Lyfta lóðum, mála veggi og rækta pottaplöntur í samkomubanni Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2020 22:20 Íslendingar sitja ekki auðum höndum þó svo að þeir haldi sig heima í samkomubanninu. Þegar þeir lyfta ekki lóðum í stofunni hjá sér eru landsmenn í óðaönn við að mála íbúðina, parketleggja eða rækta pottaplöntur. Þeir fara þó sjaldnar í búðina en versla meira í hvert skipti. Kórónuveiran og meðfylgjandi samkomubann hafa haft marktæk áhrif á kauphegðun Íslendinga. Markaðsvakt Meniga sýnir þannig að algjör sprenging hafi orðið í sölu á hvers kyns íþróttatólum og tækjum til heimabrúks. Eftir að tilkynnt var um samkomubann þrefaldaðist salan á milli ára og var fimmfalt meiri í fyrstu viku samkomubannsins, samanborið við sömu viku í fyrra. Þá hafa Íslendingar farið að leigja búnað, til að mynda hjá líkamsræktarstöðinni Hress í Hafnarfirði. „Hjólin voru mjög vinsæl, pallar og handlóð - þau voru virkilega vinsæl. Ég er búin að fá mikið af spurningum um ketilbjöllur,“ segir Nótt Jónsdóttir. „Það er í rauninni bara allt. Það er búið að bjóða yfirverð í leigutækin en við vildum tryggja að okkar viðskiptavinir gætu æft heima og við settum þá í forgang,“ Aukin hreyfing kallar á aukna næringu. Þannig hafa kaup Íslendinga í matvöruverslunum verið allt að helmingi meiri eftir samkomubann en þau voru á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Meniga. Aftur á móti hefur búðarferðum þeirra ekki fjölgað að ráði, þannig að ljóst er að landsmenn fara nú sjaldnar að kaupa í matinn en versla meira í hvert skipti. Íslendingar nýta heimaveruna þó ekki aðeins til matseldar, heldur jafnframt til framkvæmda. „Fólk er mikið að leggja parket og mála. Svo sjáum við líka blöndunartæki og annað slíkt,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Íslendingar sitja ekki auðum höndum þó svo að þeir haldi sig heima í samkomubanninu. Þegar þeir lyfta ekki lóðum í stofunni hjá sér eru landsmenn í óðaönn við að mála íbúðina, parketleggja eða rækta pottaplöntur. Þeir fara þó sjaldnar í búðina en versla meira í hvert skipti. Kórónuveiran og meðfylgjandi samkomubann hafa haft marktæk áhrif á kauphegðun Íslendinga. Markaðsvakt Meniga sýnir þannig að algjör sprenging hafi orðið í sölu á hvers kyns íþróttatólum og tækjum til heimabrúks. Eftir að tilkynnt var um samkomubann þrefaldaðist salan á milli ára og var fimmfalt meiri í fyrstu viku samkomubannsins, samanborið við sömu viku í fyrra. Þá hafa Íslendingar farið að leigja búnað, til að mynda hjá líkamsræktarstöðinni Hress í Hafnarfirði. „Hjólin voru mjög vinsæl, pallar og handlóð - þau voru virkilega vinsæl. Ég er búin að fá mikið af spurningum um ketilbjöllur,“ segir Nótt Jónsdóttir. „Það er í rauninni bara allt. Það er búið að bjóða yfirverð í leigutækin en við vildum tryggja að okkar viðskiptavinir gætu æft heima og við settum þá í forgang,“ Aukin hreyfing kallar á aukna næringu. Þannig hafa kaup Íslendinga í matvöruverslunum verið allt að helmingi meiri eftir samkomubann en þau voru á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Meniga. Aftur á móti hefur búðarferðum þeirra ekki fjölgað að ráði, þannig að ljóst er að landsmenn fara nú sjaldnar að kaupa í matinn en versla meira í hvert skipti. Íslendingar nýta heimaveruna þó ekki aðeins til matseldar, heldur jafnframt til framkvæmda. „Fólk er mikið að leggja parket og mála. Svo sjáum við líka blöndunartæki og annað slíkt,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira