Rússum gert að halda sig heima þó ekki ríki faraldur Andri Eysteinsson skrifar 28. mars 2020 09:52 Frá Sochi við Svartahaf þar srem varað er við kórónuveirunni. Getty/Feoktistov Rússnesk yfirvöld hafa beðið Rússa um að halda sig heima í næstu viku til þess að reyna að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Yfir 1000 tilfelli kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum hafa greinst í Rússlandi, flest í höfuðborginni Moskvu. Forseti Rússlands, Vladimir Pútín tilkynnti á dögunum að öllum yrði gefið launað frí frá vinnu í viku, eitthvað virtust Rússar misskilja skilaboðin því BBC greinir frá að eftir að áformin voru kynnt hafi orðið mikil aukning í viðskiptum hjá ferðaskrifstofum landsins. Talið er líklegt að misvísandi skilaboð frá yfirvöldum beri þar sök. Þrátt fyrir tilfellin 1000 og frí-vikuna hefur talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar sagt að í landinu ríki enginn faraldur kórónuveirunnar og byggir það á samanburði á tölum yfir smitaða í Rússlandi og annars staðar í Evrópu. Þó hefur verið hægt að merkja aukningu hjá þeim sem bera andlitsgrímur eftir að áform Pútín voru kynnt en með þeim verður öllu nema matvöruverslunum og veitingastöðum lokað, að ótöldum framvarðarsveitum almannavarna. Aðsókn í hótel við Svartahaf jókst til muna Ríkisstjóri Krasnódar héraðs, Benjamín Kondratíev, áréttaði fyrir fylgjendum sínum á Instagram að í raun væri ekki að ræða aukafrídaga. Krasnodar hérað, þar sem Sochi við Svartahaf er að finna, er vinsæll áfangastaður Rússa í fríhugleiðingum. Eftir ávarp Pútín jukust hótelbókanir á svæðinu umtalsvert. Kondratíev og aðrir ráðamenn í Krasnódar hafa hins vegar ákveðið að láta loka veitingastöðum, görðum og verslunarmiðstöðvum og hafa sett takmarkanir á flugsamgöngur til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kórónuveirunni. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Rússnesk yfirvöld hafa beðið Rússa um að halda sig heima í næstu viku til þess að reyna að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Yfir 1000 tilfelli kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum hafa greinst í Rússlandi, flest í höfuðborginni Moskvu. Forseti Rússlands, Vladimir Pútín tilkynnti á dögunum að öllum yrði gefið launað frí frá vinnu í viku, eitthvað virtust Rússar misskilja skilaboðin því BBC greinir frá að eftir að áformin voru kynnt hafi orðið mikil aukning í viðskiptum hjá ferðaskrifstofum landsins. Talið er líklegt að misvísandi skilaboð frá yfirvöldum beri þar sök. Þrátt fyrir tilfellin 1000 og frí-vikuna hefur talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar sagt að í landinu ríki enginn faraldur kórónuveirunnar og byggir það á samanburði á tölum yfir smitaða í Rússlandi og annars staðar í Evrópu. Þó hefur verið hægt að merkja aukningu hjá þeim sem bera andlitsgrímur eftir að áform Pútín voru kynnt en með þeim verður öllu nema matvöruverslunum og veitingastöðum lokað, að ótöldum framvarðarsveitum almannavarna. Aðsókn í hótel við Svartahaf jókst til muna Ríkisstjóri Krasnódar héraðs, Benjamín Kondratíev, áréttaði fyrir fylgjendum sínum á Instagram að í raun væri ekki að ræða aukafrídaga. Krasnodar hérað, þar sem Sochi við Svartahaf er að finna, er vinsæll áfangastaður Rússa í fríhugleiðingum. Eftir ávarp Pútín jukust hótelbókanir á svæðinu umtalsvert. Kondratíev og aðrir ráðamenn í Krasnódar hafa hins vegar ákveðið að láta loka veitingastöðum, görðum og verslunarmiðstöðvum og hafa sett takmarkanir á flugsamgöngur til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kórónuveirunni.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira