Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2020 12:22 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Borist hafa um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni og þar af nokkrar sem flokka má sem brot hjá rekstraraðilum. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum telur að skerpa þurfi á reglunum gagnvart ungmennum. Tilkynningar um brot á reglum sem gilda um samkomubann hafa hrannast upp á síðustu dögum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Eru þær orðnar um þrjú hudruð talsins. „Flestar snúa að því að fólk er að kvarta yfir hvert öru. Fólk er statt í verslun og finnst næsti maður vera kominn alveg ofan í hálsmálið á sér. Bara eins og við höfum séð í þessum vettvangsferðum sem við höfum farið í. Fólk virðist vera að gleyma sér í að halda tveggja metra bilinu," segir Víðir Um tíu tilkynningar eru vegna brota sem flokka má sem brot rekstraraðila, eða þeirra sem standa fyrir opnun verslunar eða annarar samkomu sem brýtur gegn samkomubanni. Við því getur legið allt að 500 þúsund króna sekt. Fimmtíu þúsund króna sekt liggur við því að sækja samkomuna. Víðir telur að sektarheimildinni hafi þó ekki verið beitt. Hann segir gætt meðalhófs og í fyrstu atrennu er fólki gefið færi á að bæta sig. Í flestum tilvikum hafi verið um mistúlkun á fjöldatakmörkun að ræða. „Eitt dæmið er verslun sem taldi sig vera hluta að undanþágunni um 100 manns en er það ekki. Það er búið að fara yfir það og það var móttekið og verslunin fylgir nú reglunum," segir Víðir. Nýjar tölur um smit verða birtar klukka eitt í dag en í gær voru þau 1.020 talsins. Þar af eru níu manns á gjörgæslu. Ríflega 9.500 manns eru í sóttkví og hátt í níu hundruð í einangrun. Háar sektir liggja við því að brjóta gegn reglum um sóttkí og einangrun. Lítið hefur borist af tilkynningum um slík brot og hefur sektum ekki verið beitt. Í hverfahópum á samfélagsmiðlum hefur verið nokkuð um kvartanir vegna partíhalds hjá ungmennum í heimahúsum um helgina. Víðir segir nokkuð af tilkynningum um það hafa borist. „Við erum að reyna aðeins að skerpa á þessum línum varðandi það að þessar reglur eiga við um alla. Við vitum það alveg að unga fólkið okkar skilur þetta alveg en það hafa kannski ekki allir verið að taka þetta til sín, út af þessum skilaboðum okkar, að við höfum verið að leggja áherslu á eldra fólk og að verja það. Þá hefur unga fólkið kannski hugsað að þetta snerti þau ekki, að þau séu ekki í hættu. Og þó þau smiti einhvern annan ungan að þá skipti það kannski minna máli." „Það er ekki góð hugsun en við þurfum kannski bara að vera skýrari í okkar leiðbeiningum," segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Borist hafa um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni og þar af nokkrar sem flokka má sem brot hjá rekstraraðilum. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum telur að skerpa þurfi á reglunum gagnvart ungmennum. Tilkynningar um brot á reglum sem gilda um samkomubann hafa hrannast upp á síðustu dögum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Eru þær orðnar um þrjú hudruð talsins. „Flestar snúa að því að fólk er að kvarta yfir hvert öru. Fólk er statt í verslun og finnst næsti maður vera kominn alveg ofan í hálsmálið á sér. Bara eins og við höfum séð í þessum vettvangsferðum sem við höfum farið í. Fólk virðist vera að gleyma sér í að halda tveggja metra bilinu," segir Víðir Um tíu tilkynningar eru vegna brota sem flokka má sem brot rekstraraðila, eða þeirra sem standa fyrir opnun verslunar eða annarar samkomu sem brýtur gegn samkomubanni. Við því getur legið allt að 500 þúsund króna sekt. Fimmtíu þúsund króna sekt liggur við því að sækja samkomuna. Víðir telur að sektarheimildinni hafi þó ekki verið beitt. Hann segir gætt meðalhófs og í fyrstu atrennu er fólki gefið færi á að bæta sig. Í flestum tilvikum hafi verið um mistúlkun á fjöldatakmörkun að ræða. „Eitt dæmið er verslun sem taldi sig vera hluta að undanþágunni um 100 manns en er það ekki. Það er búið að fara yfir það og það var móttekið og verslunin fylgir nú reglunum," segir Víðir. Nýjar tölur um smit verða birtar klukka eitt í dag en í gær voru þau 1.020 talsins. Þar af eru níu manns á gjörgæslu. Ríflega 9.500 manns eru í sóttkví og hátt í níu hundruð í einangrun. Háar sektir liggja við því að brjóta gegn reglum um sóttkí og einangrun. Lítið hefur borist af tilkynningum um slík brot og hefur sektum ekki verið beitt. Í hverfahópum á samfélagsmiðlum hefur verið nokkuð um kvartanir vegna partíhalds hjá ungmennum í heimahúsum um helgina. Víðir segir nokkuð af tilkynningum um það hafa borist. „Við erum að reyna aðeins að skerpa á þessum línum varðandi það að þessar reglur eiga við um alla. Við vitum það alveg að unga fólkið okkar skilur þetta alveg en það hafa kannski ekki allir verið að taka þetta til sín, út af þessum skilaboðum okkar, að við höfum verið að leggja áherslu á eldra fólk og að verja það. Þá hefur unga fólkið kannski hugsað að þetta snerti þau ekki, að þau séu ekki í hættu. Og þó þau smiti einhvern annan ungan að þá skipti það kannski minna máli." „Það er ekki góð hugsun en við þurfum kannski bara að vera skýrari í okkar leiðbeiningum," segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira