Mjólkursamsalan greiðir 480 milljónir vegna samkeppnislagabrota Sylvía Hall skrifar 27. mars 2020 19:45 Landsréttur taldi brot Mjólkursamsölunnar alvarleg. Vísir Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um brot Mjólkursamsölunar gegn samkeppnislögum. Mjólkursamsalan mun þurfa að greiða 480 milljónir króna, 440 milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og 40 milljónir vegna brota á upplýsingaskyldu. Málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 2012 þegar Mjólkursamsalan sendi óvart reikning á Mjólkurbúið Kú vegna kaupa Mjólku ehf. á hrámjólk. Ljóst var af reikningnum að Mjólka greiddi mun lægra verð fyrir hrámjólkina en Mjólkurbúið Kú, en Mjólka var í eigu Kaupfélags Skagfirðinga sem átti 9,9 prósenta hlut í Mjólkursamsölunni. Kaupfélagið keypti Mjólku árið 2009. Mjólkurbúið kvartaði til Samkeppniseftirlitsins sem rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að Mjólkursamsalan misnotað markaðsráðandi stöðu sína og var henni gert að greiða 370 milljónir í stjórnvaldssekt. Mjólkursamsalan kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var ákvörðunin felld úr gildi og var Samkeppniseftirlitinu gert að rannsaka málið frekar og taka ákvörðun á ný. Var talið að frekari rannsóknar væri þörf hvað varðaði samkomulag Mjólkursamsölunnar og Kaupfélags Skagfirðinga sem Mjólkursamsalan lagði fyrst fram á kærustigi málsins. Brot Mjólkursamsölunnar talin alvarleg Eftir frekari rannsókn lagði Samkeppniseftirlitið sekt á Mjólkursamsöluna að nýju og var hún 110 milljónum hærri en sú fyrri, samtals 480 milljónir. Kærði Mjólkursamsalan ákvörðunina enn á ný til áfrýjunarnefndarinnar sem felldi ákvörðunina úr gildi að öðru leyti en að Mjólkursamsalan skyldi greiða 40 milljónir vegna brota gegn upplýsingaskyldu. Í Landsrétti var talið að Mjólkursamsalan hefði brotið gegn upplýsingaskyldu sinni með því að leggja ekki fram samkomulagið sem og að hafa skýrt ranglega frá því að Kaupfélag Skagfirðinga hefði fært sig úr framleiðslu á vörum með hærri framlegð í vörur í vörur með lægri framlegð. Taldi rétturinn jafnframt ótvírætt að Mjólkursamsalan hefði brotið gegn ákvæði samkeppnislaga er varðar misnotkun á markaðsráðandi stöðu með því að mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og veikja þannig samkeppnisstöðu þeirra. Telja yrði brotið alvarlegt, það hafi staðið lengi og var augljóslega til þess fallið að raska samkeppnisstöðu með mikilvæga neysluvöru sem snerti allan almenning í landinu. Líkt og fyrr sagði var Mjólkursamsölunni gert að greiða 480 milljónir í sektargreiðslur sem og málskostnað aðila. Fimmtán erfið ár að baki Í yfirlýsingu frá fyrrum eigendum Mjólku og Mjólkurbúsins KÚ segir að brotin hafi haft alvarlegar afleiðingar á fyrirtækin með óafturkræfanlegum skaða. Niðurstaðan sé mikilvæg fyrir þá sem stóðu í rekstrinum og urðu fyrir barðinu á „alvarlegum og langvarandi brotum“ Mjólkursamsölunnar og kalla þeir eftir því að stjórnvöld felli úr gildi undanþágur Mjólkursamsölunnar og tengdra aðila frá samkeppnislögum. „Brot MS er sérstaklega gróft þar sem MS er eina fyrirtækið í hinum vestræna heimi sem er með verulegar undanþágur frá samkeppnislögum og gríðarlega sterka markaðstöðu. Þrátt fyrir verulega undanþágur brýtur MS gróflega gegn samkeppnislögum og hefur ekkert fyrirtæki orðið uppvíst að jafn alvarlegum brotum og felast í brotum gegn 19.gr samkeppnislaga, ekki síst þar sem þau eru ítrekuð og langvarandi.“ Þá segja þeir niðurstöðuna vera áfellisdóm yfir störfum forstjóra og stjórnar MS sem hafi brotið illa á keppinautum á markaði. „Aðgerðir MS hafa valdið fyrirtækjum okkar fjárhagslegum skaða og hafa síðast en ekki síst bitnað á hagsmunum neytenda með alvarlegum hætti. Stjórnvöld hljóta að kalla forsvarsmenn mjólkuriðnaðarins til ábyrgðar þar sem þeim hefur verið falið mikið vald sem þeir hafa ítrekað misnotað og brotið það traust sem þeim hefur verið sýnt gagnvart íslenskum neytendum og hagsmunum þeirra.“ Samkeppnismál Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um brot Mjólkursamsölunar gegn samkeppnislögum. Mjólkursamsalan mun þurfa að greiða 480 milljónir króna, 440 milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og 40 milljónir vegna brota á upplýsingaskyldu. Málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 2012 þegar Mjólkursamsalan sendi óvart reikning á Mjólkurbúið Kú vegna kaupa Mjólku ehf. á hrámjólk. Ljóst var af reikningnum að Mjólka greiddi mun lægra verð fyrir hrámjólkina en Mjólkurbúið Kú, en Mjólka var í eigu Kaupfélags Skagfirðinga sem átti 9,9 prósenta hlut í Mjólkursamsölunni. Kaupfélagið keypti Mjólku árið 2009. Mjólkurbúið kvartaði til Samkeppniseftirlitsins sem rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að Mjólkursamsalan misnotað markaðsráðandi stöðu sína og var henni gert að greiða 370 milljónir í stjórnvaldssekt. Mjólkursamsalan kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og var ákvörðunin felld úr gildi og var Samkeppniseftirlitinu gert að rannsaka málið frekar og taka ákvörðun á ný. Var talið að frekari rannsóknar væri þörf hvað varðaði samkomulag Mjólkursamsölunnar og Kaupfélags Skagfirðinga sem Mjólkursamsalan lagði fyrst fram á kærustigi málsins. Brot Mjólkursamsölunnar talin alvarleg Eftir frekari rannsókn lagði Samkeppniseftirlitið sekt á Mjólkursamsöluna að nýju og var hún 110 milljónum hærri en sú fyrri, samtals 480 milljónir. Kærði Mjólkursamsalan ákvörðunina enn á ný til áfrýjunarnefndarinnar sem felldi ákvörðunina úr gildi að öðru leyti en að Mjólkursamsalan skyldi greiða 40 milljónir vegna brota gegn upplýsingaskyldu. Í Landsrétti var talið að Mjólkursamsalan hefði brotið gegn upplýsingaskyldu sinni með því að leggja ekki fram samkomulagið sem og að hafa skýrt ranglega frá því að Kaupfélag Skagfirðinga hefði fært sig úr framleiðslu á vörum með hærri framlegð í vörur í vörur með lægri framlegð. Taldi rétturinn jafnframt ótvírætt að Mjólkursamsalan hefði brotið gegn ákvæði samkeppnislaga er varðar misnotkun á markaðsráðandi stöðu með því að mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og veikja þannig samkeppnisstöðu þeirra. Telja yrði brotið alvarlegt, það hafi staðið lengi og var augljóslega til þess fallið að raska samkeppnisstöðu með mikilvæga neysluvöru sem snerti allan almenning í landinu. Líkt og fyrr sagði var Mjólkursamsölunni gert að greiða 480 milljónir í sektargreiðslur sem og málskostnað aðila. Fimmtán erfið ár að baki Í yfirlýsingu frá fyrrum eigendum Mjólku og Mjólkurbúsins KÚ segir að brotin hafi haft alvarlegar afleiðingar á fyrirtækin með óafturkræfanlegum skaða. Niðurstaðan sé mikilvæg fyrir þá sem stóðu í rekstrinum og urðu fyrir barðinu á „alvarlegum og langvarandi brotum“ Mjólkursamsölunnar og kalla þeir eftir því að stjórnvöld felli úr gildi undanþágur Mjólkursamsölunnar og tengdra aðila frá samkeppnislögum. „Brot MS er sérstaklega gróft þar sem MS er eina fyrirtækið í hinum vestræna heimi sem er með verulegar undanþágur frá samkeppnislögum og gríðarlega sterka markaðstöðu. Þrátt fyrir verulega undanþágur brýtur MS gróflega gegn samkeppnislögum og hefur ekkert fyrirtæki orðið uppvíst að jafn alvarlegum brotum og felast í brotum gegn 19.gr samkeppnislaga, ekki síst þar sem þau eru ítrekuð og langvarandi.“ Þá segja þeir niðurstöðuna vera áfellisdóm yfir störfum forstjóra og stjórnar MS sem hafi brotið illa á keppinautum á markaði. „Aðgerðir MS hafa valdið fyrirtækjum okkar fjárhagslegum skaða og hafa síðast en ekki síst bitnað á hagsmunum neytenda með alvarlegum hætti. Stjórnvöld hljóta að kalla forsvarsmenn mjólkuriðnaðarins til ábyrgðar þar sem þeim hefur verið falið mikið vald sem þeir hafa ítrekað misnotað og brotið það traust sem þeim hefur verið sýnt gagnvart íslenskum neytendum og hagsmunum þeirra.“
Samkeppnismál Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira