég við hjá þeim og plataði þau til þess að koma með mér uppá Falljökul. Sá jökull hefur verið aðal áfangastaður jökulþyrsta ferðamanna síðan Svínafellsjökull lokaði fyrir nokkrum árum. Vísir/Garpur Elísabetarson Það fer enginn einn upp á jöklanna, sama hvað, en ég þurfti nú ekki mikið til að sannfæra vini mína að koma með mér í leiðangur. Jökullinn bauð okkur velkomin í allri sinni dýrð. Veðrið sem var búið að vera á báðum áttum um daginn róaði sig niður og gaf okkur fínasta ferðaveður á meðan við óðum snjóinn að jöklinum. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Í fyrsta nestisstoppi hlýtur að hafa skrjáfað hressilega í kexpakkanum sem við vorum með, því ofur fallegt hrafnspar ákvað að veita okkur félagsskap upp jökulinn. Þeir kunna sýna kúnst vel og voru aldrei langt undan þegar bakpokarnir sigu niður í jörðina, nestið er að koma. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Við fundum ísvegg sem upplagt var að príla aðeins í og við settum upp línu og klifruðum stundarkorn. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég endaði svo kvöldið í Öræfum, á Fosshótel Glacier Lagoon þar sem ég lagðist dauðþreyttur og sæll á koddann, spenntur fyrir morgundeginum og þeim ævintýrum sem hann hefur í för með sér. Vísir/Garpur Elísabetarson Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. 26. mars 2020 10:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir þriðja dag ferðarinnar má finna hér fyrir neðan. Klippa: Dagur 3 - Ferðalangur í eigin landi Ég vaknaði þriðja daginn í ferðalaginu við fallegt útsýni frá Hótel Kötlu, austan við Vík. Veðrið var á báðum áttum, skin eða skúrir. Áður en ég yfirgaf svæðið fór ég í göngutúr fyrir ofan bæinn og renndi mér á línum þvers og kruss yfir gilið sem liggur fyrir ofan Vík. Vísir/Garpur Elísabetarson Framundan beið mín svo ferðalag yfir sandanna í austurátt að Vatnajökli. Þessi leið er ein af mínum uppáhaldsleiðum til að keyra og það er eiginlega synd að hafa ekki bílstjóra til að keyra fyrir sig, svo maður geti dáðst að útsýninu, af öllum jöklunum sem leka niður frá Vatnajökli. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég vissi svo sem ekkert hvað beið mín eða hvað ég myndi ná langt áður en ég myndi bregða á leik. Vinir mínir og ofurleiðsögumennirnir Íris og Árni búa undir Vatnajökli og renndi ég við hjá þeim og plataði þau til þess að koma með mér uppá Falljökul. Sá jökull hefur verið aðal áfangastaður jökulþyrsta ferðamanna síðan Svínafellsjökull lokaði fyrir nokkrum árum. Vísir/Garpur Elísabetarson Það fer enginn einn upp á jöklanna, sama hvað, en ég þurfti nú ekki mikið til að sannfæra vini mína að koma með mér í leiðangur. Jökullinn bauð okkur velkomin í allri sinni dýrð. Veðrið sem var búið að vera á báðum áttum um daginn róaði sig niður og gaf okkur fínasta ferðaveður á meðan við óðum snjóinn að jöklinum. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Í fyrsta nestisstoppi hlýtur að hafa skrjáfað hressilega í kexpakkanum sem við vorum með, því ofur fallegt hrafnspar ákvað að veita okkur félagsskap upp jökulinn. Þeir kunna sýna kúnst vel og voru aldrei langt undan þegar bakpokarnir sigu niður í jörðina, nestið er að koma. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Við fundum ísvegg sem upplagt var að príla aðeins í og við settum upp línu og klifruðum stundarkorn. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég endaði svo kvöldið í Öræfum, á Fosshótel Glacier Lagoon þar sem ég lagðist dauðþreyttur og sæll á koddann, spenntur fyrir morgundeginum og þeim ævintýrum sem hann hefur í för með sér. Vísir/Garpur Elísabetarson Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. 26. mars 2020 10:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira
Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. 26. mars 2020 10:30
Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30